V-Húnavatnssýsla

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Handverkshátíð 2016

Opnað hefur verið fyrir umsóknir þátttakenda á Handverkshátíð við Hrafnagil sem haldin verður dagana 4. – 7. ágúst næstkomandi. Líkt og undangengni ár geta þátttakendur sótt um sölubás á innisvæði, útisvæði eða í matvælatjaldi. Með umsókn skuldbindur sýnandi sig til að taka þátt í sýningunni alla 4 sýningardagana.
Meira

Fanney Dögg liðsstjóri Mountain Horse

Sjötta og næst síðasta liðið sem kynnt er til leiks fyrir KS-Deildina 2016 er lið Mountain Horse. Liðstjóri er Fanney Dögg Indriðadóttir og með henni eru Elvar Logi Friðriksson, Hallfríður S. Óladóttir og Hans Þór Hilmarsson. „Þarna er athyglisvert lið á ferðinni,“ segir í fréttatilkynningu frá Meistaradeild Norðurlands.
Meira

Skil með úrkomu og hlýnandi veðri fer yfir landið

Spáð er suðaustan 18-23 og slyddu með morgninum á Ströndum og Norðurlandi vestra, en mun hægari og snjókomu síðdegis. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust um tíma á morgun. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar kemur fram að skil með úrkomu og hlýnandi veðri fari norður yfir landið í dag.
Meira

Fjör á Bókasafninu á Hvammstanga á öskudaginn

Að venju var líf og fjör á Bókasafni Húnaþings vestra á Hvammstanga á öskudaginn. Að sögn Guðmundar Jónssonar, starfsmanns þar, flykktust börnin þangað til að syngja og þáðu sælgæti fyrir.
Meira

„Mitt er þitt og þitt er mitt“ – konur á fyrri tíð

Á sunnudaginn kemur verður opnuð í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði ný sýning sem ber yfirskriftina „Mitt er þitt og þitt er mitt“ – konur á fyrri tíð.
Meira

Umsóknarfrestur nálgast hratt

Í fréttatilkynningu frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra er minnt á það að umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum nálgist hratt, en hann rennur út næstkomandi mánudag, 15. febrúar.
Meira

SUPERSTAR á Hvammstanga um páskana

Leikfélög UMF Grettis og Kormáks munu setja upp sýninguna SÚPERSTAR í Fèlagsheimilinu Hvammstanga um komandi páska. Leikstjórn er í höndum Sigurðar Líndal Þórissonar, hljómsveitastjórn í höndum Daníels Geirs Sigurðssonar og sér Ingibjörg Jónsdóttir um skipulagningu. Frá þessu segir á vef Norðanáttar.
Meira

Lækkum leiguverð

Það er staðreynd að veruleg fjölgun hefur átt sér stað á leigumarkaði, frá árinu 2008. 20,8% heimila voru á leigumarkaði árið 2014, samanborið við 12,9 % árið 2008. Auk þessa hafa kannanir, m.a. frá ASÍ sýnt fram á að margir þeirra sem búa á leigumarkaði, búa við verulega þungan húsnæðiskostnað. Algengt er að sá húsnæðiskostnaður nemi á bilinu 40 – 70 % af ráðstöfunartekjum.
Meira

Ísólfur kemur í stað Hönnu Rúnar í Íbess-Hleðslu

Fjórða liðið sem mun taka þátt í KS-Deildinni í ár er Íbess-Hleðsla. Liðstjóri er Jóhann B. Magnússon og með honum er Magnús Bragi Magnússon, Ísólfur Líndal Þórisson og Anna Kristín Friðriksdóttir.
Meira

Stjórn SSNV ályktar vegna fyrirhugaðrar skerðingar á póstþjónustu

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á N orðurlandi vestra, SSNV, hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmæli þeirri ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar að heimila Íslandspósti að draga úr póstdreifingu í aðildarsveitarfélögunum sjö sem standa að SSNV.
Meira