V-Húnavatnssýsla

Fjörðurinn fagri

Kæru lesendur Feykis. Eiginkona mín Karen Ösp Garðarsdóttir skoraði á mig að rita gestapistil í Feyki og ákvað ég að verða við þeirri áskorun. Ég ólst upp á Djúpavogi á Austfjörðunum. Fyrir mér er Berufjörðurinn „fjörðurinn fagri“ og Búlandstindurinn er „fjallið mitt“ þó liðin séu ellefu ár síðan ég flutti í burtu þaðan. Á þeim ellefu árum sem liðin eru, hef ég búið víða; í Reykjanesbæ, í Fjarðabyggð, í Reykjavík og á Akureyri.
Meira

Hrafnhildur Ýr mætir Sessý í einvígi

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Húnaþingi vestra keppir nú í sjónvarpsseríunni The Vioce Ísland í annað sinn. Eins og Feykir greindi frá á dögunum var Hrafnhildur ekki tilbúin að segja skilið við þættina þegar hún datt út í fyrstu þáttaröðinni, eftir einvígi við Hjört Traustason sem síðan sigraði keppnina.
Meira

Lóuþrælar með tvenna jólatónleika

Jólatónleikar Karlakórsins Lóuþræla verða haldnir í næstu viku, þeir fyrri í Barnaskólanum á Borðeyri, þriðjudaginn 13. desember nk. og hefjast þeir klukkan 20:30 og þeir síðari í Félagsheimilinu Hvammstanga kvöldið eftir eða miðvikudaginn 14. desember, kl. 20:30.
Meira

Jólahúnar komu tónleikagestum í jólaskap

Á Húnahorninu er haft eftir Jólahúnum að tónleikarnir hafi allstaðar gengið vel og viðtökur verið afskaplega góðar. Til marks um ánægju tónleikagesti hafi þeir fengið óspart hrós og hamingjuóskir og eru þeir mjög þakklátir fyrir það. Aðsókn var með ágætum og má nefna að um 180 tónleikagestir mættu á tvenna tónleika á Laugarbakka.
Meira

Leitin að engli dauðans komin út

Út er komin bókin Leitin að engli dauðans eftir Húnvetninginn Jóhann Fönix Arinbjarnarson. Sagan gerist í framtíðinni og fjallar um veröld sem alveg eins gæti orðið að veruleika. Útgáfan túrí ehf. á Laugarbakka sér um dreifingu.
Meira

Vill deiliskipuleggja Borgarvirki

Ásta Hermannsdóttir hefur fyrir hönd Minjastofnunar Íslands óskað eftir heimild til að deiliskipuleggja Borgarvirki í Vesturhópi og næsta nágrenni þess. Skipulaginu er ætlað að stuðla að verndun og varðveislu minja á svæðinu og gera þær aðgengilegri fyrir ferðamenn sem koma að virkinu.
Meira

Lagt til að sveitarfélögum verið fækkað úr 74 í níu

Í nýrri skýrslu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins um stöðu atvinnulífsins er lagt til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu. Lagt er til að Norðurland vestra, frá vestanverðum Tröllaskaga að Borðeyri, verði eitt sveitarfélag. Vísir.is greindi frá þessu í dag.
Meira

Glæsileg sýning í nýjum búningnum

Síðustu þrjú ár hafa hestafimleikakrakkar á Hvammstanga verið á ferðinni og safnað dósum og flöskum en upphafslegt markmið var að stofna sjóð til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Í ár var hins vegar brugðið út af þeim áætlunum og ákveðið að safna fyrir nýjum búningum. "Og það tókst!" segir Irina Kamp hjá hestamannafélaginu Þyt og þakkar fólki á Hvammstanga fyrir að taka svo vel á móti krökkunum að draumurinn þeirra rættist.
Meira

Hátíðarstemning á Hvammstanga á morgun

Það verður hátíðarstemning á morgun þegar jólaljósin verða tendruð á jólatrénu við Félagsheimilið á Hvammstanga. Athöfnin hefst klukkan 17 en þar mun Aðalsteinn G. Guðmundsson leika jólalög og börn úr 4. og 5. bekk sjá um söng. Frést hefur að jólasveinar ætli að mæta á staðinn með góðgæti fyrir þægu börnin.
Meira

Þrjú heilsársstörf líffræðinga á Selasetrinu

Selasetur Íslands og Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafamiðstöð hafs og vatna, undirrituðu samstarfssamning til þriggja ára þann 25. nóvember 2016. Samningurinn gengur í gildi 1. janúar 2017.
Meira