V-Húnavatnssýsla

Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi stilla upp á lista

Síðastliðinn laugardag hélt Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi aukakjördæmisþing í Tjarnarlundi í Saurbæ. Á þinginu var felld tillaga um að bjóða til tvöfalds kjördæmaþings sem fengi það verkefni að kjósa framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Þess í stað var ákveðið að kjósa uppstillingarnefnd sem mun kynna niðurstöður sínar á kjördæmisþingi sem haldið verður á Bifröst í Borgarfirði 3.-4. september næstkomandi. Húni.is greinir frá.
Meira

Blakdeild Kormáks býður uppá byrjendaæfingar

Blakdeild Kormáks ætlar að bjóða uppá byrjendaæfingar. Samkvæmt auglýsingu í Sjónauka vikunnar verður fyrsta æfingin verður fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20 – 21. Er sú æfing er eingöngu fyrir þá sem hafa ekki spilað blak og langar að byrja.
Meira

Opið héraðsmót í knattspyrnu á Hvammstanga

Á sunnudaginn verður haldið opið héraðsmót í knattspyrnu á Hvammstangavelli. Mótið hefst klukkan 14 og stendur fram eftir degi. Spilað verður í tveimur flokkum, 18-29 ára og 30 ára og eldri. Ekki verða gerðar undantekningar með yngri leikmenn en heimilt er fyrir leikmenn að spila niður um flokk. Leiktími verður tvisvar sinnum tíu mínútur. Sex leikmenn eru inná í hverju liði en hámarks leikmannafjöldi í hverju liði verður sjö manns.
Meira

Norðanátt og þoka sums staðar við ströndina síðdegis

Hæg breytileg átt og bjart með köflum er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en Veðurstofa Íslands spáir norðan 3-8 m/s síðdegis og sums staðar þoka við ströndina. Hiti 8 til 17 stig.
Meira

FNV settur næstkomandi mánudag - Innritun í fjarnám í fullum gangi

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur á sal Bóknámshúss skólans mánudaginn 22. ágúst kl. 18:00. Á vef FNV kemur fram að kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst kl. 08:00. Þá opnar heimavist skólans kl. 13:00 nk. mánudag. „Foreldrar nýnema eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Aðalfundur foreldrafélags skólans verður haldinn að lokinni skólasetningu,“ segir á vefnum.
Meira

Sundpokar geta verið varasamir

Í fréttatilkynningu frá Vís er vakin athygli á því að sundpokar svokallaðir geti verið varasamir en dæmi eru fyrir því að böndin á pokunum hafi farið utan um háls barna og þrengt að öndunarvegi.
Meira

Sameiginlegir framboðsfundir Sjálfstæðisflokksins

Sameiginlegir framboðsfundir með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verða á Norðvesturlandi, sem hér segir:
Meira

Þórður Guðsteinn efstur í prófkjöri Pírata

Prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga lauk í gær. Kosningar voru rafrænar og fóru fram dagana 8. til 15. ágúst. Alls gáfu 17 kost á sér á lista og 95 greiddu atkvæði, eða 72,5% Pírata í kjördæminu. Niðurstöður prófkjörsins hafa verið birtar á vef flokksins og eru þær eftirfarandi:
Meira

Karítas knapi mótsins

Sameiginlegt Gæðingamót hestamannafélaganna Þyts og Neista var haldið á Blönduósi á laugardaginn sl. Karítas Aradóttir, keppandi í unglingaflokki, var valin knapi mótsins og Abel frá Sveinsstöðum hestur mótsins.
Meira

Stjórn SSNV vill halda ársþing og haustþing

Áttundi fundur stjórnar SSNV var haldinn á Blönduósi sl. þriðjudag. Þar var gerð tillaga vegna samþykktar 23. ársþings þar sem laganefnd gerði tillögu þess efnis að undirbúin yrði stofnun fulltrúaráðs sem skipað verði fulltrúum frá öllum sveitarfélögum sem aðild eiga að SSNV eða annarra sambærilegra lausna leitað til að opna betur fyrir aðkomu sveitarstjórna að SSNV.
Meira