V-Húnavatnssýsla

Snýst í fremur hvassa suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri seint á morgun.

Bálhvasst hefur verið á Norðurlandi vestra og hefur Veðurstofan gefið út viðvörun þar sem stormur eða rok (meðalvindi meira en 20-28 m/s) verður víðast hvar á landinu í dag. Einnig má búast við mjög hvössum vindhviðum í éljaklökkum í dag (35-45 m/s). Aftur er búist við stormi víða um land á morgun. Vegir um Þverárfjall, Holtavörðuheiði og Brattabrekku eru lokaðir vegna ófærðar, svo enginn ætti að leggja upp í langferð á milli norður og suðurlands í dag.
Meira

Jólaballi í Ásbyrgi frestað

Jólaballi kvenfélaganna, sem vera átti í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka í dag, hefur verið frestað um sinn.
Meira

GLEÐILEG JÓL

Feykir óskar landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, gleðilegra jóla og farsældar á ári komanda með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Meira

Maður ársins 2016

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin hófst kl. 13 föstudaginn, 23. desember og lýkur kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar.
Meira

Skrifað undir árangursstjórnunarsamning

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning og er tilgangur hans að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli aðila. Þá á samningurinn að skerpa áherslur um stefnumótun, framkvæmd verkefna, áætlanagerð og leggja grunn að mati á árangri af starfsemi embættisins. Húnahornið greinir frá þessu.
Meira

Skottujól í loftið

Síðast liðið vor fékk Feykir styrk úr Uppbyggingarsjóði til framleiðslu á dægurmálaþáttum. Ákveðið var að verja honum til að gera annars vegar þátt sem sýndi svipmyndir úr Sæluviku Skagfirðinga annars vegar og hins vegar til að framleiða jólaþátt í samstarfi við nemendur í kvikmyndagerð við FNV.
Meira

Margir reyndu við myndagátu Feykis

Dregið hefur verið úr fjölmörgum réttum lausnum á myndagátu sem birtist í Jólablaði Feykis. Lausn gátunnar er eftirfarandi: Íslendingar fengu tvisvar tækifæri á árinu til að kjósa sér æðstu embættismenn þjóðarinnar, forseta og þingmenn/alþingismenn.
Meira

Mestu atvinnutekjur á Norðurlandi vestra árið 2015 komu úr opinberri stjórnsýslu

Verulegur samdráttur varð á Norðurlandi vestra í atvinnutekjum bæði í Húnavatnssýslum og í Skagafirði samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar Atvinnutekjur 2008-2015 eftir atvinnugreinum og svæðum. Í skýrslunni er gefin mynd af þróun atvinnutekna á landinu eftir atvinnugreinum kyni, landshlutum og svæðum. Atvinnutekjur á Norðurlandi vestra námu tæpum 18,4 milljörðum kr. á árinu 2015 og höfðu dregist saman um 260 milljónir að raunvirði frá árinu 2008 eða um 1,4%. Í Húnavatnssýslum drógust atvinnutekjur saman um 3,0% og íbúum fækkaði um rúmlega 200 eða 6,6%, mest í Húnaþingi vestra og á Skagaströnd. Í Skagafirði drógust atvinnutekjur saman um 0,4% og íbúum fækkaði um ríflega 130 eða 3,3%.
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Í dag, 21. desember eru sólhvörf að vetrarlagi eða vetrarsólstöður, en þá er sólargangur stystur á himni. Vísar orðið sólstöður til þess að sólin stendur kyrr, það er hættir að hækka eða lækka á lofti. Þessi árstími er heiðnum mönnum hátíðlegur ekki síður en þeim kristnu en því er fagnað að sólin fer hækkandi á lofti. Þá eru haldin jólablót hjá goðum ásatrúarmanna og blótað til heilla Freys, árs og friðar.
Meira

Sjómenn í verkfalli fram á nýtt ár

Sjómannaverkfall sem hófst þann 14. desember sl. stendur enn yfir og ljóst að staðan er snúin. Fréttir herma að nokkur spölur sé í land hvað samninga snertir en sjómenn vilja ekki þann samning sem lagður hefur verið fram. Fundað var í morgun á milli deiluaðila sem stóð stutt yfir en boðað hefur verið til nýs fundar eftir áramót.
Meira