V-Húnavatnssýsla

Vinnustofur fyrir umsækjendur í Uppbyggingarsjóð

Nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og eru starfsmenn SSNV með vinnustofur fyrir umsækjendur af því tilefni til að aðstoða umsækjendur við gerð umsókna. Þessa vikuna eru vinnustofur opnar í Húnaþingi, Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd en í Skagafirði í næstu viku.
Meira

Áskorun til ferðaþjóna á Norðurlandi

Ég hef aldrei nokkurn tímann stílað inn á það að fara í búð þegar hún er lokuð. Mér hreinlega dettur það ekki í hug. En auðvitað eins og karlmanni sæmir hef ég misskilið opnunartíma af og til, en það er óvart. Ég hef heldur aldrei búist við að einhver komi til mín þegar það er lokað og læst.
Meira

Áfram er dregið úr þjónustu á landsbyggðinni

Íslandspóstur hf. ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnartíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum.
Meira

Stéttarfélög bjóða á námskeið í Farskólanum

Stéttarfélögin Kjölur, SFR og Samstaða bjóða félagsmönnum sínum á námskeið í samstarfi viðFarskólann en á vef hans má finna nánari lýsingar á námskeiðin og þar er einnig hægt að skrá sig á þau. Námskeiðin er að sjálfsögðu opin öllum og vill Farskólinn minna á að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína um allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
Meira

50´s áhrif í herratískunni í sumar

Mér hefur alltaf fundist gaman að fylgjast með herratískunni eftir að ég sá um innkaup fyrir Smash í Kringlunni, sem er „streetwear“ verslun. Þegar ég tók það verkefni að mér var eitt stórt vandamál, að versla inn herrafatnað, því framan af hafði ég ekki mikið spáð í henni því kærastinn minn hefur nefnilega verið mjög tregur í að fylgja tískuráðunum mínum. Hann hefur frekar farið sínar eigin leiðir, mér til mikilla ama, og oftar en ekki hef ég þurft að bíta fast í tunguna á mér þegar hann er að setja saman „outfittið“.
Meira

Laust starf safnvarðar á Byggðasafni Húnvetninga og strandamanna

Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf safnvarðar á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna. Um er að ræða fullt starf. Safnvörður ber ábyrgð á daglegu starfi byggðasafnsins, m.a. safnkennslu, skráningu, miðlun og kynningarmálum.
Meira

Úrkomulítið í dag en dálítil él í kvöld og nótt

Sunnan 10-15 og úrkomulítið er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en dálítil él í kvöld og nótt. Lægir á morgun og styttir upp. Kólnandi veður, frost 0 til 5 stig í nótt og á morgun. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru aðalleiðir á Norðurlandi eru mikið til greiðfærar en nokkur hálka er víða á útvegum.
Meira

Tölvur frá Tengli teknar gagnið í Burkína Fasó

Fyrir rúmu ári síðan, í jólablaði Feykis 2014, var greint frá gjöf Tengils ehf. á Sauðárkróki á tölvum til skóla í Afríku. Tölvum í eigu fyrirtækisins, sem áður höfðu verið í notkun í skólasamfélaginu í Skagafirði, hafði verið skipt út og var sú ákvörðun tekin að gefa þær til hjálparstarfs. Tölvurnar hafa nú verið teknar í gagnið í skólanum Ecole ABC de Bobo í Burkína Fasó.
Meira

Hlýtt í veðri næstu daga

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er austan 8-13 m/s og rigning eða slydda með köflum. Hiti 1 til 8 stig. Víða eru hálkublettir eða hálka á vegum. Þá má búast við umferðatöfum í Strákagöngum vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.
Meira

Á að gefa bóndanum gjöf á morgun?

Það vill svo skemmtilega til að bóndadagurinn er á morgun. Á þessum degi hefur skapast sú hefð að eiginkonur/kærustur gefi bónda sínum blóm í tilefni dagsins. Gjafirnar hafa reyndar breyst mikið seinust ár og hugmyndaflugið hefur fengið að njóta sín hjá mörgum þegar kemur að því að velja eitthvað fyrir sinn heittelskaða.
Meira