V-Húnavatnssýsla

Gleðilegt sumar

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.
Meira

Lóuþrælar fagna vori

Karlakórinn Lóuþrælar heldur vortónleika sína í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, síðasta vetrardag, og hefjast tónleikarnir kl. 21:00.
Meira

Öflugt umferðareftirlit skilaði áfallalausri páskahelgi í umferðinni

Lögreglan á Norðurlandi vestra var með öflugt umferðareftirlit um páskahelgina frá miðvikudegi fram á mánudag. Alls voru 134 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu á umræddu tímabili en alls hafa 227 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur það sem af er aprílmánuði. Sá sem hraðast ók var mældur á 144 km hraða.
Meira

Samgönguáætlun í algeru uppnámi

Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á stjórnvöld að finna lausn á þeim brýna vanda sem skapast hefur í samgöngumálum á landinu og deilir áhyggjum sínum með byggðaráði sem segir m.a. að ekki sé aðeins um öryggismál að ræða fyrir íbúa og ferðamenn á landinu heldur einnig brýnt byggðamál þar sem langlundargeð íbúa þar sem ástandið er verst sé fyrir löngu þrotið.
Meira

Fermingin og undirbúningur hennar með því skemmtilegasta við starfið

Séra Halla Rut Stefánsdóttir er sóknarprestur á Hofsósi og þjónar auk þess fimm öðrum sóknum í nágrenninu. Í vor mun hún ferma sex börn í fimm athöfnum. Halla segir ferminguna og fermingarundirbúninginn skipta börnin miklu máli og hún er ekki sammála því sem oft er haldið fram að börnin fermist aðallega vegna gjafanna.
Meira

Breyting á fyrirkomulagi nýliðunarstyrkja

Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum vegna breytts nýliðunarstuðnings sem veittur er til fjárfestinga í búrekstri. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Framlög til nýliðunarstuðnings beinast að einstaklingum í eigin nafni eða til lögaðila sem nýliði á a.m.k. 25% hlut í.
Meira

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska

Páskadagur (Dominica Resurrectionis Domini) er sunnudagur í páskum, en páskar eru haldnir fyrsta sunnudag eftir að tungl verður fullt næst eftir vorjafndægur. Samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á páskum gyðinga sem María Magdalena og María móðir Jakobs (Markúsarguðspjallið 16. kafla) sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum, samkvæmt WikiPedia. Kristnir menn halda þess vegna páskadaginn sem gleði og fagnaðardag. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar.
Meira

KS hækkar verð til bænda vegna sölu á hrossakjöti til Japan

Kaupfélag Skagfirðinga hækkaði skilaverð til bænda á hrossakjöti um síðustu mánaðamót vegna aukinnar sölu til Japan. Verð fyrir kílóið af fullorðnum hrossum hækkar úr 70 krónum í 105 krónur fyrir kílóið. Þetta kemur fram í Bændablaðinu og á Bbl.is.
Meira

Besta súpa í heimi og bleikja í ofni

Það voru þau Þórey Edda og Guðmundur Hólmar á Hvammstanga sem áttu uppskriftir í 15. tölublaði Feykis árið 2015. Þau buðu upp á aspassúpu með humri og bleikju í ofni. „Einfaldlega besta súpa í heimi. Sem sagt, þetta er súpan sem er alltaf á jólunum hjá okkur en er auðvitað í lagi að hafa við önnur tilefni. Nú þegar sumarið nálgast hentar vel að hafa uppskrift af bleikju í ofni við höndina. Einföld og góð,“ segja Þórey Edda Elísdóttir og Guðmundur Hólmar Jónsson.
Meira

Sendur á eftir fénu í sláturhúsið

Áskorendapenni - Guðmundur Jónsson Hvammstanga
Meira