V-Húnavatnssýsla

Eyrún Ýr fyrsta konan sem sigrar A-flokk á Landsmóti

Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við landsmótsgesti í gær en stemningin var þrusugóð og boðið uppá hörkuspennandi keppni. Hrannar frá Flugumýri II sigraði A-flokk gæðinga á Landsmóti á Hólum, setinn af Eyrúnu Ýr Pálsdóttur og kepptu þau fyrir Skagfirðing.
Meira

Nagli og Sigurbjörn upp í A-úrslit

Nagli frá Flagbjarnarholti, setinn af Sigurbirni Bárðarsyni, sigraði í B-úrslitum í A-flokki gæðinga á LM2016 á Hólum. Hann hlaut einkunnina 8,77 og tekur því þátt í A-úrslitum á morgun.
Meira

Árni og Stormur sigra í tölti annað árið í röð

Árni Björn á Stormi frá Herríðarhóli sigrarði Landsmótstöltið á LM2016 á Hólum í kvöld. Sigur þeirra var nokkuð öruggur og hlutu þeir 9,22 í aðaleinkunn. Annar varð Jakob Svavar á Gloríu með 8,89 og þriðji Bergur á Kötlu með 8,78.
Meira

Heimsmet sett í 250 metra skeiði

Á vef Landsmóts hestamanna segir að Bjarni Bjarnason hafi sett nýtt heimsmet í 250m skeiði LM 2016 á Hólum. Hann fór sprettinn á 21,41 sekúndum á Heru frá Þóroddsstöðum, en fyrra heimsmet var 21,49 sekúndur.
Meira

Yfirlitssýningum stóðhesta lauk í dag

Talsverðar breytingar urðu á dómum efstu stóðhesta á LM2016 á yfirliti sem lauk á Hólum í dag. Í flokki 7 vetra og eldri hækkaði Ölnir frá Akranesi, sýndur af Daníel Jónssyni, fyrir tölt og fet um hálfan og náði þar með efsta sætinu. Í öðru sæti með 8,79 í aðaleinkunn var Kolskeggur frá Kjarnholtum, sýnandi Gísli Gíslason og í þriðja sæti Jarl frá Árbæjarhjáleigu II með 8,76, sýnandi Árni Björn Pálsson.
Meira

Niðurstöður úr B-úrslitum í B-flokki

Ævar Örn Guðjónsson og Vökull frá Efri-Brú mæta í A úrslit í B flokki en þeir sigruðu b úrslitin. Það leit allt út fyrir að Sigurður Sigurðarson og Blæja frá Lýtingsstöðum væru að leið í A úrslitin en þeim var vísað úr keppni eftir að kom í ljós að hún hafði hlotið áverka á fæti.
Meira

Árni og Korka fljótust í 150 metra skeiði

Meira

Landsmót hestamanna sett á Hólum

Landsmót hestamanna var sett á Hólum í gærkvöldi og var gerður góður rómur að þó aðeins hafi dropað á mótsgesti en fjölmennt var við setninguna. Margir tóku til máls við athöfnina, m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Lárus Ástmar Hannesson formaður Landssambands hestamannafélaga, og ræddu um hve ánægjulegt væri að halda landsmótið þar sem æðsta menntastofnun íslenska hestsins er í heiminum.
Meira

Þóra á Þóri sigraði B-úrslit í unglingaflokki

Þóra Birna Ingvarsdóttir úr Létti á Þóri frá Hólum sigraði B-úrslit í unglingaflokki. Hlutu þau 8,68 í einkunn. Í öðru sæti var Kári Kristinsson á Kolfinni frá Efri-Gegnishólum með 8,66 í einkunn. Þá var það Benjamín Sandur Ingólfsson á Stígi frá Halldórsstöðum en hlutu þeir 8,60 í einkunn.
Meira

„Gjörsamlega trylltumst þegar seinna mark okkar kom“

Feðgarnir Ómar Bragi Stefánsson, Ingvi Hrannar og Stefán Arnar Ómarssynir frá Sauðárkróki fóru saman á leik Íslands og Englands sl. mánudag. Feykir samband við Ingva Hrannar og fékk að heyra nánar um upplifun hans af þessum magnaða leik en Ingvi Hrannar ætlar að skella sér aftur til Frakklands um helgina, til að styðja íslenska landsliðið gegn Frakklandi á Stade de France á sunnudaginn.
Meira