V-Húnavatnssýsla

Minningarstund í Hvammstangakirkju

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. ágúst, verður minningarstund í Hvammstangakirkju kl. 20:00 vegna fráfalls Vilém Cahel.
Meira

Sonja og Kvaran efst í fjórgangi

Opna íþróttamót Þyts 2016 fór fram á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga, félagssvæði Þyts, 19. og 20. ágúst sl.. Þátttaka var ágæt og þetta er síðasta mót sumarsins, að sögn Kolbrúnar Stellu Indriðadóttur, formanns Þyts.
Meira

Banaslys við höfnina á Hvammstanga

Ökumaður bif­reiðar, 55 ára karlmaður, lést þegar bíll hans fór í höfnina á Hvammstanga á fimmta tímanum síðdegis í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Meira

Áskorendamótið á Dæli

Áskorendamótið á Dæli í Víðidal verður haldið föstudaginn 26. ágúst næstkomandi. Mótið hefst klukkan 18:00. Samkvæmt fréttatilkynningu verður mótið með sama hætti og í fyrra, keppt verður í fimmgangi, fjórgangi, tölti og tölti T2.
Meira

Áform um endurbyggingu mylluhússins í Kirkjuhvammi

Til stendur að endurbyggja mylluhúsið í Kirkjuhvammi við Hvammstanga næstu misserin og stendur áhugahópur um mylluna að þeim framkvæmdum. Myllan sem nú stendur uppi í Kirkjuhvammi var endursmíðuð af Jóni Ágústssyni og Birni Þ. Sigurðssyni, Bangsa, árið 1996.
Meira

Eins og að setjast á skólabekk á hverjum degi

Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsti Alþingismaður Íslandssögunnar, en hún komst nokkuð óvænt inn á þing sem fjórði þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi við kosningarnar 2013.
Meira

Réttir í Húnavatnssýslum

Haustið er á næsta leiti og þá hefjast uppskerustörfin í sauðfjárræktinni með göngum, réttum og sláturtíð. Þessir spennandi og þjóðlegu viðburðir munu setja svip sinn á næstu vikurnar um land allt.
Meira

120 nýnemar hefja nám við FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur í 37. sinn í gær í hátíðarsal skólans. Að sögn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara er aðsókn í skólann mjög góð og kennt í öllum deildum iðngreina í vetur. Alls hefja 120 nýnemar nám við skólann í haust.
Meira

Fimm hlutu styrki úr Húnasjóði

Síðast liðinn fimmtudag voru afhentir styrkir úr Húnasjóði. Fór afhendingin fram á kaffihúsinu Hlöðunni á Hvammstanga en formaður byggðarráðs, Elín Jóna Rósinberg, afhenti styrkina. Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000.
Meira

Sauðfé flest í Húnaþingi vestra

Byggðastofnun tók nýlega saman upplýsingar um dreifingu sauðfjárbúa og frístundabúskapar á Íslandi. Var þetta gert vegna sauðfjárhluta búvörusamnings ríkisins og Bændasamtakanna. Flest bú með yfir 600 fjár eru á Norðurlandi vestra og fé er flest í Húnaþingi vestra en næst flest í Skagafirði.
Meira