V-Húnavatnssýsla

Anna Pálína Þórðardóttir er Norðvestlendingur ársins 2015

Anna Pálína Þórðardóttir hefur verið kosin Norðvestlendingur ársins 2015 af lesendum Feykis. Anna, sem varð áttræð 8. apríl sl., gaf á síðasta ári út bókina Lífsins skák sem inniheldur endurminningar hennar.
Meira

Langþráð baráttumál komið í höfn

Baráttan fyrir lægri húshitunarkostnaði hefur staðið lengi. Núna getum við fagnað því að mikilvægum áfanga er náð. Með lögum sem tóku gildi nú um áramótin og lögum sem lúta að jöfnuði í orkukostnaði dreifbýlis og þéttbýlis, eru stigin stærri og varanlegri skref í þessum efnum en við höfum lengi séð.
Meira

Skráningu í fjarnám við FNV lýkur 8. janúar

Í tilkynningu frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra segir að skráningu í fjarnám á vorönn 2016 ljúki á morgun, föstudaginn 8. janúar. Fjölmargir áfangar eru í boði í fjarnámi.
Meira

Blússandi ójöfnuður eða blússandi góðæri?

Í upphafi árs lítum við yfir farinn veg og stígum á stokk og heitum á okkur sjálf að ná árangri í þeim verkefnum sem við erum að kljást við hverju sinni. Á Alþingi eru það fjárlögin sem endurspegla stefnu hverrar ríkisstjórnar og stjórnarandstaðan glímir við að ná fram breytingum á í takt við stefnu sinna flokka.
Meira

Menningarfélag Húnaþings vestra stofnað

Rétt fyrir áramót var stofnað Menningarfélag Húnaþings vestra. Vilhelm Vilhelmsson og Sigurvaldi Ívar Helgason stóðu fyrir stofnun félagsins og boðuðu til stofnfundar þriðjudaginn 29. desember síðastliðinn. Tilgangur félagsins er að hlúa að og styðja við hvers kyns menningarstarfsemi í Húnaþingi vestra og þá einkum með rekstri húsnæðis undir slíka starfsemi.
Meira

Alvarlega slösuð eftir umferðaslys á Hrútafjarðarhálsi

Kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega þegar tveir fólksbílar rákust saman á Hrútafjarðarhálsi laust fyrir átta í gærkvöldi. rúv.is hefur eftir vaktahafandi lækni á bráðamóttöku að konan sé alvarlega slösuð og í lífshættu. Hún var enn í aðgerð á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Meira

Spáð dálítilli snjókomu eða slyddu í dag

Hálka eða hálkublettir eru á Norðurlandi. Norðaustan 8-13 m/s og dálítil snjókoma eða slydda er á Ströndum og Norðurlandi vestra, en þurrt að kalla á morgun. Hiti kringum frostmark.
Meira

Kosning á Manni ársins 2015 lýkur á hádegi í dag

Kjöri á Manni ársins á Norðurlandi vestra lýkur kl. 12 á hádegi í dag, 4. janúar. Kosningin fer fram á forsíðu feyki.is. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar til titilsins og er kosið á milli þeirra sem hér eru nefndir í kosningunni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2015.
Meira

Aldrei selst jafnvel í forsölu

Undirbúningur og framkvæmdir á tilvonandi landsmótssvæðinu að Hólum í Hjaltadal gengur vel og kominn er hugur í hestamenn fyrir landsmóti næsta sumar, ef marka má ganginn í forsölumiða á mótið. „Aldrei hafa jafnmargir keypt miða í forsölu og nú, en um helmingi fleiri hafa nýtt sér forsöluverðin í ár en áður og sala gjafabréfa hefur sömuleiðis náð nýjum hæðum,“ segir í fréttatilkynningu.
Meira

Almenningshlaup á gamlársdag

Á morgun, gamlársdag, verður almenningshlaup á Hvammstanga í boði fyrir þá sem vilja labba, skokka eða hlaupa í góðum félagsskap á síðasta degi ársins.
Meira