Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi stilla upp á lista
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.08.2016
kl. 08.44
Síðastliðinn laugardag hélt Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi aukakjördæmisþing í Tjarnarlundi í Saurbæ. Á þinginu var felld tillaga um að bjóða til tvöfalds kjördæmaþings sem fengi það verkefni að kjósa framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Þess í stað var ákveðið að kjósa uppstillingarnefnd sem mun kynna niðurstöður sínar á kjördæmisþingi sem haldið verður á Bifröst í Borgarfirði 3.-4. september næstkomandi. Húni.is greinir frá.
Meira