V-Húnavatnssýsla

Eldur í Húnaþingi hefst á morgun

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi hefst á morgun, miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Það eru þau Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir og Mikael Þór Björnsson sem eru framkvæmdastjórar hátíðarinnar og hafa á bak við sig svokallaða Eldsnefnd sem er þeim til aðstoðar við undirbúninginn.
Meira

Selatalningin mikla í næstu viku

Selatalningin mikla fer fram fimmtudaginn 21. júlí næstkomandi og er þetta tíunda árið í röð sem Selasetrið á Hvammstanga stendur fyrir talningunni. Taldir verða selir á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Vestur-Húnavatnssýslu og óskar Selasetrið eftir þátttöku sjálfboðaliða við talninguna en mark­miðið með henni er að afla upp­lýs­inga um fjölda sela á svæðinu.
Meira

Húseyjarkvíslin með yfir 100 laxa

Rúmlega hundrað laxar hafa veiðst í Húseyjarkvísl í Skagafirði það sem af er árinu, sem er mun meira en á sama tíma í fyrra, að sögn Þorsteins Guðmundssonar.
Meira

Vel heppnaðir Maríudagar

Um síðastliðna helgi var listasýningin „Maríudagar“ haldin á Hvoli í Vesturhópi, í sjötta sinn. Fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli hefur heiðrað minningu hennar með þessum hætti við góðan orðstír undanfarin ár.
Meira

Húnavaka hefst í dag

Húnavaka byrjar í dag en þá verða ýmis söfn opin og bæjarbúar á Blönduósi fara um bæinn og skreyka hann hátt og lágt. Á Húnahorni er sagt frá viðburði sem haldinn verður í kvöld en það er Blö Quiz sem haldið var fyrst á Húnavöku í fyrra.
Meira

Stelpur rokka á Norðurlandi

Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa af feminískri hugsjón við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Kjarninn í starfinu eru rokksumarbúðirnar, þar sem stelpur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, kynnast farsælum tónlistarkonum, fræð­ast um ýmsar hliðar tónlistar og jafnréttisstarfs og koma fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal vina og fjölskyldu. Samtökin fagna fimm ára afmæli og hafa nú verið stofnuð undirsamtök, Stelpur Rokka Norðurland. Feykir ræddi við Önnu Sæunni Ólafsdóttur verkefnisstýru um samtökin og rokkbúðir sem haldnar verða á Akureyri í lok mánaðarins.
Meira

Fjölmenni í góðri göngu í Trölla

Ferðafélag Skagfirðinga stóð í gær fyrir göngu frá Kálfárdal í Trölla. Þátttaka var með allra mesta móti, 32 göngugarpar á öllum aldri tóku þátt. Veðrið lék við þátttakendur og friðsælt umhverfið skartaði sínu fegursta. Að sögn Ágústs Guðmundssonar, formanns Ferðafélags Skagfirðinga var þessi ganga sú næst fjölmennasta sem hann man eftir á vegum félagsins.
Meira

Leiðsögunám áformað næsta vetur

Næsta skólaár verður boðið upp á svæðisleiðsögunám á Norðurlandi vestra, ef nægur áhugi reynist fyrir hendi. Verða þá 20 ár síðan síðast var boðið upp á námið á þessu svæði.
Meira

Ungt fólk til áhrifa eða skrauts?

Ég heiti Rúnar Gíslason og ég er með ólæknandi áhuga á samfélagsmálum. Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 1.-3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Þeir sem vita að ég er bara tvítugur drengtittur úr Borgarfirði finnst það kannski svolítið djarft, verulega bratt, örlítið klikkað eða hugsanlega jafnvel verulega frekt að sækjast eftir mögulegu þingsæti, þegar væntanlega er völ á eldra og reyndara fólki í þessi hlutverk. Og kannski er þetta meira segja allt í senn, djarft, bratt, klikkað og frekt. Það er samt alls ekki meiningin og það skal ítrekað að þessi ákvörðun er tekin af góðum hug og fyrst og fremst vegna áhuga á velferð samfélagsins.
Meira

Sjötíuþúsund Frakkar áttu ekki roð í hvatningarhróp okkar Íslendinga

Evrópumeistaramótið í knattspyrnu lauk um helgina þegar Portúgalir hömpuðu Evrópumeistaratitlinum í fyrsta sinn. Frakkar þóttu sigurstranglegir fyrir leik og komu úrslitin mörgum á óvart, enda áttu þeir talsvert betri leik gegn Íslandi en Portúgalar. Þóra Kristín Þórarinsdóttir var stödd á á leik Íslands og Frakklands þann 3. júlí og segir stemninguna í áhorfendapöllunum hafa verið magnaða þrátt fyrir mótbyr í fyrri hálfleik.
Meira