V-Húnavatnssýsla

Harðnandi frost næstu daga

Nokkur hálka er í Húnavatnssýslum en vegir að mestu auðir í Skagafirði en þó er hálka á Siglufjarðarvegi fyrir utan Hofsós. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er norðaustlæg átt 8-15 m/s og úrkomulítið, en dálítil snjókoma í kvöld. Frost 0 til 8 stig.
Meira

„Það er hljómurinn innra með okkur sem skiptir mestu máli“

Elinborg Sigurgeirsdóttir hefur stýrt Tónlistarskóla Húnaþings vestra samfleytt frá árinu 1989. Hún er fædd 10. júlí 1951 og er uppalin á Bjargi í Miðfirði. Eiginmaður Elinborgar var Egill Gunnlaugsson, héraðsdýralæknir í Húnaþingi vestra en hann lést 2008. Elinborg er komin af tónlistarfólki í báðar ættir og því ekki að undra að tónlistin yrði hennar ævistarf.
Meira

„Góður dagur á Norðurlandi vestra“

„Ég er afar glaður að þetta skuli hafa klárast með þessum hætti. Það er ekki annað hægt, þetta verða rúmlega þrjátíu störf og 316 milljónir, þannig að það er alveg ljóst að þetta er veruleg innspýting inn á svæðið. Þetta er góður dagur,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður Norðvesturnefndarinnar, um þá ákvörðum Ríkisstjórnarinnar, sem tekin var í morgun, að samþykkja 15 af 30 tillögum sem Norðvesturnefndin setti fram í skýrslu í desember á síðasta ári.
Meira

Kosning á Manni ársins 2015 á Norðurlandi vestra hafin

Eins og undanfarin ár geta íbúar á Norðurlandi vestra kosið mann ársins, úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum Feykis og Feykis.is. Í þetta skiptið bárust sjö tilnefningar til titilsins og verður kosið á milli þeirra sem hér eru nefndir í kosningunni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2015.
Meira

Flutningabíll lenti utan vegar á Holtavörðuheiði

Í fyrrinótt var óskað eftir aðstoð Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga eftir að flutningabíll lenti utan vegar og valt á Holtvörðuheiðinni. Samkvæmt facebook síðu Húna fóru björgunarsveitarmenn á heiðina snemma í gærmorgun til að bjarga farminum og aðstoða við að koma bílnum aftur upp á veg.
Meira

Hvassviðri á Norðurlandi vestra í dag

Búast má við norðaustan hvassviðri eða stormi og hríðarbyl á öllu norðanverðu landinu í dag með takmörkuðu skyggni, hvassast er á NV-verðu landinu. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Norðurlandi vestra.
Meira

Jólatónleikar Lóuþræla 2015

Karlakórinn Lóuþrælar heldur jólatónleika í Barnaskólanum á Borðeyri, þriðjudaginn 15. desember, kl. 20:30 og í Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 16. desember, kl. 20:30. Á söngskránni eru jóla- og aðventulög, íslensk og erlend. Enginn aðgangseyrir.
Meira

Ó, helga nótt í sérflokki

Í síðustu netkönnun Feykis voru talin til nokkur mis sígild jólalög en spurt var hvert laganna kæmi þeim sem svaraði mest í jólagírinn. Það er skemmst frá því að segja að það var jólasálmurinn Ó helga nótt sem vann netkosninguna með miklum yfirburðum, hlaut 30% atkvæða en hægt var að velja á milli níu svara.
Meira

Hætta á flughálku með hlýnandi veðri

Nú er eða hlýna á landinu úr vestri með snjókomu, slyddu og síðar rigningu. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er hætt við að flughált verði við þessi umskipti að loknum frostakafla, þegar blotnar á klaka og þjappaðan snjó sem fyrir er. Hálka er á flestum vegum á Norðurlandi en sumstaðar snjóþekja, einkum á útvegum.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra

Líkt og undanfarin ár auglýsir Feykir eftir tilnefningum um mann ársins á Norðurlandi vestra. Tilnefningunni skal koma til Feykis á netfangið feykir@feykir.is í síðasta lagi fyrir miðnætti í kvöld, 14. desember.
Meira