feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.07.2017
kl. 14.53
Sagt er frá því á vef Landssambands kúabænda að körfuboltakappinn í Tindastól, Axel Kárason, muni leysa sveitunga sinn úr Skagafirði, Margréti Gísladóttur framkvæmdastjóra samtakanna, af í hlutastarfi frá 1. ágúst til 1. janúar 2018. Þar sem Margrét er að fara í fæðingarorlof mun skrifstofa LK verða lokuð frá 1. júlí – 1. ágúst en brýnum erindum skal beint til Arnars Árnasonar, formanns LK yfir þann tíma.
Meira