V-Húnavatnssýsla

Lengsta stökkið verðlaunað

Um síðustu helgi fór fram þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý, í Skagafirði. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir lengsta stökkið á Mælifelssdal.
Meira

Yfirlýsing frá Ferðamálafélagi Vestur-Húnavatnssýslu

Stjórn Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu harmar viðvarandi og langvinnt sinnuleysi á viðhaldi og uppbyggingu Vatnsnessvegar (nr. 711).Þrátt fyrir ítekraðar ábendingar til þingmanna, ráðherra og Vegagerðarinnar, til margra ára, er ástand vegarins algerlega ólíðandi.
Meira

Átján í prófkjöri Pírata

Þann 8. ágúst hefst atkvæðagreiðsla í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu þingkosningar. Frá þessu er greint á Húnahorni.
Meira

Alls sáust 580 selir

Eins og komið hefur fram áður hjá Feyki, fór Selatalningin mikla fram í tíunda skipti 21. júlí síðastliðinn. Selasetur Íslands stjórnaði talningunni en vísindamenn í bland við sjálfboðaliða gengu um 100 km eftir strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness. Alls tóku 57 sjálfboðaliðar þátt í talningunni, bæði innlendir og erlendir. Heildarfjöldi sela er sáust í talningunni voru 580. Frá þessu segir á huni.is.
Meira

Fullskipað í landslið Íslands í hestaíþróttum

Íslenska landsliðið í hestaíþróttum hefur verið valið af Páli Braga Hólmgeirssyni, liðstjóra. Landsliðið keppir á Norðurlandamóti íslenska hestsins í Noregi, dagana 8.- 14. ágúst næstkomandi. Frá þessu er sagt í Hestafréttum.
Meira

Hversu miklu máli skiptir landsbyggðin?

Man einhver eftir því að einhver ríkisstjórn á Íslandi hafi tekið þá pólitísku ákvörðun að viðhalda byggð á landsbyggðinni, óháð kostnaði? Man einhver eftir því að stjórnmálamenn hafi horft á allt landið sem sinn starfsvettvang og horft lengra fram í tímann en fjögur ár? Man einhver eftir því að jákvæð umræða um landsbyggðina hafi skyggt á þá neikvæðu? Það væri gaman að vita það, svona okkur öllum til fróðleiks.
Meira

Kaffihlaðborð um Verslunarmannahelgina

Í áraraðir hafa Húsfreyjurnar boðið upp á veislur í Hamarsbúð og nú er engin undantekning á því. Ágóðinn hefur ávallt runnið til góðgerðamála í héraðinu og svo mun einnig vera núna.
Meira

Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý lokið

Þriðja umferð í Íslandsmótinu í rallý fór fram í Skagafirði dagana 22. og 23. júlí síðastliðinn en það var Bílaklúbbur Skagafjarðar sem átti veg og vanda að henni. Keppnin, sem er árlegur viðburður, er ávallt vinsæl hjá rallýáhugafólki enda skipulag og verklag hið besta hjá Bílaklúbbnum. Í ár voru tæplega tuttugu áhafnir mættar til leiks ásamt fylgiliði en keppnin er vinsæl útileguhelgi rallýfólks. Veður og færð gerðu áhöfnum erfitt fyrir, mikið hafði rignt dagana fyrir keppni og voru vegir því sleipir auk þess sem mikil þoka takmarkaði skyggni ökumanna.
Meira

Landið allt í byggð!

Einn af þeim málaflokkum sem ég er að takast á við þessa dagana eru byggðamál. Þrátt fyrir góðan vilja hefur ekki tekist með fullnægjandi hætti að sporna við þeim raunveruleika að sumar byggðir í landinu þurfi stanslaust að standa í baráttu við að verja sinn hlut og berjast gegn því að þjónusta minnki og að fólki fækki.
Meira

Heldur hefur hægst á veiði í Blöndu

Samkvæmt nýjum tölum frá Landssambandi veiðifélaga frá 20. júlí, hafa 1492 laxar bitið á agnið það sem af er sumri. Undanfarið hefur þó hægst á laxveiðinni í Blöndu. Frá því er sagt á Húnahorninu.
Meira