V-Húnavatnssýsla

Héraðsþing USVH 2017

Héraðsþing USVH var haldið í Félagsheimilinu Víðihlíð miðvikudaginn 15. mars og sá ungmennafélagið Víðir um utanumhald þingsins að þessu sinni.
Meira

KS-Deildin - BREYTING

Töltkeppni KS-Deildarinnar hefur verið flýtt til þriðjudagsins 21. mars og hefst kl 19:00. Ráslisti verður birtur á mánudaginn. - Stjórn Meistaradeildar Norðurlands.
Meira

Er styrkur í þér?

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra hefur tilkynnt um að umsóknar- og úthlutunarferli vegna styrkveitinga úr sjóðnum sé að hefjast og er kastljósinu beint að atvinnuþróun og nýsköpun.
Meira

Norðlendingar stigahæstir í Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum

Lið FNV gerði sér lítið fyrir og vann stigakeppnina á Framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum sem fram fór sl. laugardag í Samskipahöllin Kópavogi. Liðið var skipað þeim Sigríði Vöku Víkingsdóttur, Guðmari Frey Magnússyni, Ásdísi Ósk Elvarsdóttur, Viktoríu Eik Elvarsdóttur og Unni Rún Sigurpálsdóttur. Með þeim á myndinni er Arndís Brynjólfsdóttir kennari þeirra.
Meira

Birnur á Hvammstanga sigursælar

Kvennalið Kormáks á Hvammstanga í blaki, Birnurnar, gerði góða ferð suður á Álftanes um helgina á hraðmót sem haldið var til styrktar kvennalandsliðinu í blaki. Alls var keppt í sex deildum og voru reglur frábrugnar því sem venja er þar sem spilað var upp á tíma en ekki til stiga eins og venja er.
Meira

Tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands í líffræði

Mikael Snær Gíslason, nemandi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands í líffræði, en Ólympíukeppnin fer fram í Englandi í sumar. Hann hafnaði í 3. sæti í úrslitakeppninni sem fram fór um liðna helgi.
Meira

Ökumenn eins og beljur að vori!

Óhætt er að segja að vegfarendur á Norðurlandi vestra hafi sprett úr spori um helgina en á Facebooksíðu lögreglunnar segir að þeir hafi hagað sér líkt og beljur að vori. Þannig höfðu 30 ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur seinni part föstudags og í gær hafði á þriðja tug ökumanna fengið að líta stöðvunarljósin.
Meira

Framsagnarkeppni í Húnavatnsþingi

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin þriðjudaginn 7. mars í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Keppendur voru tíu frá fjórum skólum, Höfðaskóla á Skagaströnd, Blönduskóla á Blönduósi, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Keppnin er tileinkuð Grími heitnum Gíslasyni, fréttaritara og bónda frá Saurbæ í Vatnsdal, og er hún jafnframt liður í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin er um allt land og miðar að því að vekja athygli og glæða áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði.
Meira

Parmaskinkusalat og grillaðir þorskhnakkar

„Uppskriftirnar eru hugdettur og samtíningur úr ísskápnum eftir matarlöngun hverju sinni og eru gerðar eftir tilfinningu og smekk, oftast erum við frekar kærulaus í eldhúsinu og sullum bara einhverju saman sem okkur finnst gott og langar í, það þarf ekki alltaf uppskriftir. Þær tilraunir hafa oftar en ekki tekist og þessar hafa staðið upp úr,“ segja Arnrún Bára Finnsdóttir og Kristján Ásgeirsson Blöndal frá Blönduósi sem voru matgæðingar vikunnar í 10. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Þriðjudagstungl annað hvort góð eða vond

Þriðjudaginn 7. mars 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Hófst hann kl. 14:00 og stóð yfir í 25 mínútur. Fundarmenn voru alls 14 talsins. Klúbbfélagar fóru yfir veðurspá febrúarmánaðar og var almenn ánægja með hvernig sú spá gekk eftir og segja má að veðurbreytingar sem ráð var fyrir gert hafi staðist nánast upp á klukkutíma.
Meira