V-Húnavatnssýsla

Bjartviðri og kalt í dag

Suðaustan 3-8 m/s er á Stöndum og Norðurlandi vestra, lengst af bjartviðri og frost 2 til 12 stig, kaldast til landsins. Víða er hálka á Norðurlandi en sums staðar snjóþekja á útvegum.
Meira

Mikið um að vera á Skíðasvæði Tindastóls á næstunni

Það sem af er vetri hefur tíðarfarið verið mjög gott til skíðaiðkunar í Tindastóli. Viggó Jónsson staðarhaldari segir að veðurfarslega hafi veturinn verið með eindæmum hagfelldur - ekki mikið um umhleypingar, nóg af snjó í fjallinu og mjög gott færi.
Meira

Hestar fyrir alla

Fyrirhugað er að halda reiðhallarsýningu Þyts, Hestar fyrir alla, föstudaginn 18. mars næstkomandi. Sýningin verður haldin í samstarfi æskulýðsnefndar Þytsog annarra félagsmanna og vonast nefndin auðvitað eftir góðum undirtektum félagsmanna. „Til að halda sýningu verðum við að hafa atriði og þess vegna leitum við til ykkar félagsmenn góðir, sem og annarra áhugasamra,“ segir á vef Hestamannafélagsins Þyts.
Meira

Fjólubláa liðið sigraði fjórganginn

Annað kvöld Húnvetnsku liðakeppninnar var haldið í reiðhöllinni á Hvammstanga sl. föstudagskvöld. Á vef hestamannafélagsins Þyts segir að um skemmtilegt kvöld hafi verið að ræða, margir frábærir hestar og knapar sýndu listir sínar. Það var Fjólubláa liðið sigraði kvöldið og náði sér í 65,2 stig.
Meira

Nýir búvörusamningar undirritaðir á föstudag

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs skrifuðu undir nýja búvörusamninga sl. föstudag. Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026.
Meira

Sýning um líf kvenna á fyrri tíð á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Sýningin „Mitt er þitt og þitt er mitt – konur á fyrri tíð“ opnaði á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna sunnudaginn 14. febrúar. Á sýningunni er fjallað um líf kvenna á Íslandi á fyrri tíð. „Áhugaverð sýning sem dregur frásagnir af konum á safnasvæðinu fram í dagsljósið,“ segir um sýninguna á vef Norðanáttar.
Meira

Ófært á Þverárfjallsvegi

Á Norðurlandi er hálka og snjóþekja á vegum en ófært er á Þverárfjalli, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Þungfært er á Siglufjarðarvegi frá Ketilás í Siglufjörð. Samkvæmt spá Veðurstofunnar snýst í hæga suðlæga átt á dag á Ströndum og Norðurlandi vestra, léttir til og kólnar.
Meira

Strákar, ekki gleyma Konudeginum á sunnudaginn

Ég henti í smá pistil fyrir kvenþjóðina fyrir Bóndadaginn en nú er komið að ykkur strákar að gefa konunni eitthvað sniðugt á Konudaginn. Nú þarf ég að passa mig að hafa pistilinn ekki of langan því þið viljið hafa allt einfalt því ef það verður of flókið þá gætuð þið fengið valkvíða og hætta við að gefa elskunni ykkar gjöf, og það má alls ekki gerast. Þetta snýst ekki um að hafa gjöfina dýra heldur er það hugsunin á bak við gjöfina sjálfa.
Meira

Vill skýringu á ávinningi af sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni

Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, hefur beint spurningum til heilbrigðisráðherra um ávinning af sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Elsa Lára óskar eftir upplýsingum um sparnað af sameiningu eftirtalinna heilbrigðisstofnana: Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, þ.e. á Akranesi, í Borgarnesi, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, á Hólmavík og Hvammstanga. Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, þ.e. á Patreksfirði og Ísafirði. Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, þ.e. á Blönduósi og Sauðárkróki.
Meira

„Við ákváðum að finna okkur eitthvað að gera“

Hjónin Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal hafa búið á Sauðárkróki síðan 1996, en þau áttu engin tengsl við staðinn áður en þau fluttu þangað ásamt fjórum börnum sínum fyrir utan nokkra kunningja og vini. Í dag eiga þau og reka tvö fyrirtæki sem eru umsvifamikill í veitinga- og gistihúsageiranum á Sauðárkróki.
Meira