V-Húnavatnssýsla

Kynlíf, kjólar og rabb-a-babb

Í nýjum Feyki sem kom út í dag kennir ýmissa grasa. Í aðalviðtali er Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Aþingis sem brátt lætur af störfum eftir áratuga farsælt starf. Hann segir m.a. frá því þegar hann laumaðist á kaffistofu fiskvinnsluverkstjórans og hringdi í ritstjóra Vísis og bað um vinnu sem blaðamaður. Þá ræðir hann um pólitíkina og þær breytingar sem hafa átt sér stað á þeim vettvangi og svo það sem honum er mikið hugleikið, tengsl hans við Skagafjörð.
Meira

Píratar felldu listann og kjósa á ný

Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir og lýkur kosningu á hádegi á morgun, 7. september. Ellefu frambjóðendur gefa áfram kost á sér en bæði Þórður Guðsteinn Pétursson, sem kosinn var efstur á lista í prófkjörinu, og Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum, hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í endurkosningunni.
Meira

8% lækkun á lambakjöti

Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhús KVH hafa nú birt verðskrá fyrir sláturtíð 2016 en hún mun taka gildi þann 12. september. Á heimasíðu Kaupfélags Skagfirðinga segir að mikið hafi borist af sláturfjárloforðum til sláturhúsa KS og KVH og er þegar búið að skipuleggja slátrun vel fram í október. Sama verðskrá gildir frá byrjun og út sláturtíð þar sem ekki greiðist álag á einstakar vikur.
Meira

Gunnar Bragi valinn í efsta sæti

Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi héldu kjördæmisþing sitt um nýliðna helgi að Bifröst í Borgarfirði. Þar var ákveðið með uppstillingu hverjir myndu skipa lista flokksins í komandi kosningum. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun leiða listann líkt og hann hefur gert frá síðustu kosningum.
Meira

Haraldur Benediktsson leiðir lista Sjálfstæðismanna

Talið var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag og liggur nú ljóst fyrir hverjir skipa fjögur efstu sæti listans fyrir komandi kosningar. Haraldur Benediktsson mun leiða listann en hann skipar nú annað sæti á eftir Einari K. Guðfinnssyni sem gefur ekki kost á áframhaldandi setu á Alþingi.
Meira

Sigfús Þorgeir Fossdal er Norðurlands Jakinn 2016

Norðurlands Jakinn sem er ný aflraunakeppni í anda Vestfjarðarvíkingsins fór fram á Norðurlandi dagana 25. til 27. ágúst sl. Keppni hófst um hádegið sl. fimmtudag með Öxullyftum við Selasetrið á Hvammstanga en seinna um daginn tóku kapparnir réttstöðulyftu við Blönduskóla. Daginn eftir var haldið á Dalvík þar sem kútum var kastað yfir vegg fyrir ofan menningarhúsið Berg og endað á Húsavík með Uxagöngu við Hafnarsvæði.
Meira

Björn Þór ráðinn skrifstofustjóri

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Björn Þór Hermannsson til að gegna embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála, frá og með 1. september sl. Björn Þór er frá Hvammstanga og stundaði á sínum tíma nám við FNV.
Meira

Skipað í þrjú efstu sætin á lista Viðreisnar

Uppstillingarnefnd Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið hverjir skipa þrjú efstu sæti flokksins í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði leiðir listann og í öðru sæti verður Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Þriðja sætið skipar Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri Rarik á Vesturlandi.
Meira

Miðfirðingar og Hrútfirðingar héldu í göngur í gær

Fyrstu göngur haustsins hófust um hádegi í gær, þegar bændur í Hrútafirði og Miðfirði héldu til fjalla. Fyrsti réttardagur haustsins verður á morgun, laugardag, en þá er réttað í Hrútatungurétt í Hrútafirði, Miðfjarðarrétt í Miðfirði og Rugludalsrétt í Blöndudal.
Meira

Tveggja tíma bið eftir lögreglu er banaslys varð á Hvammstanga

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra í vikunni mættu Páll Björnsson lögreglustjóri Norðurlands vestra og Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn til fundar við byggðarráð og var umræðuefnið verkferla lögreglu þegar bifreið fór fram af bryggjunni á Hvammstanga í síðustu viku og ökumaður lét lífið.
Meira