V-Húnavatnssýsla

Fundað verður með ráðherra um löggæslumál í Húnaþingi vestra

Löggæslumál á Norðurlandi vestra, ekki hvað síst í Húnaþingi vestra, hafa verið mikið í umræðunni í kjölfar þess þegar bíll fór í höfnina á Hvammstanga 24. ágúst sl. Sveitarstjórn og byggðaráð Húnaþings vestra hefur fjallað um viðbragðstíma lögreglu, og einnig hefur verið fjallað um aðstæður á Blöndubrú vegna viðhalds þar.
Meira

Samningur um eflingu náms í Fisktækni á landsbyggðinni

Í síðastliðinni viku var samstarfssamningur milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Fisktækniskóla Íslands um áframhaldandi stuðning við eflingu og uppbyggingu náms í fisktækni undirritaður. Á vef ráðuneytisins segir að það hafi styrkt þetta verkefni frá árinu 2014 og á þessu ári verður grunnnám í fisktækni í boði á Sauðárkróki , Höfn í Hornafirði og Dalvík.
Meira

Keppnisdagar í KS deildinni liggja nú fyrir

Dagsetningar keppnisdaga í KS-Deildinni fyrir veturinn 2017 liggja nú fyrir. Sjö lið keppa í deildinni og eru fjórir knapar í hverju liði. Þrír knapar úr hverju liði keppa í hverri grein. Það lið sem fær fæst stig eftir veturinn fellur úr deildinni. Árangur keppnisliða og einstaklinga er mældur í stigum.
Meira

Lagt til að átta kjörstaðir verði í Skagafirði

Byggðaráð Svf. Skagafjarðar hefur lagt til að kjörstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna kosninga til Alþingis sem ráðgerðar eru 29. október 2016 verði eftirtaldir:Skagasel, Bóknámshús FNV, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Grunnskólinn á Sólgörðum, Varmahlíðarskóli og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Meira

Sláturtíðin hafin

„Við gerum ráð fyrir að slátra svipuðu magni og í fyrra,“ segir Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðarstöðvar KS en þar hófst sláturtíðin í gær. Hjá SAH Afurðum á Blönduósi hófst hún þann 7. september og lýkur þann 28. október nk.
Meira

„Ekkert að grínast með efsta sætið“

Hinni skagfirsk-borgfirski frambjóðandi Vinstri grænna, Rúnar Gíslason, leggur áherslu á að hann sé ekkert að grínast með framboð sitt í 1.-3. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Ef til vill hefur ekkert framlag í þeirri baráttu hlotið jafnmikla athygli og myndband sem hann deildi á Facebook síðu sinni, sem sýnir hann ganga léttklæddan með skrifborðsstólinn sinn upp á Hafnarfjall.
Meira

Handbendi leitar að lærlingi í sviðslistum

Handbendi – Brúðuleikhús er atvinnubrúðuleikhús Norðurlands vestra. Þar er nú opið fyrir umsóknir um tímabundna stöðu lærlings í sviðslistum sem myndi aðstoða við sköpun nýs brúðuverks sem kallast Tröll. Verkið mun fara um Ísland 2017, áður en það heldur í leikferðalag um Bretland og Evrópu. Um er að ræða launað starf, styrkt af Samtökum Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), fyrir ungan einstakling á aldrinum 16-26 ára sem hefur áhuga á því að læra til verka og öðlast reynslu af stjórnun í listageiranum, brúðuleikhúsi, og leikhúsframleiðslu.
Meira

Sveitarstjórn Húnaþings vestra vill mannaða lögreglustöð á Hvammstanga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra lagði á fundi sínum síðast liðinn fimmtudag fram bókum um löggæslu í héraðinu. Byggðarráð hafði áður fjallað um málið á fundi 5. september, í kjölfars þess að tvær klukkustundir liðu frá því að útkall barst þar til lögregla kom á vettvang á Hvammstanga.
Meira

Bjarni og Lilja berjast um 1. sæti VG

Póstkosning vegna forvals Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 29. október nk. hófst í dag, 12. september, en síðasti dagur til að póstleggja atkvæði er 20. september. Atkvæði verða svo talin í Leifsbúð í Búðardal sunnudaginn 25. september nk. Fjórir bjóða sig fram í fyrsta sætið.
Meira

Hvíldarinnlagnir á Hvammstanga

Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga er nú í boði ný þjónusta, sem felur í sér endurhæfingar- og hvíldarinnlagnir. Þrír einstaklingar geta nýtt sér þjónustuna á hverjum tíma. Markmið þessa er að aðstoða aldraðra einstaklinga við að efla og viðhalda eigin færni til athafna daglegs lífs.
Meira