V-Húnavatnssýsla

Isolation Game Jam leikjasmiðja á Kollafossi í sumar

Síðastliðin þrjú ár hefur fólk allstaðar að úr heiminum ferðast til norðvestur Íslands á sveitabæinn Kollafoss í Húnaþingi vestra með tvennt í huga; að klappa lömbum og búa til leiki. Í ár verður þeim sið haldið áfram, þar sem Isolation Game Jam leikjasmiðjan verður haldin 7. til 11. júní næstkomandi. Miðasala opnar á heimasíðu smiðjunnar fyrsta mars næstkomandi.
Meira

Rausnarleg gjöf frá Björgunarsveitinni Húnar frá Hvammstanga

Björgunarsveitarmenn verða seint kallaðir eiginhagsmunaseggir enda öll sú vinna sem menn og konur leggja í þar til gerð félög sjálfboðaliðastörf og oftar en ekki er mikið álag á þeim við að koma náunganum til hjálpar í hvaða veðri og aðstæðum sem er.
Meira

KS deildin í hestaíþróttum hefst í kvöld – konurnar í meirihluta keppenda

Fyrsta keppni KS-Deildarinnar hefst í kvöld kl 19:00 í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli sigruðu þessa grein glæsilega í fyrra og mæta þau aftur í höllina á morgun. Athygli vekja ungar hátt dæmdar hryssur sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisbrautinni. Þarna eru líka reyndir keppnishestar og gefur ráslistinn góð fyrirheit um spennandi keppni.
Meira

Einar Örn Gunnarsson söng til sigurs

Söngkeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var haldin á sal skólans föstudaginn 17. febrúar sl. fyrir fullu húsi áhorfenda. Ellefu flytjendur fluttu tíu lög, hvert öðru betra, eins og segir á vef skólans. Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, sem sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, flutti lag sem gestur og vann hug og hjörtu áhorfenda.
Meira

Ferðamálafréttir af Norðurlandi vestra

Davíð Jóhannsson, ráðgjafi á sviði ferðamála hjá SSNV, hafði samband og óskaði eftir að eftirfarandi upplýsingum yrði komið á framfæri:
Meira

Brúðuleiksýningin Tröll í Bifröst á morgun

Brúðuleiksýningin Tröll, sem er ljóðrænt og heillandi brúðuleikhús fyrir börn, verður sýnt í Bifröst á morgun klukkan 17. Það er brúðuleikhúsið Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Hvammstanga, sem setur upp sýninguna.
Meira

Tæpar 66 milljónir í styrki

Uppbyggingarsjóður og Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarverkefna Fimmtudaginn 16. febrúar sl. voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í veitingahúsinu Sjávarborg á Hvammstanga. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 135 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til 64 aðila, alls að upphæð tæpar 56,6 millj. kr. Við sama tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Alls bárust sjö umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 17 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til þriggja aðila, samtals að upphæð 9,4 millj. kr.
Meira

Nýr slökkvibíll í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra hefur fengið afhentan nýjan slökkvibíl af gerðinni Ford F550 4x4 super duty crew cab, árgerð 2017. Bíllinn sem smíðaður er á Ólafsfirði hentar að fullkomlega fyrir starfssvæði Húnaþing vestra þar sem eru langar vegalengdir og víða vegslóðar sem bera ekki hefðbundna slökkvibíla.
Meira

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018

Ný stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer í Reykjavík 2018, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins. Áskell Heiðar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands, með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráðu í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Metropolitan University. Áskell Heiðar hefur skipulagt fjölda viðburða hérlendis á undanförnum árum t.d. tónlistarhátíðina Bræðsluna, auk þess að stýra Landsmóti hestamanna sem fram fór á Hólum í Hjaltadal sl. sumar. Þá kennir hann einnig viðburðastjórnun og ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands.
Meira

Milljarður rís 2017

Dansbylting UN Women verður í Félagsheimilinu Hvammstanga 17. febrúar kl. 12-13. Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum! Í ár er heiðruð minning Birnu Brjánsdóttur.
Meira