V-Húnavatnssýsla

Íslandsmeistaramót í hrútaþukli á Ströndum

Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 20. ágúst. Þá verður í fimmtánda skipti haldið Íslandsmeistaramót í hrútadómum og hefst skemmtunin kl. 14. Þessi íþróttagrein sem í daglegu tali er kölluð hrútaþukl er uppfinning Strandamanna og hefur verið haldin árlega á Sauðfjársetrinu frá árinu 2003. Á síðasta ári mættu um 500 manns til að horfa á keppnina og yfir 70 tóku þátt.
Meira

Hátíð tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers

Hólahátíð 2017 fer fram föstudag til sunnudags, 11. -13. ágúst og verður hátíðin tileinkuð 500 ára afmæli Marteins Lúthers, með áherslu á siðbót í samtíð. Hátíðardagsskrá verður sett af Solveigu Láru Guðmundsdóttur, vígslubiskup í Auðunarstofu á föstudaginn kl.17:00. Á dagsskrá má helst nefna þátttökugjörninginn Tesur á Hólahátíð, sem fer fram alla helgina og Tón-leikhúsið á sunnudeginum kl. 11:00.
Meira

Lilja Rafney vill ræða erfiða stöðu sauðfjárbænda

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð í Norðvesturkjördæmi, hefur farið þess á leit við formann atvinnuveganefndar að boðað verði til fundar í nefndinni við fyrsta tækifæri til að ræða erfiða stöðu sauðfjárbænda sem til er komin vegna yfirlýsinga um lækkun afurðaverðs til þeirra nú í haust.
Meira

Skagfirðingar prúðastir á Unglingalandsmóti

Unglingalandsmóti UMFÍ var slitið í gærkvöldi eftir vel heppnaða helgi á Egilsstöðum. Þegar keppni lauk í kökuskreytingum, sem var vel sótt, tóku við tónleikar kvöldvökunnar með Hildi, Mur Mur og Emmsjé Gauta. Að því loknu tóku við hefðbundin mótsslit ásamt flugeldasýningu á Vilhjálmsvelli. Á mótsslitunum gengu fulltrúar UÍA sem komið hafa að Unglingalandsmótinu fram á völlinn og þökkuðu mótsgestir fyrir sig. Á heimasíðu UMFÍ segir að mótið hafi tekist mjög vel á allan hátt, keppendur og mótsgestir hafi verið til fyrirmyndar. Frábær stemning var hjá öllum fjölskyldum á tjaldstæðum og voru götur bæjarins skínandi hreinar alla mótahelgina.
Meira

Laugardagsrúntur í Húnaþingi vestra

Það var hið ágætasta veður í gær á Norðurlandi vestra og þar sem það var laugardagur í verslunarmannahelgi þótti blaðamanni Feykis tilhlýðilegt að fara einn vænan rúnt í Húnaþing vestra. Fjölmargir voru á ferðinni og flestir sennilega með tröllklettinn Hvítserk sem einn af helstu skoðunarstöðunum norðan heiða.
Meira

Húnaþing vestra veitir umhverfisviðurkenningar

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra 2017 voru veittar á fjölskyldudegi hátíðarinnar Elds í Húnaþingi, laugardaginn 29. júlí sl.
Meira

Rækjukokteill og sjávarréttasúpa

Matgæðingar vikunnar í 31. tölublaði Feykis árið 2015, þau Andri Jónsson og Þórunn Inga Kristmundsdóttir frá Hvammstanga, buðu lesendum upp á girnilegar þrírétta uppskriftir með sjávarréttaþema; rækjukokteil í forrétt, sjávarréttasúpu í aðalrétt og heimatilbúinn ís í eftirrétt.
Meira

Góð stemning á Unglingalandsmóti

Tuttugasta Unglingalandsmót UMFÍ var sett formlega á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin fór fram með hefðbundnum hætti þar sem keppendur gengu fylktu liði inn á völlinn, hver með sínu félagi. Flutt voru ávörp, m.a. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson en hann fékk hjálp hjá ungri snót sem las með honum úr gömlum fréttum af frægum köppum, þeim Vilhjálmi Einarssyni og Hreini Halldórssyni.
Meira

Smábæjar batterí

Áskorendapistill - Daníel Þór Gunnarsson Hvammstanga
Meira

Pönk á Laugarbakka um helgina

Norðanpaunk, fer fram á Laugarbakka um verslunarmannahelgina en það er árlegt ættarmót pönkara. Félag áhugamanna um íslenska jaðartónlist heldur Norðanpaunk og er aðgangur eingöngu ætlaður meðlimum.
Meira