V-Húnavatnssýsla

Þekkir þú þennan bæ

Meðfylgjandi mynd hefur verið til umræðu á Facebook-síðunni, „gamlar ljósmyndir“ og var Feykir beðinn um að athuga hvort lesendur gætu glöggvað sig á henni. Myndin var tekin um 1897 af Johannes Klein, dönskum málara sem var á ferð um Ísland og sögð tekin í Austur-Húnavatnssýslu. Myndin hefur þegar birst á Húna en engar hugmyndir hafa komið frá lesendum um hvar bærinn sé.
Meira

Lóuþrælar í Seltjarnarneskirkju

Karlakórinn Lóuþrælar, úr Húnaþingi vestra, mun heiðra höfuðborgarbúa með nærveru sinni um helgina og syngja vorið í borgina. Í Seltjarnarneskirkju munu kórfélagar þenja raddböndin á tónleikum sem fram fara laugardaginn 8. apríl og hefjast kl. 14:00.
Meira

Kortlagning skapandi greina á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa samið við Þuríði Helgu Jónasdóttur, MA í hagnýtri menningarmiðlun, um að gera úttekt á umfangi skapandi greina á Norðurlandi vestra. Markmiðið með verkefninu er að taka saman yfirlit um umfang skapandi greina og menningarlífs á Norðurlandi vestra. Um er að ræða upplýsingar um söfn og setur, sviðslistir, bóka- og skjalasöfn, tónlistarstarfsemi, listamiðstöðvar, húsnæði, gallerí, hönnuði, listamenn og margt fleira.
Meira

Óþolandi þegar fólk tekur sér það bessaleyfi að snerta mann á óviðeigandi hátt

Mikið hefur verið rætt um dónakarla og – kerlingar undanfarið í kjölfarið á því að söngkonan Salka Sól ritaði orðsendingu á Tvitter til manns sem áreitti hana kynferðislega er hún var á leið upp á svið á árshátíð þar sem hún var að skemmta. Margir hafa stigið fram og sagt álíka sögur og m.a. segir söngkonan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir á fébókarsíðu sinni frá dónaskap og óvirðingu sem bæði karlmenn og konur hafa sýnt henni.
Meira

Bjarni sat ekki auðum höndum á Alþingi

Bjarni Jónsson, varþingmaður Vinstri grænna, hefur lokið setu sinni á Alþingi í bili en hann tók sæti fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í upphafi liðinnar viku. Hann nýtti tímann vel því á þessum stutta tíma flutti hann jómfrúarræðu sína í sérstakri umræðu um skipulag haf- og strandsvæða og var hann fyrsti flutningsmaður 16 fyrirspurna til ráðherra og meðflutningsmaður að einni.
Meira

Degi barnabókarinnar fagnað

Dagur barnabókarinnar er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi H.C. Andersen sem er 2. apríl. IBBY á Íslandi, félagasamtök um barnabókmenntir og barnamenningu á Íslandi, hafa undanfarin ár fagnað deginum með því að færa íslenskum grunnskólanemendum sögu að gjöf sem lesin er samtímis um allt land. Sagan sem nú verður lesin heitir Stjarnan í Óríon og er eftir Hildi Knútsdóttur. Þar sem 2. apríl í ár ber upp á sunnudag verður sagan frumflutt í öllum grunnskólum landsins á morgun, fimmtudaginn 30. mars, kl. 9:10. Sagan verður samtímis flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir.
Meira

Fátækt – smánarblettur á ríkri þjóð!

Umræðan um fátækt fólk kemur alltaf reglulega upp á yfirborðið. Öll erum við sammála um að sá er veruleikinn og einnig að það sé ekki líðandi að tæp 10 % barna líði skort á Íslandi. En það virðist vera með fátækt í íslensku samfélagi eins og óhreinu börnin hennar Evu. Enginn vill vita af fátæktinni þrátt fyrir að 7 til 9 % þjóðarinnar búi við þetta böl og um 5.000 manns við sára fátækt.
Meira

Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu

Í hádegisfréttum útvarps kom fram að vorboðinn okkar, lóan, er komin til landsins og er á meðalkomutíma sem er 23. mars. Venjulega fyllir það okkur kæti þegar farfuglarnir fara að flykkjast til landsins en nú fylgir böggull skammrifi þar sem töluverðar líkur eru taldar á að afbrigði af fuglaflensuveiru geti borist með þeim til landsins. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir:
Meira

Spyr ráðherra hver staða Alexandersflugvallar á Sauðárkróki sé

Bjarni Jónsson varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hefur sent fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um Alexandersflugvöll á Sauðárkróki. Hann segir í samtali við Feyki hafa áhyggjur af framtíð vallarins og notkun hans. M.a. hafi það gerst að keyra hafi þurft sjúklinga til Akureyrar til að koma í sjúkraflug. Það sé ekki boðlegt með flugvöll á svæðinu.
Meira

Ófært um Öxnadalsheiði

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú ófært á Öxnadalsheiði og hefur veginum verið lokað vegna óveðurs. Á flestum aðalleiðum í Húnavatnssýslum er hált en hálkublettir á vegum í Skagafirði. Fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerrðarinnar, vegagerdin.is.
Meira