V-Húnavatnssýsla

Stormur í dag og útlit fyrir hvít jól

Veðurstofa íslands hefur gefið út viðvörun en búist er við stormi, eða meira en 20 m/s norðvestantil á landinu og á hálendinu í dag. Þetta á einnig við víða um land í nótt og aftur seint á morgun. Þá má búast við mikilli úrkomu á Suðausturlandi í nótt. Í nótt verður sunnan og suðaustan 18-25 m/s og talsverð rigning eða slydda á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra.
Meira

Forystufé að seljast upp

Bókin Forystufé eftir Ásgeir á Gottorp sem nýlega var endurútgefin hjá Bókaútgáfunni Sæmundi er nú að verða uppseld. Að sögn Bjarna Harðarsonar hjá Bókaútgáfunni Sæmundi hjá eru örfá eintök eftir þar, sem á eftir að skipta á milli óteljandi pantana sem fyrir liggja. „Þetta eru meiri og betri viðtökur en maður hefði þorað að vona.“
Meira

Keppniskvöld KS-Deildarinnar 2017

Úrtaka fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni verður haldin 25. janúar í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Sagt er frá þessu í tilkynningu hjá Meistaradeild Norðurlands. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og skulu tveir liðsmenn keppa í hvorri grein. Liðið skal síðan skipað a.m.k. fjórum knöpum en heimilt er að skrá fimm og verður það nánar auglýst síðar.
Meira

„Það er nánast allt hægt að endurnýta“

Anna Margret Valgeirsdóttir, grunnskólakennari á Blönduósi, er mikil áhugamanneskja um umhverfi og endurvinnslu. Hún er þeirrar skoðunar að okkur beri að nýta allt sem hægt er að nýta og skila jörðinni sómasamlega til afkomenda okkar.
Meira

Maður ársins 2016 á Norðurlandi vestra

Líkt og undanfarin ár auglýsir Feykir eftir tilnefningum um mann ársins á Norðurlandi vestra. Feykir hefur staðið fyrir slíkum tilnefningum í nokkur ár og var Anna Pálína Þórðardóttir á Sauðárkróki kosin Maður ársins 2015.
Meira

„Jólanna hátíð er“ er jólalag Rásar 2

Nú er búið að velja sigurlagið í Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2016 og heitir það „Jólanna hátíð er“. Lag þeirra Kristjáns Bjarna Halldórssonar og Reynis Snæs Magnússonar „Jólin koma“ endaði í því öðru. Á Rúv.is segir að rúmlega sextíu lög hafi borist í
Meira

Hleypt verður á stofnlögn á morgun

Í sumar og haust hafa staðið yfir miklar framkvæmdir hjá Hitaveitu Húnaþings vestra í Víðidal. Verklegum framkvæmdum þessa árs er nú að mestu lokið og hleypt verður á stofnlögn á morgun, fimmtudaginn 15. desember. Frá þessu er greint á vef Húnaþings vestra.
Meira

Leið yfir viðræðuslitum

Samfylkingin er leið yfir því að slitnað hafi upp úr viðræðum fimm flokka um myndun ríkisstjórnar, samkvæmt yfirlýsingu sem flokkurinn sendi frá sér í dag vegna slita á fimm flokka viðræðum. „Við töldum góðan möguleika á að þessir flokkar gætu myndað umbótastjórn þar sem í senn yrði unnið að endurreisn heilbrigðis- og menntakerfis og nauðsynlegra fjárfestinga í innviðum ásamt því að koma á kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Við myndum líka vinna að umbóta- og framfaramálum s.s. loftslagsstefnu, atvinnumálum, auknu jafnrétti og nýrri stjórnarskrá, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í yfirlýsingunni.
Meira

Yfirlýsing frá Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands gagnrýnir harðlega frumvarp til fjárlaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Í því frumvarpi er ekki gert ráð fyrir að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun og vantar þar mikið uppá.
Meira

Hrafnhildur sigraði í einvíginu

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Húnaþingi vestra bara sigur úr bítum í einvígi gegn Sessý í þættinum The Voice Ísland í gærkvöldi. Hrafnhildur Ýr er mikill reynslubolti í söngnum og keppti m.a. fyrir hönd FNV í söngkeppni framhaldsskóla á sínum tíma. Hún tók einnig þátt í Voice í fyrra en þá datt hún úr keppni eftir einvígi við Hjört Traustason sem síðan sigraði keppnina.
Meira