V-Húnavatnssýsla

Salbjörg Ragna er íþróttamaður USVH 2016

Kjöri Íþróttamanns ársins hjá USVH var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga fimmtudaginn 29. desember. Þar var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá Keflavík kjörin Íþróttamaður USVH árið 2016.
Meira

Samfélagsviðurkenningar 2016 í Húnaþingi vestra

Félagsmálaráð Húnaþings vestra leitar til íbúa svæðisins um ábendingar vegna samfélagsviðurkenningar fyrir árið 2016. Allir koma til greina, jafnt einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök. Tilnefningar skulu berast fjölskyldusviði sveitarfélagsins með rökstuðningi og er íbúum frjálst að senda inn nafnlausar tilnefningar. Tilkynningar þurfa að berast fyrir 10. janúar næstkomandi.
Meira

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Fjöldi fólks safnaðist saman við áramótabrennu á Sauðárkróki í kvöld enda var veðrið hið besta. Það logaði glatt í bálkestinum og hitinn mikill sem frá honum barst. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit endaði svo góða kvöldstund með flugeldasýningu. Með meðfylgjandi myndum frá kvöldinu óskar Feykir öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samfylgdina á liðnum árum.
Meira

Ef ekki á að koma til hruns, stigið gætilega til jarðar - Völvuspá fyrir árið 2017

„Síðasta ár var svo óútreiknanlegt að ekki einu sinni Nostradamus heitinn hefði séð fyrir þau ósköp. En það verður að segjast að margt að því sem við spáðum í fyrra var nokkuð rétt annað greinilega misskilið eða rangtúlkað hjá okkur. Ekki látum við samt deigan síga og kíktum í spil af mörgum gerðum, litum í spákúluna okkar og erum hér komin enn einu sinn með spá fyrir komandi ár,“ segja spákonurnar hjá Spákonuarfi á Skagaströnd en þær brugðust vel við áskorun Feykis um að spá í komandi ár. Þar sem nú eru óvissutímar í pólitíkinni, og fólk forvitið um það hvað er að gerast í stjórnarmyndun og hvað mun ganga á hjá helstu stjórnmálaleiðtogum landsins á komandi ári, er upplagt að byrja þar. Það er kannski óþarfi að taka það fram að þegar þetta er ritað hefur ekki tekist að mynda stjórn og ekkert sem bendir til að það sé að takast.
Meira

Kjöri á manni ársins lýkur á hádegi á nýársdag

Eins og fram hefur komið hér á vefnum og í síðasta tölublaði ársins af Feyki stendur yfir kjör á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum svæðisins sem fyrr kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Kosningin stendur til hádegis á nýársdag.
Meira

Heimafóður styrkir söfn í Húnavatnssýslum

Í gær afhenti félagið Heimafóður ehf. Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði styrki sem ætlaðir eru til viðhalds og endurbóta á húsakosti safnanna. Styrktarupphæðin til hvors safns um sig nemur 740 þúsund krónum. Afhending styrkjanna fór fram í Sjávarborg á Hvammstanga að viðstöddum stjórnarmönnum Heimafóðurs, forráðamönnum safnanna og fleiri gestum.
Meira

Svipmyndir úr Sæluviku

Síðast liðið vor fékk Feykir styrk úr Uppbyggingarsjóði til framleiðslu á dægurmálaþáttum. Ákveðið var að verja honum til að gera annars vegar þátt sem sýndi svipmyndir úr Sæluviku Skagfirðinga annars vegar og hins vegar til að framleiða jólaþátt í samstarfi við nemendur í kvikmyndagerð við FNV.
Meira

Sjúkraflug liggur niðri af mannavöldum

Í gær sá Flugmálafélag Íslands sig knúið til að senda frá sér ályktun þar sem sú alvarlega staða kom upp að Reykjavíkurflugvöllur var með öllu ófær þann daginn. Engin sjúkraflugvél gat lent á vellinum þar sem búið er að loka þeirri flugbraut sem nýtist í stormi úr suðvestri og er í daglegu tali nefnd Neyðarbrautin. Brautin er þó enn á sínum stað og í góðu ástandi. Segir í ályktuninni að aðeins stjórnmálamenn standi í vegi fyrir lendingum á brautinni.
Meira

Rífandi sala á lambakjöti – sölumet í nóvember

Innanlandssala á lambakjöti hefur verið mjög góð að undanförnu. Samkvæmt nýjum tölum Matvælastofnunnar jókst salan í nóvember um 31,8% miðað við sama mánuð í fyrra. Sé litið til þriggja mánaða sölu, þ.e. september, október og nóvember, blasir við við 6,8% söluaukning miðað við sama tímabil í fyrra. Sala síðustu 12 mánaða er upp um 5,8%.
Meira

Vodafone breytir fyrirkomulagi reikninga til fyrra horfs

Neytendasamtökunum hafa borist fjöldi ábendinga og kvartana frá neytendum síðustu vikurnar vegna breytinga Fjarskipta hf. (Vodafone) á útgáfu reikninga. Samkvæmt þeim kvörtunum sem samtökunum bárust þá virtist fyrirtækið hafa breytt gjalddaga og eindaga reikninga sinna þannig að neytendur sem fóru inn á heimabanka sinn um mánaðarmót sáu ekki reikning frá fyrirtækinu.
Meira