V-Húnavatnssýsla

Píratar auglýsa eftir frambjóðendum

Á Húnahorninu kemur fram að Píratar kalli nú eftir framboðum fyrir næstu Alþingiskosningar í öllum kjördæmum nema í Norðausturkjördæmi þar sem prófkjöri er lokið og listi hefur verið samþykktur.
Meira

Arnar Geir setti vallarmet á Meistaramóti GSS

Meistaramót GSS í eldri flokkum fór fram dagana 6.-9.júlí á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók. Keppt var í fjölmörgum flokkum og var ljómandi góð þátttaka og stemmingin mjög góð.
Meira

Laxanet gerð upptæk

Lögreglan á Norðurlandi vestra aðstoðaði eftirlitsmann frá Fiskistofu í síðustu viku við að gera upptæk laxanet. Hafði eftirlitsmaðurinn orðið var við að búið var að leggja netin við þéttbýliskjarna í umdæmi lögreglunnar. Hald var lagt á netinu og viðurkenndi eigandi þeirra brot sitt, eins og sagt er frá á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til kjördæmisþings fimmtudaginn 14. júlí kl. 20 til að ákveða aðferð við val á framboðslista. Fundað verður á þremur stöðum, þ.e. í Menntaskólanum í Borgarbyggð, Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og Samstöðusalnum á Blönduósi í gegnum skype til að gera fólki kleift að sækja þingið í sínu nærumhverfi.
Meira

Rúmar sjö milljónir í styrk til góðra málefna

Hinn árlegi styrkur Hrossaræktar ehf. til góðgerðarmála var afhentur formlega á landsmóti hestamanna á Hólum sl. laugardag. Söfnunin hófst að venju á Stóðhestaveislunni í apríl sl. þar sem miðasala í árlegu stóðhestahappdrætti fór af stað. Þar barst að auki góður liðsstyrkur frá velgjörðarsjóðnum Aurora sem lagði til rausnarlegt framlag í minningu Einars Öders Magnússonar hestamanns.
Meira

„Vildi hafa læknana með því annars breytist ekki neitt“

Pálmi Ragnarsson frá Garðakoti í Skagafirði greindist fyrir nokkrum árum með krabbamein og hefur hann barist af krafti við það síðan með hjálp eiginkonu sinnar, Ásu Sigurrósu Jakobsdóttur. Hann hefur einnig þurft að berjast við kerfið því læknar vildu ekki senda Pálma í meðferð í Þýskalandi er kallast Proton geislameðferð. Blaðamaður Feykis sótti hjónin heim í Garðakot, í þann mund sem þau afhentu Krabbameinsfélagi Skagafjarðar peningagjöf í nýstofnaðan utanfararsjóð félagsins, og tók þau tali.
Meira

„Viðtökurnar hafa verið alveg framúrskarandi“

Þann 14. júní sl. voru 15 ár liðin frá því fyrsta fréttin var birt á vefmiðlinum Húnahornið, eða Húni.is. Óslitið síðan hafa verið sagðar fréttir af mannlífi, atvinnulífi, framkvæmdum og framförum í héraðinu, eflingu byggðar og öllu því sem gerir Húnavatnssýslu sérstaka að lifa og starfa í eða heimsækja sem ferðamaður. „Það hefur ýmislegt gengið á sl. 15 ár en ekkert svo stórt að það hafi haft áhrif á vinnuna við vefinn. Vissulega höfum við rætt það nokkrum sinnum hvort að komið væri nóg, hvort að þörfin væri fyrir hendi o.s.frv. en á meðan okkur finnst þetta svona skemmtilegt og við höfum tíma, þá höldum við áfram,“ sagði Ragnar Z, Guðjónsson, ábyrgðar- og fyrirsvarsmaður Húnahornsins, í samtali við Feyki.
Meira

Svipmyndir frá lokadegi Landsmót hestamanna á Hólum

Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal er lokið og hversdagslífið tekið við hjá hestamönnum. Veðrið var með besta móti fyrir hestana þó gestir á mótinu hafi á tímum þurft að setja upp húfur.
Meira

Maríudagar 2016

Síðustu fimm ár hefur fjölskylda Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í Vesturhópi heiðrað minningu hennar með listsýningu sem nefnist ,,Maríudagar“. Í ár ætlar fjölskylda hennar enn á ný að efna til ,,Maríudaga“ með sýningu á ýmsum listmunum eftir nokkra listamenn.
Meira

Víkingaklappið tekið á Landsmóti hestamanna - Áfram Ísland!

Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal er að renna sitt skeið. Hér er kveðja frá landsmótinu til íslenska landsliðsins. Það er Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona sem á heiðurinn af myndbandinu.
Meira