V-Húnavatnssýsla

Kanínubúinu að Syðri-Kárastöðum bjargað

Söfnun Birgit Kositzke, kanínubónda til bjargar búi sínu Syðri-Kárastöðum í Húnaþingi vestra, lauk á Karolina Fund þann 15. janúar síðastliðinn. Birgit lagði upp með að safna 3000 evrum en niðurstaðan var að 4.819 evrur söfnuðust, tæp 700 þúsund, en 91 aðili lét fé af hendi rakna. Rætt er við Birgit á Dv.is.
Meira

Bjart að mestu og kaldast í innsveitum

Hæg suðlæg eða breytileg átt er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Bjart að mestu og frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum. Áframhaldandi hálka er síðan á velflestum vegum Norðanlands. Búast má við umferðatöfum í Strákagöngum vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.
Meira

Ásdís Aþena og Rannveig Erla sigurvegarar í Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra haldin síðastliðinn laugardag, þann 16. janúar. Samkvæmt Facebook-síðu Grunnskóla Húnaþings vestra var flott frammistaða hjá öllum keppendum.
Meira

Hálka á velflestum vegum

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er hæg suðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað að mestu. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Hálka er á velflestum vegum á Norðurlandi. Þá má búast við umferðatöfum í Strákagöngum vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs og atvinnuþróunar og nýsköpunar. Á árinu 2016 verður ein aðalúthlutun með umsóknarfresti til og með 15.febrúar nk.
Meira

Mikil heitavatnsnotkun á árinu 2015 í Húnaþingi vestra

Í tilkynningu frá Hitaveitu Húnaþings vestra segir að við reglulegan álestur á hitaveitumælum hafi komið í ljós mikil almenn heitavatnsnotkun á árinu 2015.
Meira

Síðasti skráningardagurinn á Mannamót

Mannamót eru handan við hornið og fresturinn rennur út í dag. „Sýningin Mannamót sem haldin er fimmtudaginn 21. janúar í flugskýli Ernis er kjörinn vettvangur fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni til þess að koma vöru sinni á framfæri,“ segir í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra á morgun

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldin á morgun, laugardaginn 16. janúar, og fer hún fram í Félagsheimili Hvammstanga. Húsið opnar kl. 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00. Áætlað er að keppninni ljúki um kl. 22:00.
Meira

Kalt í dag en minnkandi frost á morgun

Snjóþekja eða hálka er á vegum á Ströndum og Norðurlandi vestra. Það er suðaustlæg átt 3-8 m/s og léttskýjað, frost 4 til 14 stig. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis á morgun, þykknar upp og minnkandi frost.
Meira

Íslandspóstur fækkar dreifingardögum í dreifbýli

Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað Íslandspósti að fækka dreifingardögum á 75 póstnúmerum, sem dreifð eru um allt land. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, sem birt var á vef stofnunarinnar sl. föstudag, skal fyrirkomulag dreifingarinnar vera 2+3, þ.e. þriðjudag og fimmtudag í viku 1 og mánudag, miðvikudag og föstudag í viku 2 o.s.frv. Breytingin tekur m.a. til Hvammstanga (pnr. 531, 500), Blönduóss (541, 540, 545) og Sauðárkróks (551, 560, 565, 566, 570) og tekur gildi þann 1. mars 2016.
Meira