V-Húnavatnssýsla

Opna Héraðsmótið í knattspyrnu á Hvammstanga

Sunnudaginn 21. ágúst verður haldið opið héraðsmót í knattspyrnu á Hvammstangavelli. Á mótinu verður spilað í tveimur flokkum 18-29 ára, það er þeir sem eru fæddir árin 1987-1998 og 30 ára og eldri.
Meira

Hlýja í kortunum

Nú er rétti tíminn til að kaupa sólarvörn, sólgleraugu og sólhlíf og fleira sem tengist þessari gulu feimnu kúlu sem stundum heiðrar okkur með nærveru sinni, því hiti er í kortunum hér fyrir norðan í dag og á morgun.
Meira

Tilkynning um framboð

Ég, Hafdís Gunnarsdóttir, gef kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í norðvestur kjördæmi sem haldið verður þann 3. september 2016 og sækist eftir 3. sæti á listanum. Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram er að ég sé ótal tækifæri til að efla svæðin í þessum víðferma kjördæmi og vil með þessum hætti ganga beint til verka.
Meira

Breytt nálgun

Á næstunni fer fram forval Vg í Norðvesturkjördæmi. Ég hef gefið kost á mér í forystu hreyfingarinnar í kjördæminu. Undanfarin ár hef ég verið varaþingmaður Vg.
Meira

Tilkynning um framboð til prófkjörs Sjálfstæðisflokks

Ég, Aðalsteinn Orri Arason tilkynni hér með framboð mitt til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og mun sækjast eftir 4. sæti listans.
Meira

Að sækja vatnið yfir bæjarlækinn

Heilbrigðismálin eru í brennidepli. Undirskriftasöfnunin Endurreisum heilbrigðiskerfið, þar sem tæp 87 þúsund manns hafa ritað nafn sitt undir, sýnir ótvírætt að landsmenn vilja heilbrigðismálin í forgang. Áhersla þeirrar undirskriftasöfnunar var einkum á byggingu nýs Landspítala og á sérhæfða læknisþjónustu. Það skiptir máli fyrir alla landsmenn að góð sérhæfð læknisþjónusta á samfélagslegum grunni sé til staðar á þjóðarsjúkrahúsi í Reykjavík sem allir landsmenn geta gengið að. Hafa verður þó í huga að hér er aðeins um hluta heilbrigðisþjónustunnar að ræða - þó mikilvægur sé. Annar þáttur heilbrigðismála, sem er ekki síður mikilvægur, snýst um um nærþjónustu. Hann felst í því að geta sótt þjónustu og aðstoð með hægum hætti frá sínu heimili. Því miður virðist þessi þáttur heilbrigðisþjónustunnar hafa setið á hakanum á síðari árum Þetta eru hins vegar mál sem brenna mjög á fólki á landsbyggðinni sem oft þarf að fara langar vegalengdir til þess að sækja þjónustu sem flestir landsmenn telja sjálfsagða.
Meira

Tilkynning um þátttöku í forvali Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs

Ég býð mig fram í forvali VG og gef kost á mér til að leiða áfram lista VG í Norðvesturkjördæmi. Þau sjö ár sem ég hef setið á Alþingi hafa verið miklir og lærdómsríkir umbrotatímar í lífi þjóðarinnar. Sú reynsla sem ég hef hlotið á þessum tíma hefur nýst mér vel og mun ég nota hana áfram eins og hingað til á uppbyggilegan hátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi fyrir alla.
Meira

Tilkynning um framboð

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í annað til þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi fyrir kosningarnar í haust. Ég hef undanfarin sex ár setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar, komið þar að ýmsum málum sem snerta sveitarfélagið og öðlast talsverða reynslu. Auk þess hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sit nú í stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir ágætu veðri á Fiskideginum mikla

Þriðjudaginn 2. ágúst 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundarmenn voru 20 talsins, enda mikilvægt að vanda til veðurspár þar sem “Fiskidagurinn mikli” var að nálgast. Fundinum lauk kl. 14:30.
Meira

Gef kost á mér í 1. til 2. sæti í forvali Vg í Norðvesturkjördæmi

Ég undirritaður Lárus Ástmar Hannesson, í Stykkishólmi, býð mig fram í 1. – 2. Sætið á lista í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, fyrir komandi Alþingiskosningar. Ég hef tekið virkan þátt í starfi VG um árabil, verið varaþingmaður frá 2013. Ég hef setið í bæjarstjórn Stykkishólms í tíu ár, verið forseti bæjarstjórnar í 4 ár, um tíma formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í lok síðasta kjörtímabils. Ég er búfræðingur og kennari að mennt.
Meira