V-Húnavatnssýsla

Blanda áfram í þriðja sæti

Blanda er nú í þriðja sæti yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og hefur heldur hægst á veiðinni þar, en í síðustu viku skipaði áin annað sætið á listanum. Vikuveiðin þar var 192 laxar, samkvæmt nýjustu veiðitölum á angling.is. Á sama tíma var vikuveiðin i Miðfjarðará 382 laxar.
Meira

Sigríður Thorlacius í Borgarvirki í kvöld

Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi er hafin og í kvöld verða tónleikar í Borgarvirki, sem eru einn af hápunktum hátíðarinnar. Að þessu sinni mun Sigríður Thorlacius skemmta á tónleikunum. Umhverfið í Borgarvirki er einstakt og hljómburðurinn frábær í þessu stuðlabergsvirki sem stendur skammt frá þjóðvegi 1 í Húnaþingi vestra.
Meira

Heyskapur hefur gengið vel í eindæma tíðarfari

Fyrri slætti er víðast hvað lokið á Norðurlandi vestra og hefur heyskapur almennt gengið vel, enda tíðarfar með eindæmum gott. Bændur sem Feykir hafði samband við létu vel af heyjum og tíðarfari, þó að sums staðar sé töluvert um kal. Þá lítur vel út með kornrækt og gæti þresking hafist í byrjun september.
Meira

Með þingmann í maganum?

„Ertu með þingmann í maganum? Auglýst er eftir framboðum í flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Frambjóðendur í flokksvalinu geta þeir verið sem eru félagar í Samfylkingunni og hafa kjörgengi í kjördæminu,“ segir í tilkynningu frá kjörstjórn Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Norðanpaunk 2016 - Fréttatilkynning

Árlegt ættarmót pönkara verður haldið á Laugarbakka verslunarmannahelgina 2016 dagana 29. til 31. júlí. Skráning á ættarmótið fer aðeins fram á heimasíðu félags áhugamanna um Íslenska jaðartónlist:www.nordanpaunk.org (engir miðar við hurð!)
Meira

Ellefu ára gutti landaði einum 20 punda

Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá því í gær að hinn ellefu ára gamli Natan Theodórsson hafi veitt 20 punda lax í Hrútafjarðará.
Meira

Erlendur ferðamaður slasaðist á bifhjóli

Þann 17. júlí síðastliðinn féll erlendur ferðamaður af bifhjóli á Kjalvegi, sunnan Blöndulóns.
Meira

„Við þurfum að gæta að jafnvægi á milli ferðaþjónustunnar og selanna“

Á dögunum settust blaðamenn Feykis niður með sérfræðingum Selasetursins en þeir eru nú orðnir fjórir talsins og koma til með að rannsaka seli og umhverfi þeirra á einn eða annan hátt. Okkur lá forvitni á að vita meira um sérfræðingana og rannsóknirnar sem í gangi eru á Selasetrinu þessi misserin.
Meira

Eldur í Húnaþingi hefst á morgun

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi hefst á morgun, miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Það eru þau Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir og Mikael Þór Björnsson sem eru framkvæmdastjórar hátíðarinnar og hafa á bak við sig svokallaða Eldsnefnd sem er þeim til aðstoðar við undirbúninginn.
Meira

Selatalningin mikla í næstu viku

Selatalningin mikla fer fram fimmtudaginn 21. júlí næstkomandi og er þetta tíunda árið í röð sem Selasetrið á Hvammstanga stendur fyrir talningunni. Taldir verða selir á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Vestur-Húnavatnssýslu og óskar Selasetrið eftir þátttöku sjálfboðaliða við talninguna en mark­miðið með henni er að afla upp­lýs­inga um fjölda sela á svæðinu.
Meira