V-Húnavatnssýsla

Skipað í þrjú efstu sætin á lista Viðreisnar

Uppstillingarnefnd Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið hverjir skipa þrjú efstu sæti flokksins í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði leiðir listann og í öðru sæti verður Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Þriðja sætið skipar Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri Rarik á Vesturlandi.
Meira

Miðfirðingar og Hrútfirðingar héldu í göngur í gær

Fyrstu göngur haustsins hófust um hádegi í gær, þegar bændur í Hrútafirði og Miðfirði héldu til fjalla. Fyrsti réttardagur haustsins verður á morgun, laugardag, en þá er réttað í Hrútatungurétt í Hrútafirði, Miðfjarðarrétt í Miðfirði og Rugludalsrétt í Blöndudal.
Meira

Tveggja tíma bið eftir lögreglu er banaslys varð á Hvammstanga

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra í vikunni mættu Páll Björnsson lögreglustjóri Norðurlands vestra og Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn til fundar við byggðarráð og var umræðuefnið verkferla lögreglu þegar bifreið fór fram af bryggjunni á Hvammstanga í síðustu viku og ökumaður lét lífið.
Meira

Breyttur útivistartími barna

Vakin er athygli á því, á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að í dag 1. september breytist útivistartími barna. Þá mega börn,12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum.
Meira

Páll snýr aftur í ritstjórastólinn

Páll Friðriksson, sem lét af störfum sem ritstjóri Feykis í árbyrjun 2014, sest aftur í ritstjórastólinn frá og með deginum í dag. Berglind Þorsteinsdóttir, sem hefur ritstýrt Feyki síðan í janúar 2014 og var þar á undan blaðamaður frá því í júlí 2011, lætur nú af störfum og sest á skólabekk.
Meira

Unnið að sköpun myrkranna á milli

KÍTÓN er félag kvenna í tónlist og var það stofnað árið 2012, eftir að í ljós kom að einungis 4% tilnefninga til íslensku tónlistarverðlaunanna það árið féllu í hlut kvenna. „Tilgangur félagsins er að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi,“ sagði Harpa Fönn, verkefnastýra og varaformaður KÍTÓN, í samtali við Feyki. Einn slíkur viðburður, svokölluð tónsmiðja, verður haldinn á Hvammstanga dagana 4.-9. september næstkomandi.
Meira

Feykir aðgengilegur á timarit.is

Feykir gerði samning við Landsbókasafn í vor um að mynda þær síður blaðsins sem ekki voru til í stafrænu formi. Nú hafa þær verið birtar á vefnum, alls um tíu þúsund síður. Feykir er því orðinn aðgengilegur á vefsíðunni timarit.is, frá fyrsta tölublaði sem kom út 10. apríl 1981 til ársins 2009. Það sem eftir stendur, til september 2015, mun verða birt á vefnum í september og svo uppfært árlega eftir það.
Meira

Endurtaka þarf forval VG í NV-kjördæmi

Forvali Vinstrihreyfingar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi hefur verið frestað og verður það endurtekið. Forvalið átti að hefjast í dag og ljúka 5. september og var niðurstaða því ekki orðin ljós. Mistök urðu við útgáfu kjörgagna þar sem leiðbeiningar hafi ekki þótt nógu skýrar.
Meira

Rauði þráðurinn í gegnum lífið

Allt frá barnæsku hefur Steinar Gunnarsson haft þörf fyrir að hafa í nógu að snúast og mikið fyrir stafni, „var svolítið ofvirkur og uppátækjasamur“, eins og hann orðar það sjálfur. Það má segja að það sama sé uppi á teningnum hjá honum á fullorðinsárum. Hann starfar sem lögreglumaður og er einn fremsti hundaþjálfari landsins, auk þess sem hann er á fullu í tónlistinni og nú fyrir skemmstu gaf hann út geisladiskinn Vinir, ásamt æskuvini sínum Bjarna Tryggva.
Meira

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra 2016

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra 2016 voru veittar þann 23. júlí sl. á fjölskyldudegi "Elds í Húnaþingi". Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, kynnti vinningshafa og Ína Björk Ársælsdóttir og Erla B. Kristinsdóttir, fyrir hönd nefndarinnar, afhentu viðurkenningarskjöl og forláta kertalukt. Aðrir í nefndinni eru Sigríður Hjaltadóttir og Þorvaldur Böðvarsson.
Meira