feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.03.2017
kl. 09.20
Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin þriðjudaginn 7. mars í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Keppendur voru tíu frá fjórum skólum, Höfðaskóla á Skagaströnd, Blönduskóla á Blönduósi, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga.
Keppnin er tileinkuð Grími heitnum Gíslasyni, fréttaritara og bónda frá Saurbæ í Vatnsdal, og er hún jafnframt liður í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin er um allt land og miðar að því að vekja athygli og glæða áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði.
Meira