V-Húnavatnssýsla

Áhyggjur af fjölgun umferðaslysa

Morgunblaðið fjallar um á vef sínum Mbl.is að aukin tíðni umferðaslysa í Húnaþingi vestra valdi miklum áhyggjum. Rætt er við Kristján Þor­björns­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Blönduósi, og Svein Karlsson, bifvélavirkja á Borðeyri við Hrútafjörð, en hann hefur þjón­ustað lög­regl­una á Blönduósi und­an­far­in 20 ár með drátt­ar­bíl ef um­ferðaró­höpp verða í Húnaþingi vestra, frá Víðidalsá upp á miðja Holta­vörðuheiði. Báðir segja þeir sl. ár hafa verið sérstaklega annasamt.
Meira

Snjóþekja eða hálka á vegum

Snjóþekja eða hálka er á vegum í Norðurlandi og éljagangur í Skagafirði. Norðan 5-10 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra, lægir á morgun og styttir upp að mestu þegar líður á daginn. Kólnandi veður, frost 5 til 13 stig síðdegis.
Meira

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa býður stúlkum á sjálfstyrkingarnámskeið

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa bauð öllum stelpum á 12. aldursári í fimm sveitarfélögum í Húnavatnssýslum kostur á að sækja námskeið helgina 24. – 25. október síðastliðinn. Námskeiðið köllum við „Stelpur geta allt“ en markmiðið með því er að styrkja sjálfsmynd ungra stelpna. Kennsla, matur, gisting og afþreying var í boði klúbbsins.
Meira

Ljósadagurinn haldinn í annað sinn

Ljósadagurinn er haldinn í annað sinn í dag, þriðjudaginn 12. janúar, en þá er kveikt á útikertum eða luktum til minningar um látna ástvini. Hugmyndin að Ljósadegi kom upp í kjölfar táknræns gjörnings dagana eftir að Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir og Skarphéðinn Andri Kristjánsson létust í kjölfar slyss sem varð 12. janúar 2014.
Meira

N4 í Norrænt samstarf

Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri hefur fengið styrk frá verkefnasjóði NORA, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, til að koma á fót samstarfi um gerð sjónvarpsþáttanna Á norðurslóðum - I norden, frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Norður-Noregi með það að markmiði að kynna líf, menningu, lífshætti og störf á norðurslóðum og miðla því á frummáli á alþjóðlegum vettvangi.
Meira

Súpufundur og námskeið á vegum Markaðsstofu Norðurlands

Föstudaginn 15. janúar 2016, á efri hæð á Greifanum Akureyri, verður haldið námskeið um breytingar á virðisaukaskatt í ferðaþjónustu á vegum KPMG 11:00-12:00 og súpufundur um þróun og uppbyggingu í vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi 12:00-13:00.
Meira

Útsölutips!

Á útsölum er hægt að gera frábær kaup, ef þú veist af hverju þú ert að leita. Að fara á þær bara af því að allir aðrir gera það endar yfirleitt að maður kaupir einhverja vitleysu. Þetta gerðist svolítið oft hjá mér í innkaupaferðunum erlendis því þar fékk maður lítinn tíma til að fara í búðir, eins og t.d. H&M. Allt svo ódýrt og allt keypt sem þótti flott. Þegar uppi var staðið var þetta alls ekki ódýrt því maður notaði bara brot af þessu öllu. Góð kaup ekki satt!
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar 28 styrkjum

Síðastliðinn föstudag, þann 8. janúar, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrki til ýmissa menningartengdra verkefna, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum.
Meira

Global Game Jam á Kollafossi í lok janúar

Þann 29. til 31. janúar næstkomandi verður haldið „Global Game Jam“ um allan heim, þar með talið á Kollafossi í Vesturárdal í Húnaþingi vestra. Þar hefur undanfarin tvö ár verið haldið hið óvenjulega Isolation Game Jam.
Meira

Fjöldi lítilla gististaða er á skrá á Norðurlandi vestra

Hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra eru 134 gististaðir á skrá. Flestir þeirra eru smáir, eða 84 af þessum 134 og fá þeir skoðun annað hvert eða jafnvel fjórða hvert ár. Þar er m.a. um að ræða litla gistiskála og gistiheimili án veitingasölu, heimagistingu og minni fjallaskála.
Meira