V-Húnavatnssýsla

4. flokkur Tindastóls/Hvatar/Kormáks með 12 efstu á Íslandsmótinu

Strákarnir í 4. flokki Tindastóls/ Hvatar/ Kormáks eru meðal tólf liða sem keppa til úrslita á Íslandsmótinu í knattspyrnu helgina 2.-4. september. Hafa þessi þrjú lið átt í samstarfi í yngri flokkunum í knattspyrnu síðan í fyrra og sent sameiginleg lið á Íslandsmót í 2., 3. og 4. flokki.
Meira

Björt framtíð kynnir framboðslista sína

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti í gærkvöldi sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum á fjölmennum fundi. Á listunum er fjölbreytt flóra frambjóðenda með víðtæka menntun og reynslu. Á meðal þeirra eru þroskaþjálfi, lögreglukona, dósent, stjórnsýslufræðingur, leikskólastjóri og landgræðsluvistfræðingur.
Meira

Hatursorðræða, falskir prófílar og auðkennastuldur

Christine Grahn, framkvæmdastjóri opinberrar stefnu Facebook á Norðurlöndunum, fundaði í gær með fulltrúum SAFT verkefnisins í höfuðstöðvum Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. SAFT stendur fyrir samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Flest lönd glíma við áskoranir á borð við einelti á netinu, hatursorðræðu, falska prófíla og auðkennastuld.
Meira

Minningarstund í Hvammstangakirkju

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. ágúst, verður minningarstund í Hvammstangakirkju kl. 20:00 vegna fráfalls Vilém Cahel.
Meira

Sonja og Kvaran efst í fjórgangi

Opna íþróttamót Þyts 2016 fór fram á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga, félagssvæði Þyts, 19. og 20. ágúst sl.. Þátttaka var ágæt og þetta er síðasta mót sumarsins, að sögn Kolbrúnar Stellu Indriðadóttur, formanns Þyts.
Meira

Banaslys við höfnina á Hvammstanga

Ökumaður bif­reiðar, 55 ára karlmaður, lést þegar bíll hans fór í höfnina á Hvammstanga á fimmta tímanum síðdegis í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Meira

Áskorendamótið á Dæli

Áskorendamótið á Dæli í Víðidal verður haldið föstudaginn 26. ágúst næstkomandi. Mótið hefst klukkan 18:00. Samkvæmt fréttatilkynningu verður mótið með sama hætti og í fyrra, keppt verður í fimmgangi, fjórgangi, tölti og tölti T2.
Meira

Áform um endurbyggingu mylluhússins í Kirkjuhvammi

Til stendur að endurbyggja mylluhúsið í Kirkjuhvammi við Hvammstanga næstu misserin og stendur áhugahópur um mylluna að þeim framkvæmdum. Myllan sem nú stendur uppi í Kirkjuhvammi var endursmíðuð af Jóni Ágústssyni og Birni Þ. Sigurðssyni, Bangsa, árið 1996.
Meira

Eins og að setjast á skólabekk á hverjum degi

Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsti Alþingismaður Íslandssögunnar, en hún komst nokkuð óvænt inn á þing sem fjórði þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi við kosningarnar 2013.
Meira

Réttir í Húnavatnssýslum

Haustið er á næsta leiti og þá hefjast uppskerustörfin í sauðfjárræktinni með göngum, réttum og sláturtíð. Þessir spennandi og þjóðlegu viðburðir munu setja svip sinn á næstu vikurnar um land allt.
Meira