V-Húnavatnssýsla

Þæfingur á Þverárfjallsvegi

Vaxandi suðaustan átt var á Ströndum og Norðurlandi vestra í nótt, þykknaði upp, 8-15 með snjókomu. Lægir og styttir að mestu upp í dag, en snýst í vaxandi norðaustan átt með snjókomu seint í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjóinn á morgun. Flestir vegir eru færir á Norðurlandi, ýmist er hálka eða snjóþekja en á Þverárfjalli er þæfingur og skafrenningur. Éljagangur er nokkuð víða.
Meira

145 umsóknir bárust Uppbyggingarsjóði

Þann 15. febrúar sl. rann út umsóknarfrestur um styrki frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra árið 2016 en styrkir sjóðsins eru veittir til atvinnuþróunar og nýsköpunar og til menningarverkefna á Norðurlandi vestra.
Meira

Víða vantar fólk til starfa

Athygli vekur hve fjölmörg störf eru auglýst laus til umsóknar á Norðurlandi vestra um þessar mundir, um er að ræða bæði framtíðarstörf og í sumarafleysingar. Í Feyki í dag er auglýst eftir rannsóknarmanni við sjávarlíftæknisetrið Biopol á Skagaströnd. Þá eru auglýst nokkur laus störf við lúxushótelið að Deplum í Fljótum, eins og greint var frá í morgun.
Meira

Artemisia og Korgur sigruðu fjórganginn

Fyrsta kvöld KS-Deildarinnar í hestaíþróttum fór fram í Svaðastaðahöllinni í gærkvöldi. Keppt var í fjórgangi. Sigurvegarar kvöldsins voru Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli með einkunnina 8,07. Það var lið Hrímnis sem vann liðsskjöldinn með tvo knapa í A-úrslitum og einn í B-úrslitum.
Meira

Skipulagning Elds í Húnaþingi miðar vel áfram

Eldur í Húnaþingi fer fram dagana 20. – 24. júlí, hefst á miðvikudegi og endar á sunnudegi. Dagskráin er þegar farin að taka á sig mynd. Í Feyki sem kom út í síðustu viku er rætt við framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Sólrúnu Guðfinnu Rafnsdóttur, um hvernig gengur. Hún og eiginmaður hennar, Mikael Þór Björnsson, tóku formlega að sér skipulagningu hátíðarinnar í desember sl. og sér hann um fjármálastjórn.
Meira

Litir ársins 2016

Já, þið sjáið rétt. Þetta eru litirnir sem litasérfræðingarnir hafa valið sem liti ársins 2016. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem valdnir eru tveir litir saman. En sérfræðingarnir telja þessa tvo verða áberandi bæði í tískufatnaði og heimilisskreytingum þetta árið. Í fyrra völdu þeir vínrauðan en núna eru það Rose quarts og Serenety sem ég kalla með öðrum orðum barnableikt og barnablátt.
Meira

Mustad tekur þátt í fyrsta sinn

Síðasta liðið sem kynnt er til þátttöku í KS-Deildinni í vetur er Mustad. Liðstjóri er Sina Scholz og með henni eru Hlynur Guðmundsson, Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir og Flosi Ólafsson. Hér er um nýtt lið að ræða sem vann sér þátttökurétt í gegnum úrtöku og hefur engin af þessum knöpum keppt áður í KS-Deildinni.
Meira

Síðasta tækifæri að skrá sig á Samgönguþing MN

Í dag er síðasta tækifæri að skrá sig á Samgönguþing MN sem haldið verður í Hofi á morgun. „Við hvetjum alla til að nota tækifærið, hlusta á fróðleg erindi og taka þátt í umræðum,“ segir í fréttatilkynningu. Fundarstjóri er Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Eftirvænting fyrir fyrsta mót KS-Deildarinnar

Fyrsta mót KS-Deildarinnar verður haldið næstkomandi miðvikudagskvöld í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst kl 19:00. Keppt verður í fjórgangi. „Mikil eftirvænting er fyrir þessu fyrsta keppniskvöldi KS-Deildarinnar. Mikið hefur verið um æfingar í Svaðastaðahöllinni að undanförnu og ljóst að liðin leggja mikið undir,“ segir í fréttatilkynningu frá Meistaradeild Norðurlands.
Meira

Dregur smám saman úr vindi með morgninum

Suðvestan ofsaveður er fram undir kl. 09 til 10 á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi, en dregur smám saman úr vindi með morgninum, sunnan 8-15 annað kvöld. Frost 1 til 6 stig. Á Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði.
Meira