V-Húnavatnssýsla

Mikið foktjón í Skagafirði

Söngdívan Diddú var ekki fyrr búin að yfirgefa Skagafjörð, eftir að hafa sungið á tónleikum með Geirmundi Valtýssyni, en stormur sem kenndur hefur við hana gerði mikinn usla í Firðinum. Þrátt fyrir að þarna sé um tilviljun að ræða er ljóst að veðrið sem gekk yfir landið allt sl. mánudag og náði mestum hæðum á Suðurlandi og í Skagafirði, er eitt hið versta í 25 ár. Afleiðingarnar voru þær að umtalsverðar skemmdir urðu á mörgum íbúðar og útihúsum í Skagafirði, þakplötur losnuðu og lausamunir fuku.
Meira

Eru gæludýrið eða hesturinn hrædd við flugeldahljóð?

Um næstu áramót munu margir fjölskyldumeðlimir á íslenskum heimilum fyllast óöryggi og skelfingu, þegar mannfólkið kveikir í skoteldum sér til skemmtunar. Þetta eru gæludýrin og hestarnir. Það er í flestum tilfellum hægt að laga eða fyrirbyggja hræðslu við hljóð fyrirfram. Þetta er gert með því að venja þau á hljóðin, svo þau átti sig á að ekkert hættulegt sé á ferð.
Meira

Fyrsti áfangi tekinn formlega í notkun á þriðjudag

Í sumar og haust hafa staðið yfir miklar framkvæmdir hjá Hitaveitu Húnaþings vestra, í Miðfirði og Hrútafirði. Verklegum framkvæmdum hitaveitunnar er nú að mestu lokið og verður fyrsti áfangi tekinn formlega í notkun þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 14:30.
Meira

Íbúðalánasjóður selur 504 fast­eignir um land allt

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að setja um 500 íbúðir úr eigna­safni sjóðsins í opið sölu­ferli. Um er að ræða þriðjung þeirra íbúða sem nú eru í eigu sjóðsins eða 504 íbúðir alls. Íbúðirnar eru um land allt og verða boðnar til sölu í 15 eigna­söfnum. Veru­legur hluti íbúðanna er í útleigu en hluti eign­anna þarfnast lagfær­ingar.
Meira

Vel mætt á aðventutónleika í Ásbyrgi

Hópur Vestur-Húnvetninga sem staðið hafa að tónleikahaldi fyrir jólin undanfarin ár hélt jólatónleika í Ásbyrgi síðastliðinn fimmtudag. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, keppandi í Voice Ísland og ein af söngkonunum á tónleikunum segir að vel hafi tekist til og mæting verið góð að venju.
Meira

Óskar þess heitast að komast aftur í læknismeðferð til Svíþjóðar

María Ósk Steingrímsdóttir er 22 ára stúlka frá Sauðárkróki. Hún er búsett í Reykjavík þar sem hún stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Þegar blaðamaður Feykis hitti hana á kaffihúsi í borginni á dögunum bar hún það ekki með sér að hafa lifað við viðstöðulausa verki meira og minna allt sitt líf, sársauka sem hún hefur lært að lifa með. Undanfarin tvö ár hafa þó verið henni þungbær með stigvaxandi verkjum og langri bið eftir að komast í aðgerð. María segir óvissuna um hvað framtíðin beri með sér einna erfiðust.
Meira

Útköll í Austur-Húnavatnssýslu en engin í Húnaþing vestra

„Þetta gekk allt vel hér í Húnaþingi vestra. Sveitin var í viðbragðsstöðu, en við þurftum ekki að sinna neinum útköllum. Ég hef ekki heldur frétt af neinu tjóni,“ sagði Gunnar Örn, formaður Björgunarsveitarinnar Húna, í samtali við Feyki nú rétt fyrir hádegi.
Meira

Rafmagnslína á veginum milli Miðsitju og Sólheima í Skagafirði

Rafmagnslína liggur á þjóðvegi 1 í Skagafirði milli bæjanna Miðsitju og Sólheima, unnið er að viðgerð og verður vegurinn lokaður á meðan. Víða er lokun á vegum enn í gangi, verið er að meta aðstæður gagnvart veðri og ástandi og unnið er að opnun þar sem hægt er.
Meira

Skólahald á Norðurlandi vestra í dag

Á vef Svf. Skagafjarðar kemur fram að hefðbundið skólahald verði í Árskóla á Sauðárkróki í dag en Grunnskólinn austan Vatna og Varmahlíðarskóli verða lokaðir. Leikskólinn Ársalir verður opinn en Tröllaborg og Birkilundir lokaðir. Þannig að allt skólahald í Skagafirði fellur niður í dag nema á Sauðárkróki.
Meira

Enn er óvissustig á Norðurlandi vestra

Samkvæmt svari við fyrirspurn Feykis til Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra fyrr í kvöld er ekki búið að lýsa yfir hættustigi í Skagafirði eins og sagt var í fréttum fyrr í kvöld. Þar ríkir hins vegar óvissustig eins og víðast hvar annars staðar á landinu.
Meira