V-Húnavatnssýsla

Miðsumarssýningu Hólum - framlengdur skráningarfrestur

Ákveðið hefur verið að lengja skráningarfrest á miðsumarssýninguna á Hólum og opið verður fyrir skráningu til miðnættis á morgun þriðjudagsins 18. júlí. Miðsumarsýningar verða á tveimur stöðum, á Hólum í Hjaltadal og á Gaddstaðaflötum og fara fram dagana 24.-28. júlí. Á kynbótasýningum sem haldnar voru í vor voru sýnd 716 hross á átta sýningum og fengu áhorfendur að sjá heimsmet falla.
Meira

Feyknagott á grillið

Uppskriftaþátturinn sem hér fer á eftir birtist í 28. tölublaði Feykis árið 2015.Það jafnast ekkert á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi og grillaðar lambakótilettur klikka aldrei. Feykir býður því upp á uppskrift að óviðjafnanlegum grillmat sem óhætt er að mæla með. Marineringin er mjög góð og smellpassar við lambakjöt, án þess þó að vera of yfirgnæfandi. Mörgum finnst kartöflur ómissandi og við erum sammála, og látum uppskrift að dásamlegum kartöflum fylgja með. Máltíðin er svo fullkomnuð með grísku salati og graslaukssósu.
Meira

Maríudagar á Hvoli í Vesturhópi

Undanfarin ár hefur fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í Vesturhópi heiðrað minningu hennar með listsýningu sem nefnist ,,Maríudagar“. Nú um helgina verður enn á ný efnt til Maríudaga á Hvoli og verður opið frá kl. 13-18 bæði laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á kaffiveitingar að hætti fjölskyldunar og sóknarnefndarinnar.
Meira

Námskeið í brúðugerð fyrir Eld í Húnaþingi

Undirbúningur fyrir hátíðina Eldur í Húnaþingi er nú í fullum gangi en hún verður haldin í fimmtánda sinn dagana 26. – 30. júlí nk. Meðal viðburða á hátíðinni má nefna tónleika Eyþórs Inga í Borgarvirki, heimamenn flytja tónlist á Melló Músika og hljómsveitin Buff verður með dansleik. Þá verður námskeið í tölvuleikjagerð, sirkusæfingum o.fl. og heimsmeistaramót í Kleppara svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Mikið um dýrðir á Íslandsmóti í hestaíþróttum

Annar dagur Íslandsmóts yngri flokka í hestaíþróttum er runninn upp en keppni hófst klukkan 9 í morgun með töltkeppni ungmenna. Í gær var mikið um dýrðir, glæsilegar sýningar og hestakosturinn góður. Hér fyrir neðan má sjá úrslit gærdagsins.
Meira

Veiðin almennt dræmari en í fyrra

Veiði í húnvetnskum ám er almennt lakari en hún var á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir góða byrjun. Nú hafa 749 laxar veiðst í Miðfjarðará sem er, samkvæmt tölum frá Landssambandi veiðifélaga á angling.is, þriðja aflahæsta á landsins og í Blöndu hafa veiðst 514 laxar en hún vermir sjöunda sætið. Á sama tíma í fyrra var veiðin í Miðfjarðará 1077 laxar og 1300 í Blöndu.
Meira

Stefnumótun fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu

Framkvæmdarstjórn Framsóknarflokksins hefur sett af stað vinnuhóp við að móta tillögur til stefnumótunar í ferðaþjónustu. Hópurinn er tilkominn vegna ályktunar á vorfundi miðstjórnar flokksins. Hópinn skipa fulltrúar og ferðaþjónustuaðilar með víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu vítt og breitt um landið. Tilgangur hans er að móta tillögur sem miða að því að bæta framleiðni í greininni, tryggja sjálfbærni, auka skilvirkni, nýsköpun og þjálfun.
Meira

Yfir 500 skráningar á Íslandsmóti í hestaíþróttum á Hólum

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum hófst í dag á Hólum í Hjaltadall í umsjá Hestamannafélagsins Skagfirðings. Keppni hófst klukkan 9:00 með fjórgangi unglinga en keppt verður í ýmsum flokkum fram á kvöld. Á morgun hefst keppni á sama tíma með tölti ungmenna en annað kvöld kl. 20:00 fer fram kvöldvaka og hindrunarstökkskeppni í Þráarhöllinni.
Meira

Skipuleggja göngur í nágrenni við þig

Ferðafélag Íslands (FÍ) og VÍS hafa skrifað undir samstarfssamning varðandi lýðheilsugöngur FÍ sem verða á öllu landinu nú í september. Göngurnar eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Ráðgert er að göngurnar fari fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Göngurnar verða í nærumhverfi hvers bæjarfélags og verða fjölskylduvænar og taka u.þ.b. 60-90 mín.
Meira

Skortur á íbúðum fyrir aldraða í Húnaþingi vestra

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 10. júlí sl. var tekið fyrir bréf frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra. Þar fer stjórnin þess á leit við sveitarstjórn að hún beiti sér fyrir byggingu hentugra íbúða fyrir aldraða í sveitarfélaginu þar sem skortur sé á íbúðum og biðlisti sem trúlega eigi eftir að lengjast.
Meira