V-Húnavatnssýsla

Miðaldadagar árið 1317!

Hvernig væri að bregða sér til miðalda? Kannski til ársins 1317? Það er hægt á Gásum rétt utan við Akureyri á Miðaldadögum 14. til 16. júlí. Gásir er einn helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum frá c.a 1100-1600. Hvergi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá þessum tíma. Árlega færist líf og fjör á verslunarstaðinn sem er endurskapaður á tilgátusvæði með tilheyrandi miðaldamannlífi.
Meira

Dagskrá Íslandsmóts yngri flokka í hestaíþróttum - uppfært

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum fer fram á Hólum í Hjaltadal í boði Hestamannafélagsins Skagfirðings dagana 13.–16. júlí næstkomandi. Um svokallað World Ranking mót er að ræða sem telur telur stig á heimslista, og ýmsar greinar í boði. Hér fyrir neðan er uppfærð dagskrá mótsins.
Meira

Afmæliskveðja frá móður til sonar fær fólk til að brosa

Það er svo skemmtilegt að sjá þegar fólk hefur gaman að lífinu og leyfir öðrum að brosa með sér og það á einmitt við um þau mæðgin Helgu Hreiðarsdóttur, ljósmóður frá Hvammstanga, og son hennar Elvar Daníelsson, geðlækni í Noregi.
Meira

Kjúklingur í súrsætri tómatsósu og heimalagaður rjómaís

Stella Jórunn A. Levy og Ægir Jóhannesson á Jörfa í Víðidal sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 27. tölublaði ársins 2015. „Við ákváðum að senda ekki inn forrétt einfaldlega vegna þess að við erum ekki mikið forréttafólk. Þess í stað er bara meira lagt í aðalrétt, meðlæti og deserta hér á bæ. Að maður tali nú ekki um stemningu og skemmtanagildi,“ sögðu matgæðingarnir Stella og Ægir..
Meira

40 lög komin hjá Ásgeiri Trausta eftir nóttina

Húnvetningurinn Ásgeir Trausti og félagar hans hafa leikið og tekið upp um 40 lög frá því klukkan 17 í gær en eins og fólki er kunnugt ætlar hann að að taka upp eins margar sjö tommu vínylplötur og hann kemst yfir á einum sólarhring. RÚV sendir beint úr stúdíói Hljóðrita í Hafnarfirði á RÚV 2 og RÚV.is í svokölluðu hægvarpi sem lýkur kl. 17 í dag. Einnig er hægt að fylgjast með á YouTube rás Ásgeirs
Meira

Axel Kára þjónar kúabændum

Sagt er frá því á vef Landssambands kúabænda að körfuboltakappinn í Tindastól, Axel Kárason, muni leysa sveitunga sinn úr Skagafirði, Margréti Gísladóttur framkvæmdastjóra samtakanna, af í hlutastarfi frá 1. ágúst til 1. janúar 2018. Þar sem Margrét er að fara í fæðingarorlof mun skrifstofa LK verða lokuð frá 1. júlí – 1. ágúst en brýnum erindum skal beint til Arnars Árnasonar, formanns LK yfir þann tíma.
Meira

Jafningjafræðslan í heimsókn á Hvammstanga

Unglingarnir í vinnuskólanum á Hvammstanga fengu í gær heimsókn frá jafningjafræðslunni. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að dagurinn hafi gengið prýðilega og veðrið hafi leikið við krakkana.
Meira

Aukatónleikar með Ásgeiri Trausta á Hvammstanga

Uppselt er á tónleika Ásgeirs í Félagsheimilinu á Hvammstanga á laugardagskvöld. Aukatónleikar sem hefjast kl 17.00 samdægurs eru farnir í sölu á Tix.is.
Meira

Fasteignafélagið Borg ekki falt fyrir hlutafé í Ámundakinn

Á síðasta fundi byggðarráðs Húnaþings vestra var lagt fram bréf frá Ámundakinn ehf. dagsett 6. júní sl. þar sem félagið óskar eftir að fá að kaupa 1.693.983 hluti Húnaþings vestra í Fasteignafélaginu Borg ehf.
Meira

Bleikt og blátt

Nú er heyskapur víðast hvar kominn á fullt og eitthvað er um það að bændur séu búnir með fyrri slátt. Það vekur sérstaka athygli nú, þegar ekið er um sveitir, að túnin eru óvenju skrautleg þetta sumarið.
Meira