V-Húnavatnssýsla

Mexíkóskt lasagna og Tagliatelle-Kjúklingur

Kolbrún Birna Jökulrós og Þórkatla Björt Sumarrós voru matgæðingar vikunnar í 8. tölublaði Feykis árið 2015. Þær buðu upp á Mexíkóskt lasagna og Tagliatelle-Kjúkling og Toblerone-ís í eftirrétt. „Okkur systrunum finnst rosalega gaman að dúlla okkur í eldhúsinu og finnst okkur báðum mjög gaman að því að elda og baka. Við gleðjum stundum foreldra okkar þegar þeir koma úr fjósinu og þá erum við búnar að skella einhverju einföldu í eldfast mót og í ofninn, þá erum við langflottastar,“ segja Kolbrún Birna Jökulrós og Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardætur, sælkerar vikunnar frá Birkihlíð í Skagafirði.
Meira

NORÐLENSKAR KONUR Í TÓNLIST -í sparifötunum!

Tónleikaröð norðlenskra kvenna í tónlist sem tileinkuð var lofti, sjó og landi sló heldur betur í gegn síðastliðið haust. Tónlistarkonurnar fylltu hvert húsið á fætur öðru og hlutu mikið lof fyrir skemmtilega og einlæga nálgun á lögum tengdum sjómennsku, sveitarómantík og hernámsárunum. Laugardaginn 25. febrúar kl. 20.00 munu tónlistarkonurnar stíga á svið í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi og flytja brot af því besta úr tónleikaröðinni. Sjómannavalsinn, Sveitaball og Það er draumur að vera með dáta eru meðal þeirra laga sem munu hljóma.
Meira

Foráttuveður í aðsigi

Búist er við foráttuveðri um land allt í dag og er nú þegar farið að hvessa á sunnanverðu landinu. Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt með snjókomu og síðar rigningu um landið suðvestanvert og stormi eða roki (20-28 m/s) víða síðdegis. Veðrið ætti að ná hámarki fljótlega eftir hádegi suðvestanlands en seinnipartinn í öðrum landshlutum. Milli kl. 16 og 17 er reiknað með að fari að lægja og draga úr vætu, fyrst á Reykjanesi og fljótlega eftir miðnætti muni skilin ganga norðaustur af landinu.
Meira

Artemisia og Korgur sigruðu í fjórgangi

Fyrsta keppniskvöld KS deildarinnar fór fram í gærkvöldi í reiðhöllinni á Sauðárkróki og var keppt í fjórgangi. Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli stóðu uppi sem sigurvegarar eftir að hafa leitt forkeppnina með einkunnina 7,23. Í úrslitum hlutu þau einkunnina 7,50 sem dugði til sigurs eins og áður sagði. Þetta er annað árið í röð sem þau sigra þessa grein.
Meira

Isolation Game Jam leikjasmiðja á Kollafossi í sumar

Síðastliðin þrjú ár hefur fólk allstaðar að úr heiminum ferðast til norðvestur Íslands á sveitabæinn Kollafoss í Húnaþingi vestra með tvennt í huga; að klappa lömbum og búa til leiki. Í ár verður þeim sið haldið áfram, þar sem Isolation Game Jam leikjasmiðjan verður haldin 7. til 11. júní næstkomandi. Miðasala opnar á heimasíðu smiðjunnar fyrsta mars næstkomandi.
Meira

Rausnarleg gjöf frá Björgunarsveitinni Húnar frá Hvammstanga

Björgunarsveitarmenn verða seint kallaðir eiginhagsmunaseggir enda öll sú vinna sem menn og konur leggja í þar til gerð félög sjálfboðaliðastörf og oftar en ekki er mikið álag á þeim við að koma náunganum til hjálpar í hvaða veðri og aðstæðum sem er.
Meira

KS deildin í hestaíþróttum hefst í kvöld – konurnar í meirihluta keppenda

Fyrsta keppni KS-Deildarinnar hefst í kvöld kl 19:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli sigruðu þessa grein glæsilega í fyrra og mæta þau aftur í höllina á morgun. Athygli vekja ungar hátt dæmdar hryssur sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni. Þarna eru líka reyndir keppnishestar og gefur ráslistinn góð fyrirheit um spennandi keppni.
Meira

Einar Örn Gunnarsson söng til sigurs

Söngkeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var haldin á sal skólans föstudaginn 17. febrúar sl. fyrir fullu húsi áhorfenda. Ellefu flytjendur fluttu tíu lög, hvert öðru betra, eins og segir á vef skólans. Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, sem sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, flutti lag sem gestur og vann hug og hjörtu áhorfenda.
Meira

Ferðamálafréttir af Norðurlandi vestra

Davíð Jóhannsson, ráðgjafi á sviði ferðamála hjá SSNV, hafði samband og óskaði eftir að eftirfarandi upplýsingum yrði komið á framfæri:
Meira

Brúðuleiksýningin Tröll í Bifröst á morgun

Brúðuleiksýningin Tröll, sem er ljóðrænt og heillandi brúðuleikhús fyrir börn, verður sýnt í Bifröst á morgun klukkan 17. Það er brúðuleikhúsið Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Hvammstanga, sem setur upp sýninguna.
Meira