V-Húnavatnssýsla

Tilkynning um þátttöku í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Ég undirrituð, Dagný Rósa Úlfarsdóttir, hef ákveðið að bjóða mig fram í 3.-5. sæti í forvali hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi vegna komandi kosninga. Mér finnst mikilvægt að fyrir VG starfi fjölbreyttur hópur með mismunandi sjónarmið og reynslu og því tek ég þátt. Ég hef setið í sveitarstjórn Skagabyggðar í 6 ár og öðlast þar góða og mikla reynslu. Ég er búsett í Austur-Húnavatnssýslu og hef starfað sem grunnskólakennari á Skagaströnd síðan 1999.
Meira

Hvenær er maður nógu gamall?

Mér líður stundum sem 16 ára ungum manni eins og litið sé niður til mín þegar ég tjái skoðanir mínar opinberlega. Eitt sinn var sagt við mig að ég ætti ekkert að vera tjá mig um hluti sem ég hefði ekkert vit á, sem dæmi.
Meira

Áform um álver á Hafursstöðum í biðstöðu

Í fréttablaðinu á mánudaginn var haft eftir Ingvari U. Skúlasyni, framkvæmdastjóra Klappa Development ehf., að framkvæmdir um álver á Hafursstöðum í Skagabyggð væri í biðstöðu. Sagði hann ástæðuna vera þá að verið væri að bíða eftir að orkufyrirtækin teldu sig geta selt orku.
Meira

Gæðingamót Þyts og Neista á laugardaginn

Sameiginlegt gæðingamót Þyts og Neista verður haldið á Blönduósi 13. ágúst nk. Þá verður opið íþróttamót Þyts haldið á Hvammstanga 19.-20. ágúst næstkomandi.
Meira

Opna Héraðsmótið í knattspyrnu á Hvammstanga

Sunnudaginn 21. ágúst verður haldið opið héraðsmót í knattspyrnu á Hvammstangavelli. Á mótinu verður spilað í tveimur flokkum 18-29 ára, það er þeir sem eru fæddir árin 1987-1998 og 30 ára og eldri.
Meira

Hlýja í kortunum

Nú er rétti tíminn til að kaupa sólarvörn, sólgleraugu og sólhlíf og fleira sem tengist þessari gulu feimnu kúlu sem stundum heiðrar okkur með nærveru sinni, því hiti er í kortunum hér fyrir norðan í dag og á morgun.
Meira

Tilkynning um framboð

Ég, Hafdís Gunnarsdóttir, gef kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í norðvestur kjördæmi sem haldið verður þann 3. september 2016 og sækist eftir 3. sæti á listanum. Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram er að ég sé ótal tækifæri til að efla svæðin í þessum víðferma kjördæmi og vil með þessum hætti ganga beint til verka.
Meira

Breytt nálgun

Á næstunni fer fram forval Vg í Norðvesturkjördæmi. Ég hef gefið kost á mér í forystu hreyfingarinnar í kjördæminu. Undanfarin ár hef ég verið varaþingmaður Vg.
Meira

Tilkynning um framboð til prófkjörs Sjálfstæðisflokks

Ég, Aðalsteinn Orri Arason tilkynni hér með framboð mitt til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og mun sækjast eftir 4. sæti listans.
Meira

Að sækja vatnið yfir bæjarlækinn

Heilbrigðismálin eru í brennidepli. Undirskriftasöfnunin Endurreisum heilbrigðiskerfið, þar sem tæp 87 þúsund manns hafa ritað nafn sitt undir, sýnir ótvírætt að landsmenn vilja heilbrigðismálin í forgang. Áhersla þeirrar undirskriftasöfnunar var einkum á byggingu nýs Landspítala og á sérhæfða læknisþjónustu. Það skiptir máli fyrir alla landsmenn að góð sérhæfð læknisþjónusta á samfélagslegum grunni sé til staðar á þjóðarsjúkrahúsi í Reykjavík sem allir landsmenn geta gengið að. Hafa verður þó í huga að hér er aðeins um hluta heilbrigðisþjónustunnar að ræða - þó mikilvægur sé. Annar þáttur heilbrigðismála, sem er ekki síður mikilvægur, snýst um um nærþjónustu. Hann felst í því að geta sótt þjónustu og aðstoð með hægum hætti frá sínu heimili. Því miður virðist þessi þáttur heilbrigðisþjónustunnar hafa setið á hakanum á síðari árum Þetta eru hins vegar mál sem brenna mjög á fólki á landsbyggðinni sem oft þarf að fara langar vegalengdir til þess að sækja þjónustu sem flestir landsmenn telja sjálfsagða.
Meira