V-Húnavatnssýsla

Grjóthleðslunámskeið á Reykjum í Hrútafirði

Á vef Húnaþings vestra er greint frá því að þann 29. október mun Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna standa fyrir grjóthleðslunámskeiði. Það verður haldið á Reykjum í Hrútafirði í tengslum við varðveislu fallbyssustæðis frá tímum hernámsins sem er í fjörunni við hlið safnsins. Hlaðinn verður frístandandi, boginn skjólveggur vestan við byggðasafnið við hlið fallbyssustæðisins og er ætlunin að búa til fallegt útivistarsvæði ásamt því að miðla grjóthleðslukunnáttu til áhugasamra.
Meira

Eftirvænting á Hvammstanga

Mikil eftirvænting ríkir nú á Hvammstanga og ekki að ástæðulausu því að á morgun, laugardaginn 14. október, fær Körfuknattleiksliðið Kormákur sem spilar í þriðju deild, Íslandsmeistara KR í heimsókn í 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ.
Meira

Listi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í lok október. Listinn endurspeglar þann breiða hóp sem að framboðinu stendur; fólk úr viðskiptalífinu, menntamálum og matreiðslu. Frambjóðendurnir eru á öllum aldri, með ólíka reynslu að baki en sameiginlega sýn á framtíð Íslands. Listinn er fléttaður konum og körlum til jafns og er leiddur af Gylfa Ólafssyni, heilsuhagfræðingi og aðstoðarmanni fjármála- og efnahagsráðherra.
Meira

Kynningarfundur um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Frá þessu er sagt á vef SSNV . Fundirnir verða haldnir þriðjudaginn 17. október, sá fyrri á Hótel Laugarbakka klukkan 10:30 – 12:00 og síðari fundurinn verður haldinn á Hótel Varmahlíð kl. 14:00 – 15:30.
Meira

Ókeypis heilsufarsmæling á Norðurlandi vestra

Í næstu viku verður íbúum Norðurlands vestra boðið upp á ókeypis heilsufarsmælingu á vegum forvarnarverkefnisins SÍBS Líf og heilsa. Það er SÍBS ásamt Hjartaheill, Samtökum lungnasjúklinga og Samtökum sykursjúkra sem standa að verkefninu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðin þátttaka í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.
Meira

Heimilt að fjarlægja bíla í slæmu ástandi af einkalóðum

Á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að í nýjum úrskurði úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindanefndar, sem kveðinn var upp þann 3. október síðastliðinn, komi það skýrt fram að heilbrigðiseftirlitið hafi heimild til að fjarlægja númerslausa bíla á einkalóðum, á þeirri forsendu einni að um sé að ræða lýti á umhverfinu. Þar segir að úrskurðað hafi verið í kærumáli á hendur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja sem fjarlægt hafi númerslausan, ryðgaðan bíl í slæmu ástandi af einkalóð.
Meira

Framtíð Vestfjarða er björt

Líf okkar sem búum á Vestfjörðum er eftirsóknarvert og mörg tækifæri eru í farvatninu til að efla samfélagið. Tækifærin felast fyrst og fremst í auðugri náttúru okkar í bland við hugvit og sköpun fólksins sem hér býr. Ég fullyrði að það sé ansi langt síðan svo bjart hafi verið yfir samfélaginu okkar. Við upplifum nú vaxandi þrótt eftir mörg mögur ár sjávarbyggða í tilvistarkreppu, gjaldþrot fiskvinnsla, kvóta sem seldur var hæstbjóðanda og fólksflótta. Nú er staðan önnur víðast hvar á Vestfjörðum, þó enn séu fámennustu byggðirnar í vanda. Ný tækifæri í ferðaþjónustu, menntun og fiskeldi hafa gjörbreytt trú fólks á samfélagið.
Meira

And­lát: Pálmi Jóns­son á Akri

Pálmi Jónsson á Akri, bóndi og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 9. október. Hann var fæddur 11. nóvember 1929 á Akri í Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna þar, Jóns Pálmasonar, bónda, alþingismanns og ráðherra, og Jónínu Valgerðar Ólafsdóttur, húsfreyju.
Meira

Réttað í Víðidalstungurétt - Myndasyrpa

Réttað var í Víðidalstungurétt um helgina í prýðis veðri og samkvæmt venju mætti fjöldi gesta og fylgdist með bændum koma hrossum sínum í rétta dilka. Að sjálfsögðu var Anna Scheving mætt í réttina með myndavélina og kom svo aðeins við á Stóru-Ásgeirsá og myndaði þar kisu, geitur og nokkra graðfola hjá Magnúsi bónda.
Meira

Kynningarfundur um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þriðjudaginn 17. október. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka kl. 10:30 – 12:00 og sá seinni á Hótel Varmahlíð kl. 14:00 – 15:30
Meira