Óvíst hvaða lægð stjórni veðrinu næstu daga
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.01.2017
kl. 08.44
Vaxandi norðaustanátt er í kortum Veðurstofunnar fyrir Strandir og Norðurland vestra en í nótt er gert ráð fyrir 15-23 m/s, hvassast á annesjum og Ströndum. Víða snjókoma, en slydda við sjóinn til morguns. Minnkandi vindur og úrkoma síðdegis á morgun. Norðaustan 8-13 og él annað kvöld, en hægari og þurrt að kalla í innsveitum.
Meira