V-Húnavatnssýsla

Inga Björk gefur kost á sér í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni

Inga Björk Bjarnadóttir gefur kost á sér í 1. –2. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í forsíðuviðtali við Ingu í Fréttablaðinu í dag. Inga Björk er fædd árið 1993 og uppalin í Borgarnesi en hefur verið búsett í Reykjavík síðastliðin ár þar sem hún stundar meistaranám í listfræði við Háskóla Íslands.
Meira

Ellefu í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Ellefu gefa kost á sér í forvali um sex efstu sætin á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar, fimm konur og sex karlar. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og kjörskrá verður lokað 21. ágúst. Forvalið fer fram í póstkosningu frá 31 ágúst – 5. september, sem er síðasti dagur til að póstleggja atkvæði.
Meira

Yfir 2000 laxar veiddir í Blöndu

Nýjustu tölur frá heimasíðu Landssambands veiðifélaga, sýna að Blanda er komin yfir 2000 laxa en í heild hafa veiðst 2028 laxar. Í fyrra veiddust alls 4829 laxar í blöndu og því talsvert í þá tölu.
Meira

Yfirlýsing um framboð frá Bjarna Jónssyni

Hér með tilkynnist að ég gef kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar og býðst til þess að leiða listann í 1. sæti.
Meira

Grunnmenntaskóli í vetur

Farskólinn-Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra ætlar í vetur að bjóða upp á Grunnmenntaskólann sem er 300 kennslustunda nám, ætlað þeim sem eru orðnir 20 ára. Þeir sem ljúka náminu geta haldið áfram námi við framhaldsskóla og hentar því þeim sem eru með stutta skólagöngu að baki en vilja byrja aftur í skóla.
Meira

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á NLV

Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt lista yfir frambjóðendur í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. Eftirfarandi gefa kost á sér:
Meira

Tilkynning um þátttöku í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Ég undirrituð, Dagný Rósa Úlfarsdóttir, hef ákveðið að bjóða mig fram í 3.-5. sæti í forvali hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi vegna komandi kosninga. Mér finnst mikilvægt að fyrir VG starfi fjölbreyttur hópur með mismunandi sjónarmið og reynslu og því tek ég þátt. Ég hef setið í sveitarstjórn Skagabyggðar í 6 ár og öðlast þar góða og mikla reynslu. Ég er búsett í Austur-Húnavatnssýslu og hef starfað sem grunnskólakennari á Skagaströnd síðan 1999.
Meira

Hvenær er maður nógu gamall?

Mér líður stundum sem 16 ára ungum manni eins og litið sé niður til mín þegar ég tjái skoðanir mínar opinberlega. Eitt sinn var sagt við mig að ég ætti ekkert að vera tjá mig um hluti sem ég hefði ekkert vit á, sem dæmi.
Meira

Áform um álver á Hafursstöðum í biðstöðu

Í fréttablaðinu á mánudaginn var haft eftir Ingvari U. Skúlasyni, framkvæmdastjóra Klappa Development ehf., að framkvæmdir um álver á Hafursstöðum í Skagabyggð væri í biðstöðu. Sagði hann ástæðuna vera þá að verið væri að bíða eftir að orkufyrirtækin teldu sig geta selt orku.
Meira

Gæðingamót Þyts og Neista á laugardaginn

Sameiginlegt gæðingamót Þyts og Neista verður haldið á Blönduósi 13. ágúst nk. Þá verður opið íþróttamót Þyts haldið á Hvammstanga 19.-20. ágúst næstkomandi.
Meira