V-Húnavatnssýsla

Upp er runninn öskudagur, ákaflega skýr og fagur

Sagt er að öskudagur eigi sér átján bræður og sé eitthvað til í því þurfa íbúar á Norðurlandi vestra ekki að kvíða veðurfarinu næsta rúman hálfa mánuðinn, þó vissulega væri nokkuð kalt í morgun.
Meira

Hreinsun vega langt komin en þungfært á Siglufjarðarvegi

Það snjóar á Norðurlandi en samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru þó flestir vegir vel færir og hreinsun vega langt komin. Enn er þó þungfært á Siglufjarðarvegi. Norðan 8-15 og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Lægir smám saman á morgun. Frost 2 til 10 stig.
Meira

Pallaball á Hvammstanga í mars

Þrír ungir menn á Hvammstanga standa fyrir svo kölluðu Pallaballi á Hvammstanga, helgina fyrir páska. Allur ágóðinn af dansleiknum rennur til kaupa á ómtæki fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.
Meira

Kólnandi veður á morgun

Norðaustan 10-18 m/s og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en hægari og úrkomulítið í innsveitum. Norðan 8-15 annað kvöld og víða éljagangur. Kólnandi veður, frost 3 til 9 stig seint á morgun. Snjóþekja eða hálka og er á flestum leiðum Norðvesturlands.
Meira

Einar Örn Gunnarsson sigraði Söngkeppni NFNV

Söngkeppni Nemendafélags FNV fór fram í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gærkvöldi. Fjöldi flottra söngatriða voru flutt, alls 14 talsins, en það var Einar Örn Gunnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari. Í dómnefnd voru Íris Olga Lúðvíksdóttir, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Erna Rut Kristjánsdóttir.
Meira

Söngkeppni NFNV í kvöld

Söngkeppni Nemendafélags FNV fer fram í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í kvöld, föstudaginn, 5. febrúar, og hefst kl. 20:00. „Ómissandi tónlistarskemmtun,“ segir um viðburðinn í auglýsingu.
Meira

Veðrið einna verst í Húnaþingi vestra - „Hver aðstoðarbeiðnin á fætur annarri“

Ekkert ferðaveður var á Norðurlandi vestra í gærkvöldi, þá sérstaklega í Húnaþingi vestra. Ökumenn lentu í vandræðum og björgunarsveitir stóðu í ströngu, samkvæmt því sem segir á Facebook-síðu Lögreglunnar á NLV. Lögreglan beindi því til ökumanna að vera ekki á ferðinni. „Til að mynda tók það björgunarsveitarmenn á breyttri jeppabifreið tvær klukkustundir að aka frá Hvammstanga að Víðihlíð sem alla jafna er um 20 mínútna akstur,“ segir á síðunni.
Meira

Ekkert ferðaveður um norðanvert og norðvestanvert landið í dag og á morgun

Varað er við stormi eða roki (20 til 28 m/s) um landið sunnan- og vestanvert síðdegis, en norðan- og austanlands í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er spáð vaxandi austanátt og snjókoma, 18-25 og talsverð snjókoma í kvöld, hvassast á annesjum. Lægir í fyrramálið og styttir að mestu upp eftir hádegi. Frost 0 til 5 stig.
Meira

„Velkomin á Norðurland vestra“ - skemmtilegt kynningarmyndskeið um NLV

Textílsetur Íslands á Blönduósi hefur birt skemmtilegt kynningarmyndskeið á netinu um Norðurlandi vestra. Í myndskeiðinu er sagt stuttlega frá helstu atvinnugreinum svæðisins og hvað það er einna þekktast fyrir, s.s. ullarframleiðslu, menningu og listir og mikla náttúrufegurð.
Meira

Framúrskarandi fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Creditinfo hefur birt lista yfir þau 682 fyrirtæki af tæplega 35.842 sem skráð eru í hlutafélagaskrá sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2015. Þetta er í sjötta sinn sem Creditinfo gefur út listann en af þeim 682 fyrirtækjum sem komust á lista eru tólf þeirra á Norðurlandi vestra.
Meira