V-Húnavatnssýsla

Mældur á 162 km hraða á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar

Það var mikið um að vera Lögreglunni á Norðurlandi vestra síðastliðna viku samkvæmt fésbókarsíðu embættisins en þar hafa umferðarmál komið mikið við sögu. Alls voru 152 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og var sá hraðasti mældur á 162 km/klst á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar þar sem hámarkshraði er 90.
Meira

Vörusmiðja BioPol kynnir aðstöðu fyrir frumkvöðla og framleiðendur

Kynningarfundir vegna starfsemi Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd fara fram í næstu viku en smiðjan hefur öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu. Leyfilegt er þó að vinna með fleira en matvæli s.s. öll hráefni til olíugerðar, í snyrtivörur og eða sápur. Smiðjan mun taka til starfa innan tíðar.
Meira

Styrkir veittir úr Húnasjóði

Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst sl. að veita níu einstaklingum styrk úr Húnasjóði fyrir árið 2017. Húnasjóður hefur það að markmiði að stuðla að endurmenntun og fagmenntun íbúa í Húnaþingi vestra. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttur í þeim tilgangi að minnast starfsemi Alþýðuskóla Húnvetninga sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Úthlutað hefur verið úr sjóðnum frá árinu 2001 að því er segir á vef Húnaþings vestra.
Meira

Mikil blessun fylgdi Hólahátíð í ár

Hólahátíð fór fram um liðna helgi og var hún tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers, með áherslu á siðbót í samtíð. Hátíðardagsskrá setti Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup í Auðunarstofu á föstudaginn en meðal dagsskráliða má nefna þátttökugjörninginn Tesur á Hólahátíð, sem fór fram alla helgina og Tón-leikhúsið á sunnudeginum. Þá lagði hópur fólks upp í Pílagrímsgöngu á laugardagsmorgni frá Gröf á Höfðaströnd, eftir Hallgrímsveginum að Hóladómkirkju.
Meira

Síðasti skráningardagur á Opna íþróttamót Þyts

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 18. - 19. ágúst 2017. Í tilkynningu frá félaginu segir að sráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 15. ágúst, þ.e. í kvöld, inn á skráningakerfi Sportfengs
Meira

Húnaþing vestra býður nemendum ókeypis námsgögn

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur ákveðið að leggja nemendum til námsgögn, þeim að kostnaðarlausu, næsta skólaár.
Meira

Gaman að gefa Íslandsvettlingana til Bandaríkjanna

Prjóna- og handverkskonan Helga Dóra Lúðvíksdóttir á Sauðárkróki sagði frá handavinnunni sinni í 26. tölublaði Feykis á þessu ári. Hún byrjaði ung að prjóna og gafst ekki upp þótt lykkjurnar sætu stundum fastar á prjónunum. Hún hefur líka gaman af mörgu öðru handverki eins og til dæmis steinakörlum og -kerlingum sem hún hefur unnið mikið með.
Meira

Ferðalag heldri Húnvetninga í myndum

Heldri borgarar í Húnaþingi vestra tóku sig saman og renndu yfir Holtavörðuheiði sl. fimmtudag og heimsóttu Borgarfjörð og Hvalfjörð með stoppum hér og þar. Að sögn Önnu Scheving, eins ferðalangsins, var veðrið eins og best verður á kosið og rúsínan í pylsuendanum var kvöldmatur á Hótel Laugarbakka þegar heim var komið.
Meira

Alvarlegur byggðavandi í vændum

Íslenskir sauðfjárbændur horfa fram á þriðjungs lækkun á afurðaverði í haust, í kjölfar nærri 10% lækkunar á síðasta ári. Þessar lækkanir munu koma harkalega niður á sveitum landsins og bitna sérstaklega á yngri bændum. Bændur hafa þegar lagt út í nánast allan kostnað við lambakjötsframleiðslu haustsins og lækkun á afurðaverði er því hrein og klár launalækkun. Þessi launalækkun er 1.800 milljónir króna fyrir stéttina í heild ef hún gengur eftir sem horfir og bætist þá við 600 milljónir sem bændur tóku á sig í fyrra.
Meira

Kristján Bjarni sækir um skólameistara- og rektorsstöðu syðra

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur upplýst hverjir sóttu um stöður skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla og rektors Menntaskólans í Reykjavík. Kristján Bjarni Halldórsson, áfangastjóri við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, er á meðal þeirra.
Meira