V-Húnavatnssýsla

Bjarni sat ekki auðum höndum á Alþingi

Bjarni Jónsson, varþingmaður Vinstri grænna, hefur lokið setu sinni á Alþingi í bili en hann tók sæti fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í upphafi liðinnar viku. Hann nýtti tímann vel því á þessum stutta tíma flutti hann jómfrúarræðu sína í sérstakri umræðu um skipulag haf- og strandsvæða og var hann fyrsti flutningsmaður 16 fyrirspurna til ráðherra og meðflutningsmaður að einni.
Meira

Degi barnabókarinnar fagnað

Dagur barnabókarinnar er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi H.C. Andersen sem er 2. apríl. IBBY á Íslandi, félagasamtök um barnabókmenntir og barnamenningu á Íslandi, hafa undanfarin ár fagnað deginum með því að færa íslenskum grunnskólanemendum sögu að gjöf sem lesin er samtímis um allt land. Sagan sem nú verður lesin heitir Stjarnan í Óríon og er eftir Hildi Knútsdóttur. Þar sem 2. apríl í ár ber upp á sunnudag verður sagan frumflutt í öllum grunnskólum landsins á morgun, fimmtudaginn 30. mars, kl. 9:10. Sagan verður samtímis flutt á Rás 1 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir.
Meira

Fátækt – smánarblettur á ríkri þjóð!

Umræðan um fátækt fólk kemur alltaf reglulega upp á yfirborðið. Öll erum við sammála um að sá er veruleikinn og einnig að það sé ekki líðandi að tæp 10 % barna líði skort á Íslandi. En það virðist vera með fátækt í íslensku samfélagi eins og óhreinu börnin hennar Evu. Enginn vill vita af fátæktinni þrátt fyrir að 7 til 9 % þjóðarinnar búi við þetta böl og um 5.000 manns við sára fátækt.
Meira

Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu

Í hádegisfréttum útvarps kom fram að vorboðinn okkar, lóan, er komin til landsins og er á meðalkomutíma sem er 23. mars. Venjulega fyllir það okkur kæti þegar farfuglarnir fara að flykkjast til landsins en nú fylgir böggull skammrifi þar sem töluverðar líkur eru taldar á að afbrigði af fuglaflensuveiru geti borist með þeim til landsins. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir:
Meira

Spyr ráðherra hver staða Alexandersflugvallar á Sauðárkróki sé

Bjarni Jónsson varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hefur sent fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um Alexandersflugvöll á Sauðárkróki. Hann segir í samtali við Feyki hafa áhyggjur af framtíð vallarins og notkun hans. M.a. hafi það gerst að keyra hafi þurft sjúklinga til Akureyrar til að koma í sjúkraflug. Það sé ekki boðlegt með flugvöll á svæðinu.
Meira

Ófært um Öxnadalsheiði

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú ófært á Öxnadalsheiði og hefur veginum verið lokað vegna óveðurs. Á flestum aðalleiðum í Húnavatnssýslum er hált en hálkublettir á vegum í Skagafirði. Fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerrðarinnar, vegagerdin.is.
Meira

Gunnar Örn Jónsson skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 1. apríl næstkomandi og afhenti hún honum skipunarbréf í gær. Embættið var auglýst í janúar og rann umsóknarfrestur út 30. janúar. Níu manns sóttu um embættið og ein umsókn til viðbótar var dregin til baka.
Meira

Bókelskur bókavörður

Birgir Jónsson, 50 ára bókavörður á Héraðsbókasafninu á Sauðárkróki, svaraði spurningum í Bók-haldinu í 11. tbl Feykis. Birgir hefur stundað nám í sagnfræði og bókmenntafræði en er þó hvorki sagnfræðingur né bókmenntafræðingur eins og ranglega var haldið fram í blaðinu. Nú leggur hann stund á nám í ferðamannaleiðsögn. Óhætt er að segja að Birgir sé víðlesinn og bókasmekkurinn fjölbreytilegur.
Meira

Góður árangur hjá Grunnskóla Húnaþings vestra

Keppni í skólahreysti hófst þann 14. þessa mánaðar í Mýrinni í Garðabæ þar sem skólar af Vesturlandi og Vestfjörðum riðu á vaðið. Grunnskóli Húnaþings vestra keppti í Vesturlandsriðli ásamt átta öðrum skólum. Leikar fóru þannig að skólinn lenti í þriðja sæti með 36 stig á eftir Brekkubæjarskóla, sem var með 38 stig, og Grunnskóla Stykkishólms sem fór með sigur af hólmi í riðlinum með 38.5 stig.
Meira

Bjarni Jónsson flutti jómfrúarræðuna á Alþingi sl. mánudag

Bjarni Jónsson, varaþingmaður Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur 3. þingmanns Norðurlands vestra, tók sl. mánudag sæti á Alþingi í fyrsta skipti. Reið hann á vaðið í sérstakri umræðu um skipulag haf- og strandsvæða og lagði áherslu á hlutverk sveitarfélaganna og rannsóknastofnana á landsbyggðinni.
Meira