V-Húnavatnssýsla

Brúðuverkið Engi sýnt á Hvammstanga

Engi er frumsamið brúðuverk fyrir börn 3+, skapað af Gretu Clough. Það verður sýnt þann 1. maí í Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 14 og kl. 18. Sýningin er 45 mínútur að lengd, ekkert hlé er sýningunni og ekkert er talað.
Meira

Vor í lofti hjá Lillukórnum

Hinir árlegu vortónleikar Lillukórsins verða að þessu sinni í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 30. apríl n.k. og hefjast klukkan 14. Kórstjóri er Ingibjörg Pálsdóttir og stjórnandi og undirleikari Sigurður Helgi Oddsson.
Meira

Áskorun um margföld framlög til byggðamála

Aðalfundur Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila fór fram 16. apríl sl. að Hraunsnefi í Borgarbyggð. Í upphafi fundar flutti gestur fundarins, Elfa Björk Sævarsdóttir frá Rauðabergi á Mýrum, stutt erindi um hugmynd sem hún er með og gengur út á að veita faglega aðstoð við uppsetningu á gæðakerfi í heimavinnslum. Elfa er matvælafræðingur að mennt og hefur unnið hjá Actavis síðustu 18 ár við gæðastjórnun.
Meira

Karlatöltið komið til að vera

Karlatölt Norðurlands fór fram á Hvammstanga á laugardaginn. „Var það samróma álit allra að mótið hefði verið hið glæsilegasta og sé algjörlega komið til þess að vera um ókomna tíð,“ segir á heimasíðu Hestamannafélagsins Þyts.
Meira

Námskeið í meðhöndlun matvæla

Farskólinn hyggst bjóða upp á Matarsmiðju, námskeið í meðhöndlun matvæla með áherslu á kjötafurðir og vinnslu beint frá býli. Nemandi sem lýkur matarsmiðju hefur öðlast grunnfærni, leikni og öryggi í vinnubrögðum til að hann geti unnið að vöruþróun úr eigin afurðum í samræmi við lög og reglur.
Meira

Ný eldsmiðja vígð í FNV

Það var margt um manninn í Hátæknimenntasetri Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðastliðinn miðvikudag til að fylgjast með vígslu nýrrar Eldsmiðju í skólanum. Enda hefur hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu í 16 ár, að sögn Björns Sighvatz, kennari í málmiðngreinum við skólann. Þá hafa jafnvel nokkrir beðið þess að komast á námskeið í eldsmíði í tíu ár.
Meira

Kór eldri borgara söng með góðum gestum

Vorið er tími tónleika hjá hinum ýmsu kórum og sönghópum. Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra er þar engin undantekning og hélt hann sína árlegu vortónleika í Nestúni á Hvammstanga í síðustu viku. „Það var margt um manninn á tónleikunum á efri hæðinni og gnótt veitinga fyrir tónleikagesti,“ segir í frétt á Norðanátt.is. Stjórnandi kórsins, Ólafur Einar Rúnarsson, hóf tónleikana með einsöng við undirleik Elinborgar Sigurgeirsdóttur. Kórinn söng svo við undirleik Elinborgar og síðar sungu Ólafur og Kristín Kristjánsdóttir einsöng með kórnum og sérlegir gestir tónleikanna brugðu sér í kórinn í lokalaginu. Nokkrir nemendur Ólafs í söng við Tónlistarskóla Húnaþings vestra sungu einsöng við undirleik Elinborgar. Það voru þau Friðrik Már Sigurðsson, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Ingi Hjörtur Bjarnason og Skúli Einarsson.
Meira

Sextán luku íslenskunámi á Hvammstanga

Nú á vorönn hefur Farskólinn – Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra staðið fyrir tveimur íslenskunámskeiðum á Hvammstanga. Annað námskeiðið var fyrir byrjendur,, íslenska fyrir útlendinga 1, þar sem sex nemendur stunduðu nám. Hitt var fyrir lengra komna, íslenska fyrir útlendinga 3, þar sem tíu nemendur luku námi.
Meira

35 ára afmælisblað Feykis

Þann 10. apríl síðastliðinn voru liðin 35 ár síðan fyrsta tölublað Feykis leit dagsins ljós. Í tilefni þessa hefur nú verið gefið út sérstakt afmælisblað sem dreift er frítt til allra íbúa á Norðurlandi vestra, auk þess sem það er aðgengilegt hér á vefnum.
Meira

Eldsmiðja FNV vígð í dag

Eldsmiðja Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem staðsett er í Hátæknimenntasetri skólans, verður vígð við hátíðlega athöfn í dag, miðvikudaginn 20. apríl kl. 16:00. Á vefsíðu skólans kemur fram að í tilefni vígslunnar mætir Beate Stormo, Norðurlandameistari í eldsmíði, á staðinn og vígir aðstöðuna.
Meira