V-Húnavatnssýsla

Ráðherra skipar í vinnumarkaðsráð Norðurlands vestra

Þann 23. nóvember sl. skipaði Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra fulltrúa í Vinnumarkaðsráð Norðurlands vestra. Vinnumarkaðsráð Norðurlands vestra 2015-2019 skipa eftirtaldir aðalfulltrúar:
Meira

Gert ráð fyrir skólahaldi á Borðeyri út skólaárið 2017-18

Gert er ráð fyrir að skólahald á Borðeyri verði óbreytt frá 1. janúar á næsta ári og út skólaárið 2017-2018, samkvæmt bókun sveitarstjórnar Húnaþing vestra frá 26. Þessa mánaðar. Er það miðað við þær forsendur að nemendafjöldi haldist innan þeirra viðmiða sem reiknað er með á þessu tímabili.
Meira

Viljayfirlýsing um mál- og læsisstefnu

Skólastjórnendur leik-og grunnskóla í Austur-Húnvatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskólanum á Hólmavík undirrituðu þann 24. nóvember síðastliðinn viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að sameiginlegri mál- og læsisstefnu skólanna í samræmi við ákvæði í aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Greint er frá þessu á vefsíðu Skagastrandar.
Meira

Úr sviðsljósinu í London til sjávarsælunnar á Hvammstanga

Undanfarna áratugi hefur líf hjónanna Sigurðar Líndal Þórissonar og Gretu Clough snúist í kringum leikhúsið í Lundúnarborg, þar sem þau kynntust og felldu saman hugi. Þau hafa nú sagt skilið við ys og þys borgarlífsins og sest að í hæglátu umhverfi Hvammstanga þar sem Sigurður hefur tekið að sér framkvæmdastjórn Selaseturs Íslands. Greta mun áfram starfa við brúðuleikhús, í eigu þeirra hjóna, en hún semur og setur á svið leikverk fyrir börn ásamt því að útbúa leikbrúður. Blaðamaður Feykis hitti hjónin í Selasetrinu á fallegu nóvembersíðdegi og fékk að heyra um fyrra líf þeirra í London, flutninginn og hvernig þau horfa til framtíðar á Hvammstanga.
Meira

Víða hálka, snjóþekja og éljagangur

Á Norðvesturlandi er hálka, snjóþekja og víða éljagangur núna á níunda tímanum. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er Norðaustan 5-10 m/s og él í dag, en hægari og rofar til í kvöld.
Meira

Loksins er farið að snjóa

Það hefur kyngt niður snjó á Norðurlandi vestra í nótt og það sem af er degi en svæðið hafði orðið talsvert útundan í snjókomu síðustu daga. Nú upp úr hádegi fór síðan að hvessa þannig að líklegt má teljast að það dragi í skafla og færð spillist. Siglufjarðarvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu og Lágheiði er ófær.
Meira

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla - smelltu hér

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla verður sýndur í dag beint frá Sauðárkróki á Feyki.is og hefst útsendingin innan skamms. Sent verður út frá stúdíói SkottaFilm og þangað mæta fulltrúar fyrirtækjanna sem fjallað hefur verið um í þessari þáttaröð og góðir gestir til að ræða um frumkvöðlastarf.
Meira

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla á morgun kl. 12:00

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla verður í beinni útsendingu á Feyki.is á morgun, laugardaginn 28. nóvember, og hefst útsendingin kl. 12:00. Sent verður út frá stúdíói SkottaFilm á Sauðárkróki og þangað mæta fulltrúar allra fyrirtækjanna sex sem fjallað hefur verið um í þessari þáttaröð.
Meira

Jólablað Feykis er komið út

Jólablað Feykis er komið út. Blaðið er 44 litprentaðar síður og er því dreift ókeypis inn á öll heimili á Norðurlandi vestra. Efni blaðsins er að vanda fjölbreytt og komið víða við. Forsíðumynd blaðsins er eftir Gunnhildi Gísladóttur ljósmyndara.
Meira

Víða hálka á Norðurlandi vestra

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er á þjóðvegi 1 í Húnaþingi vestra að Staðarskála og áfram yfir Holtavörðuheiði, á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þá eru hálkublettir á Þverárfjalli og víða í Húnavatnssýslum. Aðrar leiðir í Skagafirði og á Skaga eru greiðfærar.
Meira