V-Húnavatnssýsla

Nýr námsvísir Farskólans

Út er kominn námsvísir Farskólans fyrir vorönn 2017. Að vanda er mikið úrval námskeiða í námsvísinum, af ýmsum toga. Að sögn Halldórs Gunnlaugssonar verkefnastjóra hjá Farskólanum hefur verið mikið um að vera það sem af er þessu ári. Fiskvinnslufólk hefur til að mynda nýtt tímann til að sækja námskeið á meðan verkfall sjómanna stendur yfir og fjöldi námskeiða er í gangi.
Meira

Fríða Eyjólfsdóttir nýr blaðamaður Feykis

Búið er að ráða Fríðu Eyjólfsdóttur í stöðu blaðamanns Feykis sem auglýst var laust til umsóknar fyrir skömmu. Alls sóttu níu manns um stöðuna, þrír karlmenn og sex konur.
Meira

Lífshlaupið hófst í morgun

Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í morgun í Reykjanesbæ. Um er að ræða árlegt heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Allir geta skráð sig til leiks á heimasíðu Lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is.
Meira

63 þúsund þátttakendur í Blóðskimun til bjargar

Viðtökur landsmanna við Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum hafa verið frábærar en nú þegar hafa rúmlega 63 þúsund manns um allt land skráð sig til þátttöku. Þjóðarátakið hófst um miðjan nóvember síðastliðinn þegar 148 þúsund manns á landinu öllu, sem fæddir eru árið 1975 eða fyrr, fengu boð um þátttöku. Því hafa rúm 42% þeirra skráð sig til þátttöku og hefur rannsókninni þegar borist blóðsýni frá um sjö þúsund þátttakendum.
Meira

Andrea Maya með gull í kúluvarpi

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Íþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi. Keppendur voru alls um 300, þar af fjórir Skagfirðingar og tveir Húnvetningar. Andrea Maya Chirikadzi UMSS gerði sér lítið fyrir og sigraði í kúluvarpi í flokki 14 ára stúlkna.
Meira

Viðskiptaráð leggur til sölu á kirkjum

Viðskiptaráð Íslands hefur lagt til að ríkissjóður losi um eignarhald sitt að þeim 22 kirkjum sem eru í ríkiseigu. Þeirra á meðal eru Barðskirkja í Fljótum, Grafarkirkja á Höfðaströnd, Hóladómkirkja, Auðkúlukirkja í Húnavatnshreppi og Kirkjuhvammskirkja við Hvammstanga.
Meira

Formaður Dögunar í útgerð

Happafleyið Leiftur SK 136 frá Sauðárkróki hefur fengið nýja eigendur þar sem Jón Gísli Jóhannesson sjómaður á Hofsósi og Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra og formaður Dögunar hafa keypt það af Ragnari Sighvats útgerðamanni á Króknum.
Meira

Sálfræði- og geðhjálp á netinu

Tölum saman, er nýtt úrræði á vegum Kvíðameðferðarstöðvarinnar og Dags Bjarnasonar geðlæknis sem miðar að því að auka aðgengi almennings, þá sérstaklega fólks á landsbyggðinni, að gagnreyndri sálfræðimeðferð og ráðgjöf. Um er að ræða fjarþjónustu þar sem viðtal við sálfræðinginn fer fram með öruggum hætti í gegnum myndfundi á internetinu með forritinu Kara connect. Að sögn Dags hentar þessi þjónusta einstaklega vel þeim sem hafa ekki tök á, eða kjósa ekki, að nota hefðbundna sálfræðiþjónustu þar sem þarf að ,,heimsækja“ sálfræðinginn.
Meira

Ellefu „framúrskarandi fyrirtæki“ á Norðurlandi vestra

Í fyrradag var formlega tilkynnt hvaða fyrirtæki hefðu komist á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins 2016. Ellefu fyrirtæki á Norðurlandi vestra komust á listann sem í allt telur 642 fyrirtæki eða 1,7% fyrirtækja í landinu sem uppfylltu skilyrði til viðurkenningar.
Meira

Þorrablót á svæðinu skipta tugum

Það hefur vart farið framhjá neinum að þorrinn er genginn í garð. Þorrablótin sem haldin eru á Norðurlandi vestra skipta einhverjum tugum, auk þess sem átthagafélög syðra halda sum hver þorrablót fyrir brottflutta.
Meira