V-Húnavatnssýsla

Lokað í Nýprenti eftir hádegi í dag

Viðskiptavinir Nýprents og Feykis eru beðnir velvirðingar á því að lokað verður eftir hádegi í dag, föstudaginn 10. mars. Þeim sem þurfa að koma auglýsingum í Sjónhorn eða Feyki er bent á að senda póst á netfangið nyprent@nyprent.is eða hafa samband fyrir allar aldir (upp úr kl. 8) á mánudagsmorgni.
Meira

Mottudagurinn 10. mars

Á morgun, föstudaginn 10. mars, hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr. „Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllu mögulegu tengdu karlmanninum, fatnaði, höfuðfötum, gerviskeggi o.s.f. og hvetjum alla landsmen til að gera slíkt hið sama. Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag,“ segir á heimasíðu Mottumars.
Meira

Fræðslustjóri að láni

Verkefnið Fræðslustjóri að láni er hafið í Húnaþingi vestra en markmið þess er að gera sveitarfélaginu kleift að setja fræðslu starfsmanna í markvissan farveg. Felst það í því að bæta gæði þjónustu, auka framlegð og starfsánægju starfsmanna.
Meira

Ungt fólk og lýðræði

Dagana 5.-7. apríl mun UMFÍ standa fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði og er þetta í níunda sinn sem UMFÍ stefnur fyrir slíkri ráðstefnu. Að þessu sinni verður hún haldin á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN – UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS.
Meira

Úrslit Húnvetnsku liðakeppninnar - Fimmgangur/T2/T7

Annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram föstudaginn 3. mars þar sem fjólubláa liðið sigraði en fast á hæla þeirra kom það gula. Frábært kvöld og allir kátir segir á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts.
Meira

Framsagnarkeppni í Húnaþingi

Í vikunni völdu Blönduskóli og Grunnskólli Húnaþings vestra fulltrúa sína í Framsagnarkeppnina í Húnavatnsþingi sem fram fer í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 7. mars kl. 14:00.
Meira

„Indverskur matur í miklu uppáhaldi"

„Við hjónin höfum afskaplega gaman af því að elda og borða góðan mat. Indverskur matur er í miklu uppáhaldi og þegar við eldum hann þá viljum við gera sem mest frá grunni sem tekur stundum dágóðan tíma en er alveg afskaplega gott,“ segja þau. „Þegar við eldum þá erum við sjaldnast með forrétt, höfum frekar fleiri tegundir af meðlæti. Það er líklega bara á jólum og áramótum sem við erum með forrétti, og örfá önnur hátíðleg tækifæri. Við eigum nokkrar uppáhalds indverskar uppskriftir sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina. Máltíðin sem við deilum með lesendum Feykis er í sérstöku uppáhaldi og er elduð reglulega á heimilinu. Indverskur kjúklingur með einföldu meðlæti. Uppskriftin er komin frá vinkonu okkar, Svanbjörgu Helenu Jónsdóttur, sem að okkar mati er Martha Stewart okkar Íslendinga. Frábær kokkur sem nær að galdra fram kræsingar nánast fyrirhafnarlaust. Þessi máltíð var ein sú fyrsta sem ég eldaði fyrir Alfreð þegar við vorum að kynnast á sínum tíma og hefur líklega orðið til þess að hann fékk á mér matarást sem hefur ekki dofnað síðan.
Meira

Ísmót á Svínavatni á sunnudaginn

Þar sem ís er aftur kominn á Svínavatn hefur verið ákveðið, með skömmum fyrirvara, að efna til ísmóts á sunnudaginn, 5. mars klukkan 13:00. Keppt verður í tölti í opnum flokki, flokki áhugamanna og 16 ára og yngri svo sem verið hefur. Riðin verður ein ferð á hægu tölti, tvær ferðir hraðabreytingar og ein ferð á yfirferðartölti.
Meira

Starfrækja Náttúrustofu Norðurlands vestra í sameiningu

Sveitarfélögin Skagaströnd, Skagafjörður, Húnaþing vestra og Akrahreppur hafa ákveðið að starfrækja í sameiningu Náttúrustofu Norðurlands vestra, ásamt öðrum sveitarfélögum á svæðinu sem kunni að gerast aðilar að stofnuninni. Sveitarfélögin munu að lágmarki leggja til 30% af rekstrarkostnaði náttúrustofunnar á móti framlagi ríkisins og mun skipting framlaganna verða í hlutfalli við íbúafjölda þeirra.
Meira

Indriði Grétarsson formaður Skotvís

Skagfirðingurinn Indriði Ragnar Grétarsson var kjörinn nýr formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, á aðalfundi félagsins sem fram fór laugardaginn 25. febrúar sl. Tekur hann við af Dúa J. Landmark en Indriði hefur verið í stjórn síðan 2012 og verið varaformaður félagsins síðustu tvö ár.
Meira