V-Húnavatnssýsla

Rumba í lok mánaðar

Þriðjudaginn 7. febrúar sl. komu sextán félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar sem stóð yfir í 25 mínútur. Farið var yfir veðurspá janúarmánaðar. Snjór var heldur fyrr á ferðinni en reiknað var með, en kom engu að síður þannig að ágæt sátt var um spána. Nýtt tungl kviknaði 28. jan. í NV og er það ráðandi fyrir veðurfar í þessum mánuði. Síðan kviknar nýtt tungl 26. febrúar í S. og er góutungl. Nokkrir draumar klúbbfélaga benda til þess að veður í febrúar verði svipað og það var í janúar. Vindar blási úr öllum áttum og hitastig verði hátt miðað við árstíma. Í lok mánaðar má gera ráð fyrir einhverri rumpu, sem þó stendur stutt.
Meira

Tvær nýjar útgáfu frá Þ Kollektiv

Þann fyrsta þessa mánaðar kynnti hið húnvetnska útgáfufélag Þ Kollektiv sína fimmtu og sjöttu útgáfu með efni frá tveimur hljómsveitum. Í þetta skiptið er leitað langt út fyrir landsteinana, því að sveitirnar koma ala leið frá Hollandi og Indónesíu. Um er að ræða Zweite Tafelmusik efitr Larmschutz og Þolarity eftir Bottlesmoker. Hægt er að nálgast útgáfurnar frítt á heimasíðu og Bandcamp síðu Þ Kollektiv.
Meira

Edduverðlaunagripurinn smíðaður í FNV

Nýlega fór fram tilnefning til Edduverðlaunanna en þau verða afhent við hátíðlega athöfn þann 26. febrúar nk. Þá var einnig kynntur til sögunnar nýr verðlaunagripur sem nú verður afhentur í fyrsta sinn og er hannaður af Árna Páli Jóhannssyni, leikmyndahönnuði, og leysir hann af hólmi fyrri styttu sem hefur verið veitt frá upphafi, árið 1999.
Meira

#kvennastarf

Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins hafa, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, hrundið af stað átaki sem ber nafnið #kvennastarf. Algengt er talað sé um „hefðbundin kvennastörf“. Með #kvennastarf er ætlunin að brjóta niður úreltar hugmyndir og benda ungu kynslóðinni á að fyrir bæði kynin eru allar leiðir færar í námi og starfi. Átakið #kvennastarf vísar til mýtu sem flestir landsmenn kannast við, mýtunnar um að starfsgreinar geti flokkast í kvennastörf og karlastörf.
Meira

Skrifstofa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flytur tímabundið á Ísafjörð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja skrifstofu sína tímabundið vestur á Ísafjörð dagana 13. 14. og 15. febrúar næstkomandi. Með ráðherranum í för verður m.a. ráðuneytisstjóri og aðstoðarmaður ráðherra.
Meira

Tíu sækja um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

Á vef dómsmálaráðuneytisins segir að tíu umsóknir bárust um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra en auglýsing var birt í byrjun janúar. Umsóknarfrestur rann út 25. janúar.
Meira

112 dagurinn í Húnaþingi vestra og á Blönduósi

Á morgun, laugardaginn 11. febrúar, er 112 dagurinn. Á Blönduósi og Hvammstanga verða viðbragðsaðilar með dagskrá í tilefni dagsins.
Meira

Ódýrari skólamáltíðir og síðdegisvistun í Skagafirði og í Húnaþingi vestra

Í síðustu viku greindi feykir.is frá nýlegum samanburði ASÍ á gjaldskrá leikskólanna í stærstu sveitarfélögum landsins. Könnunin náði einnig til gjaldskrár fyrir skólamáltíðir og síðdegisgæslu og útkoman hjá Sveitarfélaginu Skagafirði var einnig jákvæð hvað það snerti.
Meira

Stéttarfélög bjóða á námskeið

Í nýjum námsvísi Farskólans kemur fram að ýmis stéttarfélög bjóða félagsmönnum sínum á námskeið. Þannig bjóða Stéttarfélögin Kjölur, Samstaða og SFR félagsmönnum sínum á þrjú námskeið. Þar er um að ræða skrautskriftarnámskeið, ræktun kryddjurta og ræktun matjurta.
Meira

Arctic Coastline Route - Strandvegur um Norðurland

Verkefnið Arctic Coastline Route eða strandvegur um Norðurland hófst fyrir um einu og hálfu ári síðan sem samstarfsverkefni sveitarfélaganna Skagafjarðar, Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um ferðamannaveg um Tröllaskaga.
Meira