Unnið að sköpun myrkranna á milli
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
01.09.2016
kl. 11.10
KÍTÓN er félag kvenna í tónlist og var það stofnað árið 2012, eftir að í ljós kom að einungis 4% tilnefninga til íslensku tónlistarverðlaunanna það árið féllu í hlut kvenna. „Tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi,“ sagði Harpa Fönn, verkefnastýra og varaformaður KÍTÓN, í samtali við Feyki. Einn slíkur viðburður, svokölluð tónsmiðja, verður haldinn á Hvammstanga dagana 4.-9. september næstkomandi.
Meira