V-Húnavatnssýsla

Varúð á vegum

Veturinn rankaði nú loks við sér og ákvað að minna á að hann er enn við völd með því að senda okkur smá snjókomu í gær og fyrradag. Því eru vegir nú hálir um allan landshlutann og vissara að fara varlega. Hann hefur verið heppinn, bílsjtórinn á þessum bíl að ekki fór verr en hann lenti utan vegar í grennd við bæinn Gröf í Vestur Húnavatnssýslu.
Meira

Er styrkur í þér? – Seinni úthlutun 2017

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra og Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra vilja minna á að nú er seinna úthlutunarferlið vegna styrkveitinga úr sjóðunum fyrir árið 2017 í fullum gangi
Meira

Fyrrihluti mánaðar verður rysjóttur

Í gær komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 13:50 og voru fundarmenn tólf talsins. Fundinum lauk kl. 14:20. Almenn ánægja var með hvernig til tókst með veðurspá fyrir mars. Öll frávik voru innan skekkjumarka eins og fræðingarnir segja.
Meira

Sauðfjárbændur samþykkja stefnu samtakanna til 2027

Bændur ætla að kolefnisjafna allt íslenskt lambakjöt Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, sem haldinn var í Bændahöllinni við Hagatorg 30. og 31. mars 2017, hefur samþykkt stefnu samtakanna til ársins 2027. Hún er í tíu liðum og í henni felst meðal annars að kolefnisjafna skuli alla greinina eins fljótt og auðið er. Einnig er stefnt að því að allar afurðir skuli vera rekjanlegar, samtökin sjálf skuli setja sér umhverfisstjórnunarstefnu og svo mætti áfram telja.
Meira

Ljúffengar tortillur og frönsk eplakaka

Í 13 tölublaði Feykis árið 2015 voru þau Jóhann Sigurjón Jakobsson og Bergþóra Sveinbjörnsdóttir á Blönduósi matgæðingar vikunnar. „Við erum ekki beint stórtæk í eldhúsinu en við grípum stundum í uppskriftir sem eru annaðhvort á netinu eða í bókinni „Læknirinn í eldhúsinu“ sem við fengum að sérstakri gjöf frá Sigurði Ólafssyni, húnvetnskum óðalsbónda í Kjós, hér eru tvær sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur,“ segja þau.
Meira

1. apríl senn liðinn og rétt að leiðrétta falsfréttir

Feykir óskar öllum ánægjulegs aprílmánaðar með vorkomu og skemmtilegheitum í vændum. Brugðið var á leik og reynt að kæta fólk sem fór inn á Feyki.is og sagðar nokkrar fréttir sem stóðust ekki sannleiksprófið. Þær eru eftirfarandi:
Meira

Ljóð dagsins

Ljóð dagsins er eftir Andra Snæ Magnason og hljóðar svo:
Meira

Engar gabbfréttir í dag

Feykir hefur ákveðið að feta í fótspor fjölmiðla í Noregi og Svíþjóð, þar á meðal NRK, VG og Aftenposten, sem ætla að sleppa hefðbundnu aprílgabbi í dag. Á Rúv segir að umræðan um falsfréttir hafi haft áhrif á þessa ákvörðun; margir óttast að gabbfréttir muni breiðast út og verða deilt sem sannleika á samfélagsmiðlum. Feykir tekur heilshugar undir þetta og mun ekki birta ósannar fréttir í dag!
Meira

Hreinsun í Húnaþingi - bílana burt

Eitthvað hefur borið á því undanfarið að númerslausar bifreiðar „prýði“ götur og lóðir á Hvammstanga og Laugarbakka. Nú mega eigendur þeirra eiga von á því á næstunni að þeim berist áminning frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra um að þær skuli fjarlægðar fyrir 20. apríl nk.
Meira

Norræn hvalaskoðun á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum býður alla velkomna heim að Hólum á erindi í fyrirlestrarröðinni Vísindi og Grautur þriðjudaginn 4. apríl nk. klukkan16.00. Þar mun dr. Hin Hoaram-Heemstra, lektor við Viðskiptaháskólann Nord ræða um nýsköpunarreynslu af norrænna hvalaskoðun.
Meira