Mikið foktjón í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.12.2015
kl. 11.56
Söngdívan Diddú var ekki fyrr búin að yfirgefa Skagafjörð, eftir að hafa sungið á tónleikum með Geirmundi Valtýssyni, en stormur sem kenndur hefur við hana gerði mikinn usla í Firðinum. Þrátt fyrir að þarna sé um tilviljun að ræða er ljóst að veðrið sem gekk yfir landið allt sl. mánudag og náði mestum hæðum á Suðurlandi og í Skagafirði, er eitt hið versta í 25 ár. Afleiðingarnar voru þær að umtalsverðar skemmdir urðu á mörgum íbúðar og útihúsum í Skagafirði, þakplötur losnuðu og lausamunir fuku.
Meira