V-Húnavatnssýsla

Minnt á reglur um útivistartíma barna

Lögreglan á Norðurlandi vestra minnir á reglur um útivistartíma barna en kveðið er á um hann í 92. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem segir:
Meira

Nemendur rafiðna fá spjaldtölvur gefins

Í gær komu þau Bára Halldórsdóttir, frá fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og Ásbjörn Jóhannesson, framkvæmdastjóri SART, færandi hendi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda nemendum á fyrsta ári í grunndeildar rafiðna spjaldtölvur til eignar en Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins og Rafiðnaðarskólinn sjá um að allir nemendur þeirra skóla sem kenna rafiðnir eignist slík tæki.
Meira

Þú kemst þinn veg er gestasýning LA í október

Leikfélag Akureyrar laðar að gestasýningar á hverju leiksári sem auka fjölbreytni, dýpka leikhúsupplifun og auðga leikhúslíf hér norðan heiða. Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að nýlokið sé sýningum á Hún pabbi í Samkomuhúsinu og voru viðtökurnar frábærar og sýningin vel sótt. Þann 15. október verður tekið á móti Þú kemst þinn veg sem er frelsandi og fyndin heimildarsýning sem veitir einstaka innsýn í lífsbaráttu manns með geðsjúkdóm.
Meira

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra úthlutar styrkjum

Nýlega var úthlutað styrkjum úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Fjárhæðin, sem nam tveimur milljónum króna, skiptist milli þriggja verkefna en alls bárust fjórar styrkumsóknir.
Meira

Vill leiða lista Pírata í komandi kosningum

Eva Pandora Baldursdóttir þingmaður Pírata hefur tilkynnt að hún sækist eftir að leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Eva Pandora 27 ára Skagfirðingur, viðskiptafræðingur að mennt en hefur einnig stundað nám í menningarstjórnun og er nú að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu.
Meira

Haustlitaferð um Skagafjörð

Farið var í hina árlegu Haustlitaferð sem prestarnir í Húnaþingi bjóða eldriborgurum á hverju hausti. Að þessu sinni var farið í Skagafjörðinn og húsbændur á Miklabæ, Löngumýri og Kakalaskála við Kringlumýri voru heimsóttir. Anna Scheving á Hvammstanga var með í för og að sjálfsögðu var myndavélin við höndina.
Meira

Agnes hlaut fjórtán ára fangelsisdóm

Sl. laugardag stóð Lögfræðingafélag Íslands fyrir vettvangsferð á slóðir síðustu aftökunnar á Íslandi og réttuðu á ný í máli Friðriks Sigurðssonar og Agnesar Magnúsdóttur sem dæmd voru til dauða fyrir að myrða Natan Ketilsson, bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi, og Pétur Jónsson, vinnumann, þann 13. mars 1928. Sigríður Guðmundsdóttir, 16 ára vinnukona, var einnig dæmd til dauða en var náðuð af kónginum og dæmd í lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin voru að sjálfsögðu sett á svið í Félagsheimilinu á Hvammstanga, bæði til gamans og fróðleiks.
Meira

Góðar undirtektir við starfakynningu

Eins og Feykir fjallaði um fyrir nokkru hefur verið ákveðið að halda svokallaða starfakynningu á vegum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Leitað er til fyrirtækja og stofnana á Norðurlandi vestra á sviði iðn-, verk-, raun- og tæknigreina um að kynna þau störf sem innt eru af hendi á þeirra vinnustöðum fyrir nemendum í eldri bekkjum grunnskólanna á svæðinu svo og nemendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Ennfremur verður kynningin opin foreldrum. Lögð er áhersla á að hér er um starfakynningu að ræða en ekki kynningu á fyrirtækjunum sem slíkum.
Meira

„Stórauknir skattar á búsetu fólks“

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins boðar stórfellda skattheimtu á fjarlægðir frá höfuðborginni eða næsta stórþéttbýli. Samgöngur og flutningskostnaður ráða miklu um samkeppnishæfni búsetu fólks og atvinnureksturs í landinu. Ísland er strjálbýlt land með miklum vegalengdum. Fjarlægðir á milli fólks er eini reginmunurinn á dreifbýli og þéttbýli...
Meira

Birgðir við upphaf sláturtíðar mun minni en í fyrra

Birgðir af kindakjöti síðasta árs þann 1. september 2017 voru 1.063 tonn, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landsambandi sauðfjárbænda. Á sama tíma í fyrra voru brigðirnar 1.262 tonn. Birgðir við upphaf sláturtíðar eru því 16,6% minni á en í fyrra. Frá þessum birgðum munu dragast 500 til 600 tonn áður en nýtt kjöt kemur að fullu á markað en sala á innanlandsmarkaði er um 560 tonn á mánuði að meðaltali. Umframbirgðir af kjöti frá sláturtíðinni haustið 2016 verða því um 500 tonn þegar upp er staðið eða rétt tæplega eins mánaðar sala. Þessar birgðir eru um 5% af heildarframleiðslunni sem eru um 10 þúsund tonn.
Meira