V-Húnavatnssýsla

Beikon- og piparostafylltir hamborgarar og heimabakað hamborgarabrauð.

Um síðustu helgi birtist Matgæðingaþáttur þar sem þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd, buðu upp á humarsúpu og Oreo ostaköku. Hér kemur seinni hlutinn af framlagi þeirra sem eru uppskriftir af beikon- og piparostafylltum hamborgurum og heimagerðu hamborgarabrauði.
Meira

SAUÐFJÁRRÆKT-atvinnugrein eða áhugamál?

Enn og aftur kvörtum við sauðfjárbændur yfir verðlagningu afurðastöðva á innlegginu okkar á hausti komanda. Ástæður er margar segja forsvarsmenn afurðastöðva s. s. að erlendir markaðir eru lokaðir og framleiðslan er langt umfram eftirspurn. Hvernig bregðumst við við? Jú, við förum til stjórnvalda og biðjum um að þeir fari í aðgerðir til að bæta þetta ástand og það strax nú í haust.
Meira

Úrslit íþróttamóts Þyts

Hestaíþróttamót hestamannafélagsins Þyts í Húnaþingi vestra var haldið 18. og 19. ágúst sl. og fór fram forkeppni í tölti í öllum flokkum, T2 og gæðingaskeiði. Á heimasíðu félagsins segir að veðrið hafi ekki leikið við mótsgesti fyrri daginn því hausthretið hafi mætt snemma þetta árið með kalsa rigningu og roki. En seinni dagurinn var fínn veðurlega séð og mun léttara yfir keppendum.
Meira

Þuríður Harpa hyggur á framboð til formanns ÖBÍ

Í nýjasta Feyki er viðtal við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Nýprents á Sauðárkróki, en þar kemur fram að hún hyggi á framboð til formanns Öryrkjabandalag Íslands en kosning um það embætti fer fram í haust. Eins og staðan er nú er hún sú eina sem boðað hefur framboð til embættisins.
Meira

Dýravakt MAST - Ný fésbókarsíða í loftið

Matvælastofnun hefur tekið í notkun nýja Fésbókarsíðu undir yfirskriftinni Dýravakt Matvælastofnunar en tilgangur síðunnar er að skapa gagnvirkan vettvang til að miðla upplýsingum um heilbrigði og velferð dýra milli Matvælastofnunar, dýraeigenda og almennings. Um er að ræða upplýsingagjöf frá stofnuninni til dýraeigenda um dýravelferðarmál og hins vegar með upplýsingagjöf frá almenningi til Matvælastofnunar þegar grunur leikur á illri meðferð á dýrum.
Meira

Lokanir og breytingar hjá sundlaugum og íþróttahúsi

Eitthvað er um breytta opnunartíma og lokanir hjá íþróttamannvirkjum á svæðinu þessa dagana. Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð dagana 23.-27. ágúst þar sem verið er að hreinsa laugina. Aftur verður opnað mánudaginn 28. ágúst en þá hefst vetraropnun sem er svohljóðandi:
Meira

Sigur, tap og jafntefli um helgina

Það var mikið um að vera á fótboltasviðinu um helgina hjá meistaraflokksliðunum á Norðurlandi vestra. Tindastóll krækti í dýrmæt stig með stórsigri á Hetti og kom sér þar með í 7. sæti 2. deildar með 21 stig, jafnmörg og Höttur sem er sæti neðar með lakara markahlutfall. Stólastelpur þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Víkingi Ólafsvík og eru í bullandi fallhættu, Kormákur/Hvöt tapaði líka gegn Árborg en Drangey lék tvo leiki og náði fjórum stigum úr þeim.
Meira

Ljóst að um gríðarlegt tekjutap er að ræða

Byggðarráð Húnaþings vestra ræddi þá erfiðu stöðu sem sauðfjárbændur standa nú frammi fyrir á fundi sínum í dag. Ljóst er að tekjutap bænda verður gríðarlegt komi sú lækkun á afurðaverði sem tilkynnt hefur verið til framkvæmda og hefur það áhrif á samfélagið allt en ekki aðeins sauðfjárbændur. Miðað við boðaða verðlækkun mun heildarverðmæti dilkakjöts í sveitarfélaginu lækka úr 426 milljónum haustið 2016 niður í 281 milljón á þessu hausti og er það lækkun um 145 milljónir króna. Svohljóðandi bókun var lögð fram á fundinum:
Meira

Framleiðsla á mann er hvergi minni en á Norðurlandi vestra

Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, hefur gefið úr skýrsluna Hagvöxtur landshluta 2008-2015 og er þetta í áttunda skipti sem slík skýrsla er unnin. Nokkrar af helstu niðurstöðum skýrslunnar eru að hagvöxtur á tímabilinu mældist 3% á höfuðborgarsvæðinu en 6% utan þess. Framleiðsla jókst mest á Suðurnesjum, Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Lítill vöxtur var á Austurlandi og Norðurlandi vestra og að á Vestfjörðum dróst framleiðsla saman.
Meira

Humarsúpa ala Áslaug og Oreo ostakaka

Matgæðingar Feykis í 32. tölublaði ársins 2015 voru þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd. Þau sendu inn girnilegar uppskriftir; humarsúpu að hætti Áslaugar í forrétt, beikon- og piparostafylltan hamborgara í aðalrétt, ásamt uppskrift af heimagerðu hamborgarabrauði, og loks Oreo ostaköku í eftirrétt.
Meira