V-Húnavatnssýsla

Skagafjörður gæti orðið sérlega illa úti

Í viðtali við Óla Þór Árnason, veðurfræðing á Veðurstofu Íslands í hádegisfréttum RÚV kom fram að veðurspáin, einkum í kvöld, væri einna verst fyrir Skagafjörð. Tröllaskaginn, sem gjarnan skýlir ákveðnum svæðum í héraðinu, gæti að þessu sinni virkað eins og magnari á veðrið.
Meira

Veðurklúbburinn spáir rysjóttu tíðarfari og hvítum jólum

Þriðjudaginn 1. des. 2015 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00 með einnar mínútu þögn í virðingarskyni við nýlátinn klúbbfélaga, Gunnar Rögnvaldsson, sem var virkur í starfi klúbbsins og lagði m.a. til veðurfarsvísurnar, sem fylgt hafa veðurspánni á þessu ári.
Meira

Óvissustig vegna óveðurs

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi á landinu vegna óveðurs, í samráði við alla lögreglustjóra landsins. Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu.
Meira

Ofsaveður og fárviðri í kortunum

Aðvaranir Veðurstofunnar hafa vonandi ekki farið fram hjá neinum. Veðrið skellur fyrst á Suðurlandi og er ekki ráðlegt að vera á ferðinni þar eftir klukkan 12 á hádegi. Annars staðar á landinu, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, er ráðlegt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan fimm síðdegis.
Meira

Veðrið að ganga niður en vegir víða ófærir

Veður hefur verið hundleiðinlegt á Norðurlandi vestra í dag, það hefur snjóað duglega í snarpri norðanáttinni og ekkert ferðaveður verið síðasta sólarhringinn. Fjallvegir eru nú flestir ófærir en óveðrið er þó að mestu gengið niður og á morgun, sunnudag, er gert ráð fyrir ágætu veðri.
Meira

Vera hermannanna á svæðinu setti mikinn svip á mannlífið

Nýlega kom út bókin Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra eftir Friðþór Eydal. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur bókin frásagnir og fróðleik af veru breskra og bandarískra hermanna á svæðinu á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.
Meira

Skemmtilegar flíkur sem eru áberandi núna

Í seinasta pistli fjallaði ég um netverslanir á Íslandi og því miður eru þær ekkert rosalega margar en það er alltaf ný og ný að bætast við í flóruna, mér til mikillar ánægju. En á meðan ég ráfaði um á netinu að leita þær uppi gaf ég mér tíma til að skoða fataúrvalið í hverri og einni. Það voru nefnilega nokkrar flíkur sem gripu augað mitt strax því þær voru bæði áberandi og pínu öðruvísi þegar á heildina var litið. Mig langar því til að taka þær fyrir í þessum pistli. Því þetta geta verið fallegar og klæðilegar flíkur sem geta gert mikið fyrir heildar „lookið“.
Meira

Tugir milljóna og fjöldi stöðugilda um allan landshlutann

Útlit er fyrir að nokkrum tugum milljóna verði varið til eflingar atvinnulífs á Norðurlandi vestra, þar af talsvert margra verkefna sem Norðvesturnefndin lagði til, að sögn Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra sem situr í Fjárlaganefnd Alþingis. Fjárlaganefndin var á lokametrunum við að afgreiða fjárlögin til annarrar umræðu þegar Feykir heyrði í honum í gær.
Meira

Bjart að mestu í dag en gengur í hvassa norðaustanátt á morgun

Bjart verður að mestu í dag á Ströndum og Norðurlandi vestra en líkur á smáéljum. Frost 0 til 10 stig, mildast við sjávarsíðuna. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er snjóþekja og hálka á vegum á Norðurlandi en þæfingsfærð á nokkrum sveitavegum.
Meira

Snjókoma á annesjum en stöku él inn til landsins

Talsverð ofankoma er á Norðurlandi og sumstaðar hvasst. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er þæfingur á Þverárfjalli og á köflum í Skagafirði, núna á tíunda tímanum. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 fram til 22. desember.
Meira