V-Húnavatnssýsla

Málþing um riðuveiki

Annað kvöld 17. janúar klukkan 20:00 verður haldið í Miðgarði í Varmahlíð málþing um riðuveiki. Meðal fyrirlesara verða Stefanía Þorgeirsdóttir líffræðingur á Keldum, Sigrún Bjarnadóttir sérgreinadýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma auk Jóns Kolbeins Jónssonar héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis.
Meira

Hrafnhildur Ýr áfram eftir æsispennandi ofureinvígi í Voice

Söngkonan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal komst áfram í æsispennandi ofureinvígi (Super battle) í The Voice Íslands sem sýnt var í sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Þjálfarinn valdi keppinautinn Tuma áfram en Svala Björgvins „stal“ Hrafnhildi í sitt lið og þjálfarinn Helgi Björns „stal“ keppinautnum Þóri í sitt lið.
Meira

Samstarf leikskóla í Húnavatnssýslum og Strandabyggð

Leikskólarnir Í Húnavatnssýslum og Strandabyggð hafa verið í þróunarverkefninu Málörvun og læsi færni til framtíðar síðastliðin tvö ár. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði, Mennta- og menningamálaráðuneytið. Nú er komið að þeim tímapunkti í verkefninu að foreldrar fái fræðslu um málörvun, boðskipti og læsi.
Meira

Átta sóttu um Fab Lab stöðuna

Fyrir nokkru var auglýst laust starf verkefnastjóra við Fab Lab smiðjuna á Sauðárkróki og sóttu átta manns um stöðuna. Að sögn Hildar Sifjar Arnardóttur upplýsingafulltrúa Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður fljótlega gengið frá ráðningu.
Meira

Hrafnhildur Ýr í Superbattle

Húnvetnska söngdívan, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, mun verða í eldlínunni í sjónvarpsþættinum Voice í kvöld í Sjónvarpi Símans er hún reynir að slá út mótherja sinn í svokölluðu Superbattle. Hrafnhildur er í liði Sölku Sólar og með sigri kemst hún áfram þar sem þættirnir eru sýndir í beinni útsendingu.
Meira

Lykilmaður hjá Keflavík

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var kjörin íþróttamaður USVH fyrir árið 2016 en hún hefur verið lykilmaður hjá Keflavík í Dominos deild kvenna í vetur. Salbjörg byrjaði að æfa körfu í 4. bekk með Kormáki og spilaði með þeim meðan hún var í grunnskóla. Í Feyki þessarar viku er viðtal við Salbjörgu en þar kemur m.a. fram að hún hefur afrekað það að skora sjálfskörfu.
Meira

Senn líður að þorrablótum

Feyki hafa borist eftirfarandi upplýsingar um dagsetningar þorrablóta á Norðurlandi vestra og hjá átthagafélögum Skagfirðinga og Húnvetninga árið 2017. Listinn telur alls fimmtán blót.
Meira

Þjóðsögur og efniviður úr umhverfinu skapa sýninguna Tröll

Í brúðuleikhúsinu Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Norðurlandi vestra, er nú unnið hörðum höndum að uppsetningu á nýju brúðuleikverki sem nefnist Tröll, en það verður frumsýnt á Akureyri 11. febrúar næstkomandi.
Meira

Markvisst verður unnið gegn skattundanskotum, þar með talið í skattaskjólum

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var undirrituð í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. Ný ríkisstjórn leggur áherslu á eflingu velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfa og að stöðugleiki í efnahagslífinu verði festur í sessi til hagsbóta fyrir samfélagið allt eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá flokkunum þremur.
Meira

Málþing um Harald Bessason á 30 ára afmæli Háskólans á Akureyri

Formleg afmælisdagskrá Háskólans á Akureyri hefst föstudaginn 13. janúar með málþingi sem nefnist Haraldur Bessason og mótunarárin. Erindi verða flutt um Harald Bessason sem fræðimann og kennara, svo og fyrstu ár skólans út frá sjónarhóli starfsmanns og nemanda, auk þess sem rektor skólans mun fjalla um framtíðarsýnina.
Meira