V-Húnavatnssýsla

Miðfjarðará enn í öðru sæti

Laxveiði sumarsins í Miðfjarðará er nú komin í 1570 laxa og er hún enn í öðru sæti yfir aflahæstu ár landsins samkvæmt upplýsingum á angling.is, vef Landssambands veiðifélaga. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst þar 1996 laxar þannig að veiðin er enn talsvert dræmari en í fyrra. Sömu sögu er að segja um allar ár á svæðinu, utan Laxá á Ásum, sem er í ellefta sæti á listanum, en þar hafa veiðst 438 laxar miðað við 291 í fyrra. Að vísu ber að geta þess að nú er veitt á fjórar stangir í stað tveggja í fyrra. Blanda hefur gefið 913 laxa og er í fimmta sæti en sambærilegar tölur í fyrra voru 1681 lax.
Meira

Rýmisgreind

Það getur verið erfitt að átta sig á því hvað maður hefur stóran afturenda. Að minnsta kosti hefur hann ekki verið alveg með þá hluti á hreinu, bílstjórinn sem lagði húsbílnum sínum við Lyfju á Sauðárkróki í dag og tók í það bæði bílastæðið og aðra akreinina. Ekki alveg til fyrirmyndar, - eða hvað?
Meira

Eldurinn hefst í dag

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett klukkan 19:00 í dag á Hvammstanga. Að þessu sinni verður opnunarhátíðin sérlega glæsileg en hún hefst með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu sem endar á hafnarsvæðinu hjá Sjávarborg. Í fararbroddi verða eldfuglar og fleiri skemmtilegar verur ásamt því sem tónlist og almenn gleði verður í göngunni. Niðri á hafnarsvæðinu tekur Eldurinn á móti hátíðargestum og geta þeir hlýtt á tónlist, gætt sér á kjötsúpu, fylgst með Húlludúllu leika listir sínar, keypt góðgæti í Elds-sjoppunni og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Meira

Margt bera að varast í hitanum

Matvælastofnun hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu þar sem hún vill vekja athygli hundaeigenda á að varast ber að skilja hunda eftir í bílum í miklum hita.
Meira

Synti yfir Hrútafjörð

Fyrir nálægt 80 árum síðan eða þann 27. ágúst 1937, birtist svohljóðandi frétt í Vísi. „Síðastliðinn þriðjudag syntu yfir Hrútafjörð frá Gilsstöðum til Borðeyrar Baldur Pálsson 27 ára, Ásta Snæbjörnsson 20 ára og Hulda Pétursdóttir 16 ára, öll frá Borðeyri. Vegalengdin er um 1100 metrar og synti Hulda hana á 23 mínútum og var um 6 mínútum á undan hinum. Sjávarhiti var 8 stig. Ekki er kunnugt um að áður hafi verið synt yfir Hrútafjörð."
Meira

Meinholl Mexíkó súpa og sykurlaus súkkulaðibúðingur

Það voru þau Eggert Örn Kristjánsson, Þóra Björg Kristmundsdóttir og Helgi Freyr Guðmundsson í Enniskoti í Húnaþingi vestra sem gáfu lesendum uppskriftir í 29. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Náttúrubarnahátíð á Ströndum

Eins og allir vita eru Strandamenn náttúrubörn sem í gegnum ár og aldir hafa glímt við náttúruöflin og lært að lifa með þeim. Þeir heyra grasið gróa og snjóinn snjóa og vita hvað það þýðir þegar hrafninn klöktir til beggja átta á bæjarhlaðinu. Nú stendur til að halda afar óvenjulega útihátíð á Ströndum helgina 28.-30. júlí, svokallaða Náttúrubarnahátíð. Þar fá gestir á öllum aldri, bæði börn og fullorðnir, tækifæri til að finna og rækta sitt innra náttúrubarn.
Meira

Landsmenn taki þátt í 100 ára sjálfstæðis- og fullveldisafmæli Íslands

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Kallað verður eftir frumkvæði og virkri þátttöku landsmanna með tillögum að verkefnum á hátíðardagskrána sem standa mun allt árið 2018. Nefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðarinnar hefur hafið störf.
Meira

Húlladúll á Hvammstanga

Nú styttist í að hátíðin Eldur í Húnaþingi hefjist en hún verður sett eftir slétta viku, miðvikudaginn 26. júlí og er undirbúningur í fullum gangi. Dagana á undan verður hægt að gera sér ýmislegt til dundurs og eins og Feykir.is sagði frá á dögunum verður efnt til námskeiðs í brúðugerð fyrir skrúðgönguna á opnunarhátíðinni.
Meira

Beint flug frá Bretlandi til Akureyrar næsta vetur

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun á næstu dögum hefja sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem boðið verður upp á beint flug til Akureyrar frá Bretlandi, en flogið verður alls átta sinnum frá átta mismunandi flugvöllum víðsvegar um Bretland. Þeirra á meðal eru Newcastle, Liverpool, Leeds, Bradford og Bournemouth. Samtals verður pláss fyrir um 1500 farþega í þessum ferðum.
Meira