V-Húnavatnssýsla

Alþjóðleg vinnustofa hjá BioPol ehf á Skagaströnd

Í vikunni mun BioPol ehf í samstarfi við Háskólann á Akureyri halda alþjóðlega vinnustofu þörungasérfræðinga alls staðar að úr heiminum á Skagaströnd. Dr. Bettina Scholz starfsmaður BioPol ehf og Háskólans á Akureyri hefur haft frumkvæði að því að kalla saman 25 vísindamenn frá 11 þjóðlöndum til Skagastrandar til þess að sækja vinnustofu sem ber yfirskriftina 2nd Plankton Chytridiomycosis Workshop 15th – 17th september 2016.
Meira

Guðjón Brjánsson velti Ólínu úr sessi

Guðjón Brjánsson frá Akranesi mun leiða lista Samfylkingar í Norðvestur kjördæmi fyrir komandi kosningar en niðurrstaða forvals var kynnt í gærkvöldi. Einungis var kosið um tvö efstu sætin og tveir aðilar sem buðu sig fram í fyrsta sætið og einn í fyrsta til annað sætið.
Meira

Stíf norðanátt og mikil úrkoma

Veðurstofa Íslands vill vekja athygli á því að í nótt og á morgun ganga skil yfir landið með stífri norðanátt og mikilli úrkomu. Í nótt má búast við talsverðri rigningu austantil á landinu, en á morgun mikilli úrkomu á Norðurlandi og á Ströndum.
Meira

Sprenging í aðsókn á sumum stöðum

Sumarið sem nú er á enda hefur á margan hátt verið hagfellt. Heyskapur hefur gengið vel, berjaspretta er með miklum ágætum og uppskera hvers konar með besta móti, enda þarf að leita nokkuð langt aftur eftir öðru eins tíðarfari.
Meira

Minningarathöfn um Vilém Cahel

Minningarathöfn um Vilém Cahel sem lést 24. ágúst s.l. verður haldin í Hvammstangakirkju næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20:00. Jarðsett verður í fæðingarþorpi hans Vlcice í Tékklandi.
Meira

Bandalag gegn eldi í Húnaþingi vestra

Eins og Feykir greindi frá í vor gerði Húnaþing vestra samkomulag við Eldvarnarbandalagið um að efla eldvarnir á heimilum og í stofnunum sveitarfélagsins. Felur það í sér innleiðingu á eigin eldvarnareftirliti í stofnunum sínum nú í haust.
Meira

Nýr og ferskur andblær Pírata

„Ég vil byrja á að þakka öllum, sem hafa tekið sér tíma til að senda mér skilaboð og góðar hugsanir, kærlega fyrir stuðninginn. Ég er upp með mér yfir því trausti sem Píratar á landsvísu hafa sýnt mér með því að velja mig sem oddvita í NV kjördæmi og mun ég gera mitt allra besta til þess að standa undir væntingum,“ segir Eva Pandora Baaldursdóttir nýkjörinn oddviti Pírata í NV kjördæmi í aðsendri grein á Feyki.is.
Meira

Tvær ljósmyndasýningar utanhúss á Hvammstanga

Á vef Húnaþings vestra er greint frá því að settar hafi verið upp tvær ljósmyndasýningar á Hvammstanga sem bera yfirskriftina Kirkjuhvammur og Þinghúsið. Eru þær staðsettar annars vegar í Kirkjuhvammi og hins vegar norðan við pakkhúslóð Kaupfélagsins á Hvammstanga, nærri þeim stað þar sem Þinghúsið stóð áður. Ína Björk Ársælsdóttir, umhverfisstjóri Húnaþings vestra hafði umsjón með þessum verkefnum.
Meira

„Og sumardýrðin þver“

Þriðjudaginn 6. september 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundarmenn voru sextán talsins. Svo sem þegar lá fyrir hafði veðurspá klúbbsins fyrir ágústmánuð gengið vel eftir.
Meira

Eva Pandora leiðir lista Pírata í NV kjördæmi

Eva Pandora Baldursdóttir frá Sauðárkróki leiðir lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi aþingkosningum. Þetta er niðurstaða úr endurteknum kosningum á röðun á listans en áður hafði listinn verið kærður til úrskurðarnefndar flokksins og honum hafnað í staðfestingarkosningu Pírata á landsvísu. Alls greiddu 277 atkvæði í kosningunum og valið stóð á milli 11 frambjóðenda.
Meira