V-Húnavatnssýsla

Less is more

Nú eru útsöluslárnar að hverfa hægt og rólega úr búðunum og nýjar vörur fara að streyma inn, mér til mikillar ánægju. Við Íslendingar erum reyndar ekki alveg tilbúin í að kaupa vor og sumarvörur strax, þar sem allt er á kafi í snjó ennþá, en það eru einmitt vörurnar sem við förum að sjá í „nýjar vörur“ rekkunum á næstunni.
Meira

Heildarstefna í húsnæðismálum

Á sumarþingi 2013 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu í 10 liðum. Um var að ræða aðgerðaáætlun sem fól það m.a. í sér að taka á skuldavanda heimila, auka stöðugleika og gagnsæi á húsnæðislánamarkaði og vinna að framtíðarskipan húsnæðismála, þar á meðal úrbótum á leigumarkaði.
Meira

Staða viðræðna um nýja búvörusamninga á lokametrunum

Samninganefnd bænda hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna stöðu viðræðna um nýja búvörusamninga en viðræður milli fulltrúa bænda og stjórnvalda hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Í yfirlýsingunni kemur fram að samningagerð sé nú langt komin en henni er þó ekki lokið. „Samninganefndin mun á næstu dögum leggja allt kapp á að klára samningana svo hægt sé hefja kynningu á þeim í heild meðal bænda,“ segir í yfirlýsingunni.
Meira

Hvessir síðdegis með ofanhríð

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi en þó eru aðeins hálkublettir í Skagafirði. Í ábendingu frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar segir að hvessa eigi með ofanhríð um landið norðvestanvert. Síðdegis verði snjókoma og skafrenningur frá Snæfellsnesi og Dölum, vestur og norður um Strandir, Skaga, Fljót og utanverðan Eyjafjörð. Hringvegurinn frá Holtavörðuheiði til Akureyrar verður hins vegar að mestu í sæmilegu vari.
Meira

Metfjöldi gesta hjá Selasetri Íslands árið 2015

Á síðasta ári heimsóttu rúmlega 27 þúsund ferðamenn Selasetur Íslands á Hvammstanga. Samkvæmt vef Selasetursins er það 35% aukning frá árinu 2014. Árið 2014 var jafnframt metár með um 20 þúsund gestakomur.
Meira

Breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga mótmælt

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) mótmæla þeim hugmyndum sem koma fram í þingskjali nr. 290, um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir að auknum tekjum Jöfnunarsjóðs vegna hlutdeildar í sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki verði ráðstafað árlega í samræmi við álagt heildarútsvar ársins 2013. Þetta kemur fram í fundargerð SSNV frá 12. janúar sl.
Meira

Alvarlegur hrossasjúkdómur landlægur í nágrannalöndunum aldrei greinst hérlendis

Í tengslum við umræðu um kverkeitlabólgu í Svíþjóð vill Matvælastofnun vekja athygli á mikilvægi smitvarna til að viðhalda góðri sjúkdómastöðu í hrossum hér á landi. Í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun segir að Kverkeitlabólga sé alvarlegur hrossasjúkdómur sem telst landlægur í öllum okkar nágrannalöndum þó alla jafna takist að einangra þau tilfelli sem upp koma og hindra faraldra.
Meira

Austur-Húnavatnssýsla áberandi á Mannamóti

Markaðsstofur landshlutanna, sem eru sex talsins, standa árlega fyrir Mannamóti, sem er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum, sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, og síðast en ekki síst að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar.
Meira

Hæg breytileg átt og él í dag

Fremur hæg breytileg átt og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en norðaustan 8-13 á Ströndum seint í kvöld. Norðaustan 10-18 og él á morgun, en hægari inn til landsins, einkum austantil. Frost 1 til 8 stig. Hálka og hálkublettir er á vegum.
Meira

Árekst­ur á Sauðárkróki

Tveir bíl­ar skullu harka­lega sam­an á Aðal­götu á Sauðár­króki um tvöleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki slasaðist ökumaður ann­ars bíls­ins lít­il­lega og var hann flutt­ur á sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri.
Meira