V-Húnavatnssýsla

Innköllun á Floridana safa í plastflöskum

Matvælastofnun hefur fengið eftirfarandi upplýsingar frá Heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík um innköllun Ölgerðarinnar á ávaxtasafa, öllum bragðtegundum og öllum dagsetningum. Innköllunin er gerð vegna þess að yfirþrýstingur hefur myndast í flöskunum og valdið nokkrum slysum þegar flöskurnar hafa verið opnaðar.
Meira

Kjúklingaréttur með Ritzkexi og sjúklega gott Nicecream

Matgæðingar vikunnar í 34. tölublaði Feykis árið 2015 voru Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Jón Benedikts Sigurðsson á Hvammstanga. Þau buðu lesendum upp á uppskrift af kjúklingarétti með Ritzkexi í aðalrétt en svokallað Nicecream í eftirrétt.
Meira

Fyrstu réttir um helgina

Nú styttist í göngur og réttir sem eru án efa viðburðir sem margir bíða með eftirvæntingu. Fyrstu réttirnar á Norðurlandi vestra verða á morgun, þann 2. september, þegar réttað verður á fjórum stöðum í Skagafirði og einum í Austur-Húnavatnssýslu. Feykir hefur nú tekið saman lista yfir réttir á svæðinu. Er hann að mestu unninn upp úr Bændablaðinu og er þar tekið fram að ekki sé ólíklegt að eitthvað sé um villur á listanum og eins geti náttúruöflin átt þátt í að breyta fyrirætlunum með stuttum fyrirvara. Ef glöggir lesendur verða varir við rangar dagsetningar væru athugasemdir vel þegnar á netfangið feykir@feykir.is.
Meira

Plastlaus september

Í dag, 1. september, hófst formlega árvekniátakið Plastlaus september. Verkefninu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hve gífurlegt magn af plasti er í umferð og að benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.
Meira

Ályktun fundar sauðfjárbænda

Eins og sagt var frá á Feyki.is í gær stóðu Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði fyrir opnum umræðufundi á Blönduósi í fyrrakvöld. Svohljóðandi ályktun var lögð fyrir fundinn og hún samþykkt.
Meira

Fullt hús á bændafundi á Blönduósi í gærkvöldi

Í gærkvöldi stóðu Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði fyrir opnum umræðufundi sem haldinn var í Félagsheimilinu á Blönduósi þar sem staða sauðfjárbænda var rædd. Á fjórða hundrað manns mættu á fundinn og var þungt yfir fundargestum enda um grafalvarlegt mál að ræða þar sem fyrirhuguð skerðing sláturleyfishafa á afurðaverði gæti valdið allt að 56% launalækkun til bænda. Framsögu á fundinum höfðu þau Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur á rekstrarsviði RML.
Meira

Bókmenntahátíð á Akureyri

Þriðjudaginn 5. september verður Bókmenntahátíð haldin í fyrsta sinn á Akureyri og fer hún fram í Menningarhúsinu Hofi. Dagskrá hennar er unnin í afar góðu samstarfi Menningarfélags Akureyrar og Amtsbókasafnsins á Akureyri við Bókmenntahátíðina í Reykjavík. Bókmenntahátíðin hefst hér norðan heiða degi áður en Bókmenntahátíðin í Reykjavík er sett. Boðið verður upp á tvo viðburði þennan dag með þátttöku rithöfundanna Anne-Cathrine Riebnitzsky og Esmeralda Santiago.
Meira

Funda um stöðu og málefni sauðfjárbænda

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði hafa boðað til til opins umræðufundar um stöðu og málefni sauðfjárbænda um þessar mundir. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi á morgun, miðvikudaginn 30. ágúst kl. 20:00.
Meira

Opinn fundur um stöðu og málefni sauðfjárbænda

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda og Félag sauðfjárbænda í Skagafirði standa fyrir opnum umræðufundi um stöðu og málefni sauðfjárbænda um þessar mundir. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi miðvikudaginn 30. ágúst nk. klukkan 20:00.
Meira

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Alla miðvikudaga í september mun Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga vítt og breitt um landið og er fyrsta gangan 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira