Grjóthleðslunámskeið á Reykjum í Hrútafirði
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
13.10.2017
kl. 15.00
Á vef Húnaþings vestra er greint frá því að þann 29. október mun Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna standa fyrir grjóthleðslunámskeiði. Það verður haldið á Reykjum í Hrútafirði í tengslum við varðveislu fallbyssustæðis frá tímum hernámsins sem er í fjörunni við hlið safnsins. Hlaðinn verður frístandandi, boginn skjólveggur vestan við byggðasafnið við hlið fallbyssustæðisins og er ætlunin að búa til fallegt útivistarsvæði ásamt því að miðla grjóthleðslukunnáttu til áhugasamra.
Meira
