V-Húnavatnssýsla

Eins og að setjast á skólabekk á hverjum degi

Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsti Alþingismaður Íslandssögunnar, en hún komst nokkuð óvænt inn á þing sem fjórði þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi við kosningarnar 2013.
Meira

Réttir í Húnavatnssýslum

Haustið er á næsta leiti og þá hefjast uppskerustörfin í sauðfjárræktinni með göngum, réttum og sláturtíð. Þessir spennandi og þjóðlegu viðburðir munu setja svip sinn á næstu vikurnar um land allt.
Meira

120 nýnemar hefja nám við FNV

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur í 37. sinn í gær í hátíðarsal skólans. Að sögn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara er aðsókn í skólann mjög góð og kennt í öllum deildum iðngreina í vetur. Alls hefja 120 nýnemar nám við skólann í haust.
Meira

Fimm hlutu styrki úr Húnasjóði

Síðast liðinn fimmtudag voru afhentir styrkir úr Húnasjóði. Fór afhendingin fram á kaffihúsinu Hlöðunni á Hvammstanga en formaður byggðarráðs, Elín Jóna Rósinberg, afhenti styrkina. Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000.
Meira

Sauðfé flest í Húnaþingi vestra

Byggðastofnun tók nýlega saman upplýsingar um dreifingu sauðfjárbúa og frístundabúskapar á Íslandi. Var þetta gert vegna sauðfjárhluta búvörusamnings ríkisins og Bændasamtakanna. Flest bú með yfir 600 fjár eru á Norðurlandi vestra og fé er flest í Húnaþingi vestra en næst flest í Skagafirði.
Meira

Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi stilla upp á lista

Síðastliðinn laugardag hélt Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi aukakjördæmisþing í Tjarnarlundi í Saurbæ. Á þinginu var felld tillaga um að bjóða til tvöfalds kjördæmaþings sem fengi það verkefni að kjósa framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Þess í stað var ákveðið að kjósa uppstillingarnefnd sem mun kynna niðurstöður sínar á kjördæmisþingi sem haldið verður á Bifröst í Borgarfirði 3.-4. september næstkomandi. Húni.is greinir frá.
Meira

Blakdeild Kormáks býður uppá byrjendaæfingar

Blakdeild Kormáks ætlar að bjóða uppá byrjendaæfingar. Samkvæmt auglýsingu í Sjónauka vikunnar verður fyrsta æfingin verður fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20 – 21. Er sú æfing er eingöngu fyrir þá sem hafa ekki spilað blak og langar að byrja.
Meira

Opið héraðsmót í knattspyrnu á Hvammstanga

Á sunnudaginn verður haldið opið héraðsmót í knattspyrnu á Hvammstangavelli. Mótið hefst klukkan 14 og stendur fram eftir degi. Spilað verður í tveimur flokkum, 18-29 ára og 30 ára og eldri. Ekki verða gerðar undantekningar með yngri leikmenn en heimilt er fyrir leikmenn að spila niður um flokk. Leiktími verður tvisvar sinnum tíu mínútur. Sex leikmenn eru inná í hverju liði en hámarks leikmannafjöldi í hverju liði verður sjö manns.
Meira

Norðanátt og þoka sums staðar við ströndina síðdegis

Hæg breytileg átt og bjart með köflum er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en Veðurstofa Íslands spáir norðan 3-8 m/s síðdegis og sums staðar þoka við ströndina. Hiti 8 til 17 stig.
Meira

FNV settur næstkomandi mánudag - Innritun í fjarnám í fullum gangi

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur á sal Bóknámshúss skólans mánudaginn 22. ágúst kl. 18:00. Á vef FNV kemur fram að kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst kl. 08:00. Þá opnar heimavist skólans kl. 13:00 nk. mánudag. „Foreldrar nýnema eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Aðalfundur foreldrafélags skólans verður haldinn að lokinni skólasetningu,“ segir á vefnum.
Meira