V-Húnavatnssýsla

Sundpokar geta verið varasamir

Í fréttatilkynningu frá Vís er vakin athygli á því að sundpokar svokallaðir geti verið varasamir en dæmi eru fyrir því að böndin á pokunum hafi farið utan um háls barna og þrengt að öndunarvegi.
Meira

Sameiginlegir framboðsfundir Sjálfstæðisflokksins

Sameiginlegir framboðsfundir með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verða á Norðvesturlandi, sem hér segir:
Meira

Þórður Guðsteinn efstur í prófkjöri Pírata

Prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga lauk í gær. Kosningar voru rafrænar og fóru fram dagana 8. til 15. ágúst. Alls gáfu 17 kost á sér á lista og 95 greiddu atkvæði, eða 72,5% Pírata í kjördæminu. Niðurstöður prófkjörsins hafa verið birtar á vef flokksins og eru þær eftirfarandi:
Meira

Karítas knapi mótsins

Sameiginlegt Gæðingamót hestamannafélaganna Þyts og Neista var haldið á Blönduósi á laugardaginn sl. Karítas Aradóttir, keppandi í unglingaflokki, var valin knapi mótsins og Abel frá Sveinsstöðum hestur mótsins.
Meira

Stjórn SSNV vill halda ársþing og haustþing

Áttundi fundur stjórnar SSNV var haldinn á Blönduósi sl. þriðjudag. Þar var gerð tillaga vegna samþykktar 23. ársþings þar sem laganefnd gerði tillögu þess efnis að undirbúin yrði stofnun fulltrúaráðs sem skipað verði fulltrúum frá öllum sveitarfélögum sem aðild eiga að SSNV eða annarra sambærilegra lausna leitað til að opna betur fyrir aðkomu sveitarstjórna að SSNV.
Meira

Inga Björk gefur kost á sér í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni

Inga Björk Bjarnadóttir gefur kost á sér í 1. –2. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í forsíðuviðtali við Ingu í Fréttablaðinu í dag. Inga Björk er fædd árið 1993 og uppalin í Borgarnesi en hefur verið búsett í Reykjavík síðastliðin ár þar sem hún stundar meistaranám í listfræði við Háskóla Íslands.
Meira

Ellefu í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Ellefu gefa kost á sér í forvali um sex efstu sætin á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar, fimm konur og sex karlar. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og kjörskrá verður lokað 21. ágúst. Forvalið fer fram í póstkosningu frá 31 ágúst – 5. september, sem er síðasti dagur til að póstleggja atkvæði.
Meira

Yfir 2000 laxar veiddir í Blöndu

Nýjustu tölur frá heimasíðu Landssambands veiðifélaga, sýna að Blanda er komin yfir 2000 laxa en í heild hafa veiðst 2028 laxar. Í fyrra veiddust alls 4829 laxar í blöndu og því talsvert í þá tölu.
Meira

Yfirlýsing um framboð frá Bjarna Jónssyni

Hér með tilkynnist að ég gef kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar og býðst til þess að leiða listann í 1. sæti.
Meira

Grunnmenntaskóli í vetur

Farskólinn-Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra ætlar í vetur að bjóða upp á Grunnmenntaskólann sem er 300 kennslustunda nám, ætlað þeim sem eru orðnir 20 ára. Þeir sem ljúka náminu geta haldið áfram námi við framhaldsskóla og hentar því þeim sem eru með stutta skólagöngu að baki en vilja byrja aftur í skóla.
Meira