V-Húnavatnssýsla

Úrslit Húnvetnsku liðakeppninnar - Fimmgangur/T2/T7

Annað mót Húnvetnsku liðakeppninnar fór fram föstudaginn 3. mars þar sem fjólubláa liðið sigraði en fast á hæla þeirra kom það gula. Frábært kvöld og allir kátir segir á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts.
Meira

Framsagnarkeppni í Húnaþingi

Í vikunni völdu Blönduskóli og Grunnskólli Húnaþings vestra fulltrúa sína í Framsagnarkeppnina í Húnavatnsþingi sem fram fer í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 7. mars kl. 14:00.
Meira

„Indverskur matur í miklu uppáhaldi"

„Við hjónin höfum afskaplega gaman af því að elda og borða góðan mat. Indverskur matur er í miklu uppáhaldi og þegar við eldum hann þá viljum við gera sem mest frá grunni sem tekur stundum dágóðan tíma en er alveg afskaplega gott,“ segja þau. „Þegar við eldum þá erum við sjaldnast með forrétt, höfum frekar fleiri tegundir af meðlæti. Það er líklega bara á jólum og áramótum sem við erum með forrétti, og örfá önnur hátíðleg tækifæri. Við eigum nokkrar uppáhalds indverskar uppskriftir sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina. Máltíðin sem við deilum með lesendum Feykis er í sérstöku uppáhaldi og er elduð reglulega á heimilinu. Indverskur kjúklingur með einföldu meðlæti. Uppskriftin er komin frá vinkonu okkar, Svanbjörgu Helenu Jónsdóttur, sem að okkar mati er Martha Stewart okkar Íslendinga. Frábær kokkur sem nær að galdra fram kræsingar nánast fyrirhafnarlaust. Þessi máltíð var ein sú fyrsta sem ég eldaði fyrir Alfreð þegar við vorum að kynnast á sínum tíma og hefur líklega orðið til þess að hann fékk á mér matarást sem hefur ekki dofnað síðan.
Meira

Ísmót á Svínavatni á sunnudaginn

Þar sem ís er aftur kominn á Svínavatn hefur verið ákveðið, með skömmum fyrirvara, að efna til ísmóts á sunnudaginn, 5. mars klukkan 13:00. Keppt verður í tölti í opnum flokki, flokki áhugamanna og 16 ára og yngri svo sem verið hefur. Riðin verður ein ferð á hægu tölti, tvær ferðir hraðabreytingar og ein ferð á yfirferðartölti.
Meira

Starfrækja Náttúrustofu Norðurlands vestra í sameiningu

Sveitarfélögin Skagaströnd, Skagafjörður, Húnaþing vestra og Akrahreppur hafa ákveðið að starfrækja í sameiningu Náttúrustofu Norðurlands vestra, ásamt öðrum sveitarfélögum á svæðinu sem kunni að gerast aðilar að stofnuninni. Sveitarfélögin munu að lágmarki leggja til 30% af rekstrarkostnaði náttúrustofunnar á móti framlagi ríkisins og mun skipting framlaganna verða í hlutfalli við íbúafjölda þeirra.
Meira

Indriði Grétarsson formaður Skotvís

Skagfirðingurinn Indriði Ragnar Grétarsson var kjörinn nýr formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, á aðalfundi félagsins sem fram fór laugardaginn 25. febrúar sl. Tekur hann við af Dúa J. Landmark en Indriði hefur verið í stjórn síðan 2012 og verið varaformaður félagsins síðustu tvö ár.
Meira

Fisk Seafood eignast helming í Olís

Útgerðafyrirtækin FISK Seafood á Sauðárkróki og Samherji á Akureyri eiga nú Olíuverzlun Íslands, Olís, að fullu með 50% eignahlut hvort eftir að hafa keypt fjórðungshlut Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Hvor þeirra hafa átt 12,5% hlut í félaginu frá árinu 2012 þegar Fisk og Samherji keytu sig inn í það.
Meira

Furðuverur á Hvammstanga - Myndasyrpa

Það mikið um að vera á öskudeginum á Hvammstanga eins og lög gera ráð fyrir, syngjandi furðuverur sem sníktu nammi og kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu. Meðfylgjandi myndir tók Anna Scheving og sendi Feyki.
Meira

Jómfrúarferð nýja slökkviliðsbílsins í Húnaþingi vestra

Slökkvilið Húnaþings vestra var kallað út í gær þegar eldur kviknaði í sendiferðabíl Flugfélags Íslands við Staðarskála. Þarna var um jómfrúarferð nýja slökkviliðsbílsins að ræða og stóðst hann allar væntingar slökkviliðsmanna.
Meira

Alþjóðlegi hrósdagurinn er í dag!

Í dag 1. mars er alþjóðlegi hrósdagurinn. Hrósdagurinn var fyrst haldinn í Hollandi fyrir 14 árum en er nú haldinn hátíðlegur víða um heiminn. Á vefsíðu alþjóðlega hrós­dags­ins seg­ir að aðstand­end­ur hans vilji að dag­ur­inn verði „já­kvæðasti dag­ur heims­ins“. Bent er á að eng­in markaðsöfl teng­ist deg­in­um eins og verða vilji með suma aðra daga eins og valentínus­ar­dag­inn, mæðra- og feðradag­inn. All­ir geti því tekið þátt og verið sé að höfða til einn­ar af grunnþörf­um manns­ins; þarfar­inn­ar fyr­ir viður­kenn­ingu.
Meira