V-Húnavatnssýsla

Birnur á Hvammstanga sigursælar

Kvennalið Kormáks á Hvammstanga í blaki, Birnurnar, gerði góða ferð suður á Álftanes um helgina á hraðmót sem haldið var til styrktar kvennalandsliðinu í blaki. Alls var keppt í sex deildum og voru reglur frábrugnar því sem venja er þar sem spilað var upp á tíma en ekki til stiga eins og venja er.
Meira

Tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands í líffræði

Mikael Snær Gíslason, nemandi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands í líffræði, en Ólympíukeppnin fer fram í Englandi í sumar. Hann hafnaði í 3. sæti í úrslitakeppninni sem fram fór um liðna helgi.
Meira

Ökumenn eins og beljur að vori!

Óhætt er að segja að vegfarendur á Norðurlandi vestra hafi sprett úr spori um helgina en á Facebooksíðu lögreglunnar segir að þeir hafi hagað sér líkt og beljur að vori. Þannig höfðu 30 ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur seinni part föstudags og í gær hafði á þriðja tug ökumanna fengið að líta stöðvunarljósin.
Meira

Framsagnarkeppni í Húnavatnsþingi

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin þriðjudaginn 7. mars í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Keppendur voru tíu frá fjórum skólum, Höfðaskóla á Skagaströnd, Blönduskóla á Blönduósi, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Keppnin er tileinkuð Grími heitnum Gíslasyni, fréttaritara og bónda frá Saurbæ í Vatnsdal, og er hún jafnframt liður í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin er um allt land og miðar að því að vekja athygli og glæða áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði.
Meira

Parmaskinkusalat og grillaðir þorskhnakkar

„Uppskriftirnar eru hugdettur og samtíningur úr ísskápnum eftir matarlöngun hverju sinni og eru gerðar eftir tilfinningu og smekk, oftast erum við frekar kærulaus í eldhúsinu og sullum bara einhverju saman sem okkur finnst gott og langar í, það þarf ekki alltaf uppskriftir. Þær tilraunir hafa oftar en ekki tekist og þessar hafa staðið upp úr,“ segja Arnrún Bára Finnsdóttir og Kristján Ásgeirsson Blöndal frá Blönduósi sem voru matgæðingar vikunnar í 10. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Þriðjudagstungl annað hvort góð eða vond

Þriðjudaginn 7. mars 2017 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Hófst hann kl. 14:00 og stóð yfir í 25 mínútur. Fundarmenn voru alls 14 talsins. Klúbbfélagar fóru yfir veðurspá febrúarmánaðar og var almenn ánægja með hvernig sú spá gekk eftir og segja má að veðurbreytingar sem ráð var fyrir gert hafi staðist nánast upp á klukkutíma.
Meira

Lokað í Nýprenti eftir hádegi í dag

Viðskiptavinir Nýprents og Feykis eru beðnir velvirðingar á því að lokað verður eftir hádegi í dag, föstudaginn 10. mars. Þeim sem þurfa að koma auglýsingum í Sjónhorn eða Feyki er bent á að senda póst á netfangið nyprent@nyprent.is eða hafa samband fyrir allar aldir (upp úr kl. 8) á mánudagsmorgni.
Meira

Mottudagurinn 10. mars

Á morgun, föstudaginn 10. mars, hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr. „Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllu mögulegu tengdu karlmanninum, fatnaði, höfuðfötum, gerviskeggi o.s.f. og hvetjum alla landsmen til að gera slíkt hið sama. Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag,“ segir á heimasíðu Mottumars.
Meira

Fræðslustjóri að láni

Verkefnið Fræðslustjóri að láni er hafið í Húnaþingi vestra en markmið þess er að gera sveitarfélaginu kleift að setja fræðslu starfsmanna í markvissan farveg. Felst það í því að bæta gæði þjónustu, auka framlegð og starfsánægju starfsmanna.
Meira

Ungt fólk og lýðræði

Dagana 5.-7. apríl mun UMFÍ standa fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði og er þetta í níunda sinn sem UMFÍ stefnur fyrir slíkri ráðstefnu. Að þessu sinni verður hún haldin á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN – UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS.
Meira