V-Húnavatnssýsla

Besta ár í lambakjötssölu frá hruni

Innanlandssala á lambakjöti var 5,2% meiri 2016 en árið á undan samkvæmt nýjum tölum Matvælastofnunnar en alls seldust 6.797 tonn innanlands í fyrra. Í tilkynningu frá Landssamtökum sauðfjárbænda segir að salan hafi ekki verið meiri síðan hrunárið 2008 en samdráttur var í sölunni þrjú ár þar á undan. Erlendir ferðamenn virðast vera komnir á bragðið.
Meira

Kvöldið leggst vel í Hrafnhildi Ýr

Söngkonan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal kemur fram í beinni útsendingu í Voice Ísland í kvöld. „Kvöldið leggst mjög vel í mig,“ sagði Hrafnhildur þegar Feykir hafði samband við hana rétt í þessu. „Mig langar að þakka fyrir allan stuðninginn og minna á að ég kemst ekki áfram nema vera kosin,“ sagði hún ennfremur.
Meira

Bóndadagur markar upphaf þorra

Í dag er bóndadagur sem er jafnframt fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi í 13. viku vetrar, eða á tímabilinu 19.-25. janúar, að forníslensku tímatali. Samkvæmt gömlum heimildum var sú hefð meðal almennings að húsfreyjan færi út kvöldið áður og byði þorrann velkominn og inn í bæ, líkt og um tiginn gest væri að ræða.
Meira

FNV og Háskólinn í Reykjavík hefja samstarf

Kennarar og nemendur í áfanga um tölvuleiki og sýndarveruleika,TÖLE2IG05, eiga nú í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og fyrirtækið Myrkur Software. Samstarfið felst m.a. í aðgangi að verkefnum frá HR.
Meira

Unnið að deiliskipulagi fyrir Kolugljúfur

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur með samþykki landeigenda ákveðið að gera deiliskipulag fyrir Kolugljúfur í Víðidal og aðliggjandi umhverfi. Markmiðið með fyrirhuguðu skipulagi er að bæta aðgengi, upplýsingar, öryggi og umferð ferðamanna um skipulagssvæðið. Það verður m.a. gert með skipulagningu bílastæða, staðsetningu þjónustu-og salernishúss, útsýnispalla, göngubrúa, stíga, skilta og annarra tilheyrandi mannvirkja.
Meira

Sæðingar meðal annars-Bloggsíðan sveito.is

Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur í Víðidalstungu í Húnaþing vestra, opnaði um áramótin skemmtilega bloggsíðu þar sem hún leitast við að lýsa hinu daglega lífi í sveitinni. Feykir fékk leyfi til að vekja athygli á þessu bloggi og birta nýjustu færsluna, sem ber yfirskriftina Sæðingar meðal annars. Á blogginu er líka að finna orðabók sem útskýrir ýmis orð sem tengjast sauðfjárbúskap og upplýsingar um kindurnar á bænum. Gefum Sigríði orðið:
Meira

Úr vörn í sókn

Í upphafi nýs árs óska ég íbúum á Norðurlandi vestra heilla með þeirri von að árið 2017 verði okkur öllum heilladrjúgt.
Meira

Fjölbreytt starfsemi Farskólans í föstudagsþættinum á N4

Í föstudagsþættinum á N4 síðastliðinn föstudag var rætt við Bryndísi Kristínu Þráinsdóttur forstöðumann Farskólans. Þar segir Bryndís frá því fjölbreytta námi sem í boði er á vegum Farskólans. Þar er mikið að gera um þessar mundir, fjöldi námskeiða í gangi og má m.a. nefna fiskvinnslunámskeið, íslenskunámskeið, nám í svæðisleiðsögn sem er að hefjast um þessar mundir og ýmis konar tómstundanámskeið.
Meira

Mótmæla hækkun raforku umfram vísitölu

Á dögunum sendi stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum bókun á iðnaðar- og viðskiptaráðherra þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með þær hækkanir sem hafa orðið á raforku frá 2013 en sú hækkun er langt umfram hækkun á vísitölu að sögn stjórnarinnar. „Svo virðist sem sölufyrirtækin hafi nýtt sér þá staðreynd að hækkun hefur orðið á niðurgreiðslum til íbúa á köldum svæðum og hækkað gjaldskrár sínar óhóflega sem kemur harkalega niður á íbúum sem búa á þeim svæðum,“ segir í bókuninni.
Meira

Gestakomum fjölgar um 44% milli ára

Sagt er frá því á vef Selaseturs Íslands að 44% fjölgun hafi orðið á gestakomum og er það 44% fjölgun frá árinu áður. Árið 2016 komu 39.223 gestir í upplýsingamiðstöð ferðmanna í Húnaþingi vestra, sem staðsett er í Selasetrinu á Hvammstanga. Gestakomurnar urðu flestar í júlí en þá komu 10.809 gestir í upplýsingamiðstöðina.
Meira