V-Húnavatnssýsla

112 dagurinn í Húnaþingi vestra og á Blönduósi

Á morgun, laugardaginn 11. febrúar, er 112 dagurinn. Á Blönduósi og Hvammstanga verða viðbragðsaðilar með dagskrá í tilefni dagsins.
Meira

Ódýrari skólamáltíðir og síðdegisvistun í Skagafirði og í Húnaþingi vestra

Í síðustu viku greindi feykir.is frá nýlegum samanburði ASÍ á gjaldskrá leikskólanna í stærstu sveitarfélögum landsins. Könnunin náði einnig til gjaldskrár fyrir skólamáltíðir og síðdegisgæslu og útkoman hjá Sveitarfélaginu Skagafirði var einnig jákvæð hvað það snerti.
Meira

Stéttarfélög bjóða á námskeið

Í nýjum námsvísi Farskólans kemur fram að ýmis stéttarfélög bjóða félagsmönnum sínum á námskeið. Þannig bjóða Stéttarfélögin Kjölur, Samstaða og SFR félagsmönnum sínum á þrjú námskeið. Þar er um að ræða skrautskriftarnámskeið, ræktun kryddjurta og ræktun matjurta.
Meira

Arctic Coastline Route - Strandvegur um Norðurland

Verkefnið Arctic Coastline Route eða strandvegur um Norðurland hófst fyrir um einu og hálfu ári síðan sem samstarfsverkefni sveitarfélaganna Skagafjarðar, Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um ferðamannaveg um Tröllaskaga.
Meira

Nýr námsvísir Farskólans

Út er kominn námsvísir Farskólans fyrir vorönn 2017. Að vanda er mikið úrval námskeiða í námsvísinum, af ýmsum toga. Að sögn Halldórs Gunnlaugssonar verkefnastjóra hjá Farskólanum hefur verið mikið um að vera það sem af er þessu ári. Fiskvinnslufólk hefur til að mynda nýtt tímann til að sækja námskeið á meðan verkfall sjómanna stendur yfir og fjöldi námskeiða er í gangi.
Meira

Fríða Eyjólfsdóttir nýr blaðamaður Feykis

Búið er að ráða Fríðu Eyjólfsdóttur í stöðu blaðamanns Feykis sem auglýst var laust til umsóknar fyrir skömmu. Alls sóttu níu manns um stöðuna, þrír karlmenn og sex konur.
Meira

Lífshlaupið hófst í morgun

Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í morgun í Reykjanesbæ. Um er að ræða árlegt heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Allir geta skráð sig til leiks á heimasíðu Lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is.
Meira

63 þúsund þátttakendur í Blóðskimun til bjargar

Viðtökur landsmanna við Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum hafa verið frábærar en nú þegar hafa rúmlega 63 þúsund manns um allt land skráð sig til þátttöku. Þjóðarátakið hófst um miðjan nóvember síðastliðinn þegar 148 þúsund manns á landinu öllu, sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr, fengu boð um þátttöku. Því hafa rúm 42% þeirra skráð sig til þátttöku og hefur rannsókninni þegar borist blóðsýni frá um sjö þúsund þátttakendum.
Meira

Andrea Maya með gull í kúluvarpi

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Íþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi. Keppendur voru alls um 300, þar af fjórir Skagfirðingar og tveir Húnvetningar. Andrea Maya Chirikadzi UMSS gerði sér lítið fyrir og sigraði í kúluvarpi í flokki 14 ára stúlkna.
Meira

Viðskiptaráð leggur til sölu á kirkjum

Viðskiptaráð Íslands hefur lagt til að ríkissjóður losi um eignarhald sitt að þeim 22 kirkjum sem eru í ríkiseigu. Þeirra á meðal eru Barðskirkja í Fljótum, Grafarkirkja á Höfðaströnd, Hóladómkirkja, Auðkúlukirkja í Húnavatnshreppi og Kirkjuhvammskirkja við Hvammstanga.
Meira