V-Húnavatnssýsla

Unnið að sköpun myrkranna á milli

KÍTÓN er félag kvenna í tónlist og var það stofnað árið 2012, eftir að í ljós kom að einungis 4% tilnefninga til íslensku tónlistarverðlaunanna það árið féllu í hlut kvenna. „Tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi,“ sagði Harpa Fönn, verkefnastýra og varaformaður KÍTÓN, í samtali við Feyki. Einn slíkur viðburður, svokölluð tónsmiðja, verður haldinn á Hvammstanga dagana 4.-9. september næstkomandi.
Meira

Feykir aðgengilegur á timarit.is

Feykir gerði samning við Landsbókasafn í vor um að mynda þær síður blaðsins sem ekki voru til í stafrænu formi. Nú hafa þær verið birtar á vefnum, alls um tíu þúsund síður. Feykir er því orðinn aðgengilegur á vefsíðunni timarit.is, frá fyrsta tölublaði sem kom út 10. apríl 1981 til ársins 2009. Það sem eftir stendur, til september 2015, mun verða birt á vefnum í september og svo uppfært árlega eftir það.
Meira

Endurtaka þarf forval VG í NV-kjördæmi

Forvali Vinstrihreyfingar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi hefur verið frestað og verður það endurtekið. Forvalið átti að hefjast í dag og ljúka 5. september og var niðurstaða því ekki orðin ljós. Mistök urðu við útgáfu kjörgagna þar sem leiðbeiningar hafi ekki þótt nógu skýrar.
Meira

Rauði þráðurinn í gegnum lífið

Allt frá barnæsku hefur Steinar Gunnarsson haft þörf fyrir að hafa í nógu að snúast og mikið fyrir stafni, „var svolítið ofvirkur og uppátækjasamur“, eins og hann orðar það sjálfur. Það má segja að það sama sé uppi á teningnum hjá honum á fullorðinsárum. Hann starfar sem lögreglumaður og er einn fremsti hundaþjálfari landsins, auk þess sem hann er á fullu í tónlistinni og nú fyrir skemmstu gaf hann út geisladiskinn Vinir, ásamt æskuvini sínum Bjarna Tryggva.
Meira

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra 2016

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra 2016 voru veittar þann 23. júlí sl. á fjölskyldudegi "Elds í Húnaþingi". Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, kynnti vinningshafa og Ína Björk Ársælsdóttir og Erla B. Kristinsdóttir, fyrir hönd nefndarinnar, afhentu viðurkenningarskjöl og forláta kertalukt. Aðrir í nefndinni eru Sigríður Hjaltadóttir og Þorvaldur Böðvarsson.
Meira

Vil sjá meira af trausti og virðingu á Alþingi

Bjarni Jónsson fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Bjarni hefur setið lengst allra núverandi í sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar, eða síðan árið 2002. Feykir hitti Bjarna að máli og spurði út í bakgrunn hans og helstu baráttumál og hvernig það kom til að hann gæfi kost á sér í landsmálin.
Meira

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi 8.-10. september

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið dagana 8., 9., 10. september. Því lýkur kl. 18:00. Samkvæmt fréttatilkynningu verður kosið verður í rafrænni kosningu með Íslykli eða rafrænum skilríkjum á heimasíðu Samfylkingarinnar xs.is. Þeir sem eru 67 ára og eldri fá atkvæðaseðil sendan heim sem þeir geta nýtt sér eða kosið rafrænt.
Meira

4. flokkur Tindastóls/Hvatar/Kormáks með 12 efstu á Íslandsmótinu

Strákarnir í 4. flokki Tindastóls/ Hvatar/ Kormáks eru meðal tólf liða sem keppa til úrslita á Íslandsmótinu í knattspyrnu helgina 2.-4. september. Hafa þessi þrjú lið átt í samstarfi í yngri flokkunum í knattspyrnu síðan í fyrra og sent sameiginleg lið á Íslandsmót í 2., 3. og 4. flokki.
Meira

Björt framtíð kynnir framboðslista sína

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti í gærkvöldi sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum á fjölmennum fundi. Á listunum er fjölbreytt flóra frambjóðenda með víðtæka menntun og reynslu. Á meðal þeirra eru þroskaþjálfi, lögreglukona, dósent, stjórnsýslufræðingur, leikskólastjóri og landgræðsluvistfræðingur.
Meira

Hatursorðræða, falskir prófílar og auðkennastuldur

Christine Grahn, framkvæmdastjóri opinberrar stefnu Facebook á Norðurlöndunum, fundaði í gær með fulltrúum SAFT verkefnisins í höfuðstöðvum Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. SAFT stendur fyrir samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Flest lönd glíma við áskoranir á borð við einelti á netinu, hatursorðræðu, falska prófíla og auðkennastuld.
Meira