V-Húnavatnssýsla

U18 landslið stúlkna í körfuknattleik fékk bronsið

Nú er nýafstaðið Norðurlandamót yngri landsliða í körfuknattleik. Norðurland vestra á sína fulltrúa í U18 landsliði stúlkna en það eru þær Dagbjört Dögg Karlsdóttir, frá Reykjum í Hrútafirði, Linda Þórdís B. Róbertsdóttir og Bríet Lilja Sigurðardóttir, úr Skagafirðinum.
Meira

Gamlar hrossaræktunarlínur komin út á ensku

Í tilefni Landsmóts hestamanna á Hólum er komin út enska útgáfa bókar um gamlar hrossaræktunarlínur sem hefur undanfarið verið mjög vinsæl í þýskumælandi löndum.
Meira

„Fjarlægðin við fólkið og kjördæmið reyndist erfið“

Síðustu ár hafa verið umhleypingasöm í stjórnmálasögu Íslands og óhætt að segja að pólitíska landslagið sé gjörólíkt því sem áður var. Gunnar Bragi Sveinsson hefur verið í þungamiðju þessara breytinga frá því hann settist á þing fyrir Norðvesturkjördæmi árið 2009 og hefur síðan þá gegnt tveimur ráðherraembættum.
Meira

Egill og Saga frá Skriðu efst í unglingaflokki

Egill Már Þórsson og Saga frá Skriðu laumuðu sér í efsta sætið í milliriðlum unglingaflokks á Landsmóti hestamanna í dag. Þau koma því efst inn í A-úrslitin með 8,66.
Meira

Tvö efst og jöfn í ungmennaflokki

Dagmar Öder Einarsdóttir á Glóeyju frá Halakoti og Gústaf Ásgeir Hinriksson á Pósti frá Litla-Dal eru efst og jöfn með 8,66 eftir milliriðla í ungmennaflokki á Landsmóti hestamanna. Keppnin fór fram í gær en B-úrslit ungmenna hefjast kl. 15 á morgun föstudag og A-úrslit ungmenna kl. 9 á laugardagsmorgun.
Meira

Júlía Kristín á Kjarval efst eftir milliriðla

Júlía Kristín Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi er efst inn í A-úrslit í barnaflokki á Landsmóti hestamanna, að loknum milliriðlum í gær. Hlutu þau 8,82 í einkunn. Næstar á eftir fylgja þær Glódís Líf Gunnarsdóttir á Magna frá Spágilsstöðum og Védís Huld Sigurðardóttur á Baldvin frá Stangarholti.
Meira

Valgarð og Sirkus efstir og jafnir

Tveir hestar eru efstir og jafnir í flokki 4v stóðhesta eftir fordóma í gærmorgun. Það eru þeir Valgarð frá Kirkjubæ, sýndur af Guðmundir Fr. Björgvinssyni og Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk, sýndur af Agnari Þór Magnússyni. Hlutu þessir hestar 8,45 í aðaleinkunn.
Meira

Katla frá Ketilsstöðum með 8,70 eftir forkeppni í tölti

Katla frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson leiða keppni í tölti á Landsmóti hestamanna á Hólum, eftir að forkeppni lauk í gærkvöldi. Í öðru sæti eru Stormur frá Herríðarhóli og Árni Björn Pálsson og í því þriðja Gloría frá Skúfslæk og Jakob Svavar Sigurðsson.
Meira

Kolka efst í flokki 5 vetra hryssna

Dómum í flokki 5 vetra hryssna á Landsmóti hestamanna lauk á Hólum um miðjan dag í gær. Grunsdóttirin Kolka frá Breiðholti stendur efst í flokknum fyrir yfirlit sem fer fram á fimmtudag. Jöfn Kolku með 8,39 í aðaleinkunn er svo Kiljansdóttirin Katla frá Feti sýnd af Ólafi Andra Guðmundssyni.
Meira

Hrannar frá Flugumýri II og Eyrún Ýr efst eftir forkeppni í A-flokki gæðinga

Íslandsmeistarinn í fimmgangi, Hrannar frá Flugumýri II er efstur eftir forkeppni í A-flokki gæðinga, sýndur af Eyrúnu Ýr Pálsdóttur. Hlutu þau 9,06 í aðaleinkunn. Annar er Arion frá Eystra-Fróðholti með 8,96, knapi Daníel Jónsson.
Meira