V-Húnavatnssýsla

„Ég er ekki jafn feimin“

Ungt fólk telur ráðstefnu UMFÍ - Ungt fólk og lýðræði hafa jákvæð áhrif á sig. Það telur að eftir ráðstefnuna sé það reynslunni ríkara í mannlegum samskiptum, það hafi meiri kjark en áður til að viðra skoðanir sínar og að þar öðlist það reynslu sem nýtist í starfi og vinnu.
Meira

Sjónvarp Símans til allra landsmanna

Þúsundir landsmanna fá nú tækifæri til að sjá Sjónvarp Símans. Sjónvarpsstöðinni, sem áður var aðeins dreift um gagnvirkt sjónvarpskerfi, er nú dreift rétt eins og RÚV og næst því hvar sem móttaka sjónvarps er möguleg. „Við erum sannarlega ánægð að allir landsmenn geti fylgst með Sjónvarpi Símans – hvort sem er í afdölum, sumarbústaðahverfum, yfir netið eða loft,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðlunar og markaða, hjá Símanum.
Meira

Krossgátuverðlaun Fermingafeykis

Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í verðlaunakrossgátu fermingarblaðs Feykis. Þátttaka var mjög góð og allar lausnir réttar sem sendar voru inn. Feykir þakkar öllum fyrir þátttökuna. Rétt lausn er: Gleðilega páska.
Meira

Sveitarfélög í Húnavatnssýslum taka þátt í Arctic Coast Way

Á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu hafi í síðustu viku ákveðið að verða þátttakendur í verkefninu Arctic Coast Way og einnig hefur Húnaþing vestra tekið ákvörðun um aðild að því. Eins og áður hefur komið fram á feykir.is er markmið verkefnisins að styrkja stöðu Norðurlands í markaðssetningu innanlands og erlendis og að hvetja ferðamenn til að staldra lengur við á Norðurlandi, að draga fram helstu áherslur og vinna markvisst að uppbyggingu staðanna sem að veginum liggja og að gera Norðurland að freistandi valkosti fyrir ferðamenn árið um kring.
Meira

Norðanátt óskar eftir einhverjum til að taka við vefnum

Þann 14. júní næstkomandi verða tíu ár liðin frá því að Norðanátt.is fór í loftið. Aldís Olga Jóhannesdóttir og Kristín Guðmundsdóttir opnuðu vefmiðilinn eftir að hafa lesið í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 að þörf væri á að markaðssetja Húnaþing vestra betur og stofna vefsíðu fyrir svæðið. Nú er svo komið að þær vilja afhenda keflið til annarra sem áhuga hafa að halda Norðanáttinni gangandi.
Meira

Opnunartími sundlauga um páskahelgina

Nú styttist í páska og verða þá sjálfsagt margir á faraldsfæti. Sundlaugarnar á svæðinu bregðast við með lengri opnunartíma eins og sjá má hér:
Meira

Ungt fólk veit hvað það vill

Ekki var samráð haft við ungt fólk þegar ákveðið var að gera stórvægilegar breytingar á menntakerfinu, stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár og taka í notkun nýtt einkunnakerfi á samræmdum prófum í grunnskólum landsins. Ungt fólk verður fyrir miklum áhrifum af breytingunum. Stytting á námi til stúdentsprófs getur orðið til þess að minni tími gefst til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Breytingarnar hafa líka neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu ungmenna. Þetta er á meðal þess sem fram kom á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór á Hótel Laugarbakka í Miðfirði dagana 5.-7. apríl. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ekki bara framtíðin – ungt fólk, leiðtogar nútímans.
Meira

Grilluð lúða, grillbrauð og tómatsalat.

Nú styttist í sumarið og grilltíminn nálgast óðum. „Við elskum að grilla og grillum nánast allan mat," sögðu Ingibjörg Skarphéðinsdóttir og Sveinn Brynjar Friðriksson í Varmahlíð sem voru matgæðingar vikunnar í 14. tölublaði Feykis árið 2015. Þau gáfu lesendum uppskrift af grillaðri lúðu, grillbrauði og tómatsalati, sem þau sögðu vera mjög góða uppskrift að góðu grillkvöldi.
Meira

Veiðifélög við Húnaflóa lýsa yfir áhyggjum af sjókvíaeldi

Veiðifé­lög við Húna­flóa lýsa yfir þung­um áhyggj­um af þeirri ógn „sem staf­ar af áætl­un­um um hömlu­laust lax­eldi víða um land í opn­um sjókví­um og mót­mæla harðlega fyr­ir­ætl­un­um um stór­fellt lax­eldi á Vest­fjörðum, Aust­fjörðum og í Eyjaf­irði með ógelt­um norsk­um laxa­stofni, sem er í dag mesta nátt­úru­vá ís­lenskra lax- og sil­unga­stofna og veiðiáa um allt land,“ eins og fram kem­ur í álykt­un sem stjórn­ir Veiðifé­lags Laxár á Ásum, Veiðifé­lags Vatns­dals­ár, Veiðifé­lags Blöndu og Svar­tár, Veiðifé­lags Víðidals­ár og Veiðifé­lags Miðfirðinga sendu frá sér í gær.
Meira

Vera og vatnið í Ásbyrgi um páskana

Grímuverðlaunasýningin Vera og vatnið verður í Ásbyrgi á Laugarbakka laugardaginn 15. apríl kl. 14:00. Vera og vatnið er barnasýning eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru þar sem fylgst er með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum. Sýningin, sem er 25 mínútur að lengd, er ætluð börnum á aldrinum eins til sjö ára, og fjölskyldum þeirra. Við sýningartíma bætist leikstund þar sem börnin fá að skoða leikmyndina og hitta veruna Veru.
Meira