Snýst í fremur hvassa suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri seint á morgun.
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.12.2016
kl. 13.26
Bálhvasst hefur verið á Norðurlandi vestra og hefur Veðurstofan gefið út viðvörun þar sem stormur eða rok (meðalvindi meira en 20-28 m/s) verður víðast hvar á landinu í dag. Einnig má búast við mjög hvössum vindhviðum í éljaklökkum í dag (35-45 m/s). Aftur er búist við stormi víða um land á morgun. Vegir um Þverárfjall, Holtavörðuheiði og Brattabrekku eru lokaðir vegna ófærðar, svo enginn ætti að leggja upp í langferð á milli norður og suðurlands í dag.
Meira