V-Húnavatnssýsla

Formaður Dögunar í útgerð

Happafleyið Leiftur SK 136 frá Sauðárkróki hefur fengið nýja eigendur þar sem Jón Gísli Jóhannesson sjómaður á Hofsósi og Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra og formaður Dögunar hafa keypt það af Ragnari Sighvats útgerðamanni á Króknum.
Meira

Sálfræði- og geðhjálp á netinu

Tölum saman, er nýtt úrræði á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og Dags Bjarnasonar geðlæknis sem miðar að því að auka aðgengi almennings, þá sérstaklega fólks á landsbyggðinni, að gagnreyndri sálfræðimeðferð og ráðgjöf. Um er að ræða fjarþjónustu þar sem viðtal við sálfræðinginn fer fram með öruggum hætti í gegnum myndfundi á internetinu með forritinu Kara connect. Að sögn Dags hentar þessi þjónusta einstaklega vel þeim sem hafa ekki tök á, eða kjósa ekki, að nota hefðbundna sálfræðiþjónustu þar sem þarf að ,,heimsækja“ sálfræðinginn.
Meira

Ellefu „framúrskarandi fyrirtæki“ á Norðurlandi vestra

Í fyrradag var formlega tilkynnt hvaða fyrirtæki hefðu komist á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins 2016. Ellefu fyrirtæki á Norðurlandi vestra komust á listann sem í allt telur 642 fyrirtæki eða 1,7% fyrirtækja í landinu sem uppfylltu skilyrði til viðurkenningar.
Meira

Þorrablót á svæðinu skipta tugum

Það hefur vart farið framhjá neinum að þorrinn er genginn í garð. Þorrablótin sem haldin eru á Norðurlandi vestra skipta einhverjum tugum, auk þess sem átthagafélög syðra halda sum hver þorrablót fyrir brottflutta.
Meira

Séstakur byggðastyrkur til lagningar ljósleiðara

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið með vísan til markmiða byggðaáætlunar og umsagnar stjórnar Byggðastofnunar að verja allt að 100 milljónum króna úr fjárveitingu byggðaáætlunar til að styrkja sérstaklega uppbyggingu ljósleiðarakerfis í strjálbýlum sveitarfélögum. Þar af fara 4,3 milljónir í Húnaþing vestra og 9,8 í Sveitarfélagið Skagafjörð, að því er fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins. Þessi fjárveiting kemur til viðbótar 450 m.kr. úthlutun fjarskiptasjóðs til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.
Meira

Margt um manninn á Mannamótum

Mannamót, viðburður á vegum Markaðsstofa landshlutunna,var haldinn í flugskýli Ernis á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudaginn var. Um þrjátíu ferðaþjónustufyrirtæki af Norðurlandi vestra mættu þangað og kynntu starfsemi sína. Var þetta í fjórða sinn sem sýningin var haldin og hafa gestir aldrei verið fleiri.
Meira

Garðfuglahelgi Fuglaverndar um helgina

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 27. - 30. jan. nk. en þá munu áhugasamir þátttakendur fylgjast með garði í einn klukkutíma. Athugendur velja hvaða dag þeir fylgjast með garðfuglunum eftir veðri og aðstæðum. Þátttakendur skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og þá er miðað við mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að talningin miði við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.
Meira

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hættir störfum

Páll Björnsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra hefur sagt starfi sínu lausu en hann hefur gegnt því starfi frá stofnun þess er lögregluembættin á Blönduósi og Sauðárkróki voru sameinuð í ársbyrjun 2015. Páll, sem er komin á 69. aldursár, segist þeirrar skoðunar að menn eigi að hætta störfum áður en þeir verði að gera það við 70 ára aldur. Starfslok hans verða 31. mars nk.
Meira

Húnvetnska liðakeppnin hófst á þorrablóti

Á föstudagskvöldið voru fyrstu keppendurnir í Húnvetnsku liðakeppninni dregnir í lið og haldin keppni án hests. Það var fjólubláa liðið sem vann keppnina og fékk þar með tvö stig inn í mótaröðina.
Meira

Nýjar reglur um veitinga- og gististaði

Gefin hefur verið út, ný reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald á grundvelli breytinga sem gerðar voru á síðasta ári. Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að væntanlega verði helstu áhrif reglugerðarinnar, annars vegar einföldun á leyfisveitingu til minnstu gististaðanna þ.e. heimagistingar og hins vegar að auka umsýslu sveitarfélaga við leyfisveitingar og minnka tekjur þeirra.
Meira