V-Húnavatnssýsla

Ísólfur Líndal Íþróttamaður USVH 2015

Kjöri Íþróttamanns ársins hjá USVH var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga sl. mánudag, þar sem fram fór Staðarskálamótið í körfubolta 2015. Íþróttamaður USVH árið 2015 var kjörinn Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamaður frá Lækjamóti í Víðidal en hann hlaut 35 stig í kjörinu. Norðanátt.is greinir frá.
Meira

Stormur á Tröllaskaga og Skagaströnd

Vonskuveður hefur gengið yfir landið í nótt og í morgun. Lægðin er nú yfir landinu, rétt 930 millibör. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er stormur í kringum Tröllaskaga og Skagaströnd núna um hádegisbil. Spáð er vaxandi suðvestanátt, 18-28 m/s upp úr hádegið, hvassast á annesjum, en hægari í kvöld. Hiti um og yfir frostmarki.
Meira

Flugeldasölur og gamlársbrennur í Húnavatnssýslum

Brenna og flugeldasýning verða á sínum stað á gamlárskvöld á Blönduósi á vegum Björgunarfélagsins Blöndu. Í Glugganum segir að kveikt verði í brennunni kl. 20:30 og hefst flugeldasýningin skömmu síðar. „Verið er að safna styrktaraðilum að flugeldasýningunni til að hún verði enn glæsilegri en áður,“ segir í auglýsingunni. Flugeldasala er aðal fjáröflun Björgunarsveitanna.
Meira

Stofnfundur Menningarfélags Húnaþings vestra í kvöld

Stofnfundur Menningarfélags Húnaþings vestra verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 29. desember, klukkan 21:00 í Bókasafni Húnaþings vestra, Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Tilgangur félagsins verður að hlúa að og styðja við hvers kyns menningarstarfsemi í Húnaþingi vestra.
Meira

Ferðaveður með versta móti

Í dag er suðaustan 10-15 og él á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hiti um frostmark. Mjög djúp lægð gengur yfir landið með vaxandi austan- og norðaustanátt í kvöld, 18-23 m/s og slydda í nótt. Hægari um tíma í fyrramálið en snýst síðan í hvassa suðvestanátt, allt að 18-25 m/s á Norðurlandi með éljum eða slydduéljum og lélegu skyggni. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verður ferðaveður með versta móti víðast hvar í kvöld og nótt.
Meira

Ljúf jólalög á Jólatónleikum Lóuþræla

Karlakórinn Lóuþrælar hélt nýverið jólatónleika á Borðeyri og á Hvammstanga. Tónleikarnir voru þeir fyrstu undir stjórn nýs kórstjórnanda, Daníels Geirs Sigurðssonar, sem tók við að stýra kórnum nú í haust. Á tónleikunum flutti kórinn ýmis ljúf jólalög, íslensk og erlend.
Meira

Vaxandi suðaustanátt og slydda á morgun

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er sunnan 3-10, bjart veður og minnkandi frost. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 13-20 og slydda seinnipartinn á morgun, en mun hægari seint annað kvöld, einkum vestantil. Hiti 0 til 5 stig.
Meira

Húnar aðstoða fasta ferðamenn á aðfangadagskvöld

Björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga lögðu erlendum ferðamönnum í lið á aðfangadagskvöld en ferðamennirnir, sem voru frá Suður-Kóreu, höfðu fest sig á Holtavörðuheiði. „Um leið og kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin klukkan sex þá hringdu símar félaga í sveitinni í samhljómi með útkallsboðum,“ segir á Facebook-síðu sveitarinnar.
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Meira

Vetrarsólstöður í dag

Margir fagna eflaust vetrarsólstöðum, en þær eru einmitt í dag, 22. desember og að þeim loknum tekur daginn að lengja á ný. Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands kemur fram að tíminn frá sólaruppkomu til sólarlags þennan dag er 4 klukkustundir og 8 mínútur í Reykjavík. Þar er einnig að finna upplýsingar um dögun, birtingu, sólris, hádegi, sólarlag, myrkur og dagsetur á sjö daga fresti fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Akureyri, Grímsey, Norðfjörð og Vestmannaeyjar. En hvers vegna verða vetrarsólstöður?
Meira