V-Húnavatnssýsla

Forsendubrestur í sauðfjárrækt

Nú sér fyrir endann á annasömum tíma í sveitum landsins. Út um allt land hafa vaskir smalar hlaupið uppi fé og rekið heim og dilkar sjaldan verið vænni að hausti. En nú horfir svo við að afurðarstöðvar hafa lækkað verð umtalsvert, eða um það bil 35%, og hafa bændur miklar áhyggjur af lífsafkomu sinni. Þeir sem hafa lagt í fjárfestingar á tækjum og húsakosti sjá fram á að geta ekki greitt af lánum að öllu óbreyttu.
Meira

Prófessor Stefán Óli Steingrímsson

Dr. Stefán Óli Steingrímsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Á vef skólans segir að Stefán Óli hafi starfað við Háskólann á Hólum samfleytt frá 2003, en hann hafði áður unnið hjá Hólaskóla með hléum frá 1993 til 1997. Stefán lauk doktorsprófi í líffræði árið 2004, frá Concordia háskóla í Montreal í Kanada, meistaraprófi frá sama skóla árið 1996 og B.S. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1992.
Meira

Gerum betur í heilbrigðismálum

Eitt af því sem þarf að taka fastari tökum eftir komandi kosningar eru heilbrigðismál. Það er ekki síst mikilvægt fyrir dreifðar byggðir landsins. Skilgreina þarf vandlega hvaða heilbrigðisþjónusta á að vera í boði að lágmarki í öllum byggðarlögum og finna leiðir til að veita þá grunnþjónustu og bæta hana síðan jafnt og þétt. Aðgengi að heilsugæslu og læknum verður að vera tryggt alls staðar á landinu. Það er mikilvægt byggðamál.
Meira

Bananakaka Georgs og Laugardagspítsan okkar

„Við þökkum góðvinum okkar Valdísi og Baldri fyrir áskorunina. Georg er með mjólkuróþol svo uppskriftirnar taka mið af því. Ég er agalegur slumpari og það er því talsverð áskorun að skrifa niður þessar uppskriftir þar sem ég kann þær orðið utan að og nota því nokkurs konar „bakara-auga“ við baksturinn,“ segir Sigurlaug Ingimundardóttir frá Skagaströnd en hún og Georg sonur hennar voru matgæðingar vikunnar í 40. tbl. Feykis árið 2015.
Meira

Holóttir vegir – hol loforð

Holóttir þröngir malarvegir í rigningu og haustmyrkri eru stórhættulegir yfirferðar. Þessu kynnist maður vel nú á ferðum um kjördæmið í aðdraganda enn einna kosninganna. Þessir holóttu vegir bera gott vitni um hinn hola hljóm sem hefur verið í loforðum fyrir hverja kosningu á síðustu árum og áratugum. Það skiptir víst litlu máli þótt kosningar sé haldnar árlega, jafnvel oftar. Vegirnir eru áfram holóttir og áfram hljóma hol kosningaloforð.
Meira

Flutningur sjúkra í uppnámi

Ein mestu verðmæti hverrar þjóðar er félagsauðurinn sem hún býr yfir. Hér er um að ræða öll þau félög sem sinna margs konar verkefnum til að auka lífsgleði og lífsgæði þjóðarinnar. Íslendingar eru svo lánsamir að þessi eiginleiki nánast liggur í blóðinu, enda hefur lífsbaráttan kennt kynslóðunum að hjálpsemi, samvinna og samkennd eru grundvallaratriði til að lifa af í harðbýlu landi.
Meira

Um hvað snúast kosningarnar?

Nú í aðdraganda kosninga erum við frambjóðendur spurðir þeirrar spurningar hvað þeirra flokkur standi fyrir og hvað þeir sem einstaklingar ætli að leggja áherslu á nái þeir kjöri til setu á alþingi. Stóru mál Framsóknarflokksins fyrir þessar kosningar eru skýr: Við viljum auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu fasteign. Við leggju til að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðakaup.
Meira

Húnaþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður fá byggðastyrk til lagningar ljósleiðara

Samgönguráðherra hefur ákveðið að ráðstafa sérstökum 100 milljón króna byggðastyrk fyrir árið 2018 til að auðvelda strjálbýlum sveitarfélögum að standa straum af lagningu ljósleiðara líkt og gert var fyrir árið 2017. Húnþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður eru meðal 14 sveitarfélaga sem eiga kost á styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Sjái sveitarfélag sér ekki fært að fara í framkvæmdir á árinu getur óráðstafaður styrkur safnast upp og færst til ársins 2019.
Meira

Stéttarfélög bjóða frítt á námskeið

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða og SFR ætla að gera vel við félagsmenn sína og bjóða þeim frítt á námskeið hjá Farskóla Norðurlands vestra. Félagsmenn annarra stéttarfélaga eru einnig velkomnir á námskeiðin en mörg þeirra styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af verði námskeiða. Þau námskeið sem um ræðir eru: Fljóta – slaka – njóta; konfektgerð; næringarfræði fyrir fróðleiksfúsa og iPad–námskeið.
Meira

Bókarkynning á bókasafninu á Hvammstanga

Föstudaginn 20. október kl. 17:00 verður haldin bókarkynning á Bókasafni Húnaþings vestra þar sem Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur á Hvammstanga, kynnir nýútkomna bók sína, Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Boðið verður upp á léttar veitingar og bókin verður til sölu á sérstölum kjörum.
Meira