V-Húnavatnssýsla

Sjaldséð jarðaberjatungl á lofti í kvöld

Sumarsólstöður eru á Norðurhveli jarðar klukkan 22:34 í kvöld. Það þýðir að sólin kemst ekki hærra á loft hjá okkur og mun því fara lækkandi.
Meira

Björgvin er tekinn til starfa

Nýr blaðamaður, Björgvin Gunnarsson, er tekinn til starfa hjá Feyki og mun vera hjá blaðinu í sumar. „Ég hlakka mjög til að takast á við verkefni sumarsins og vona að ég muni eiga góð samskipti við fólkið á Norðurlandi vestra,“ segir Björgvin.
Meira

70 björg­un­ar­gall­ar gefnir á sjö árum

Slysa­varna­skóli sjó­manna fékk tíu björg­un­ar­galla að gjöf frá VÍS á dögunum. Samkvæmt fréttatilkynningu voru gall­arn­ir af­hent­ir í kjöl­far sjó­mannadags­ins en þetta er í sjö­unda sinn, sem full­trú­ar VÍS færa skól­an­um tug björg­un­ar­galla að gjöf og því orðinn fast­ur ár­leg­ur liður.
Meira

Steinunn Rósa formaður kjördæmisráðs VG

Á kjördæmisþingi VG sem fram fór um liðna helgi var kjörin ný stjórn kjördæmisráðsins. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir á Sauðárkróki var kjörin formaður en aðrir í stjórn eru Rún Halldórsdóttir á Akranesi og Bjarki Þór Grönfeldt í Borgarnesi.
Meira

Forval VG í Norðvesturkjördæmi

Aðalfundur kjördæmisráðs VG í Norðvesturkjördæmi fór fram á Hvanneyri síðastliðinn laugardag, þann 11. júní. Á fundinum var samþykkt að fram fær forval vegna komandi alþingiskosninga, miðað er við að forvalið fari fram seinnipartinn í ágúst næstkomandi og kosið verði um röðun í sex efstu sæti listans.
Meira

Spáð þokubökkum við ströndina

Norðlæg átt og 3-10 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður skýjað með köflum og þokubakkar við ströndina. Hiti 7 til 15 stig, svalast á annesjum.
Meira

Niðurstöður Þytsfélaga á úrtökumóti fyrir Landsmót

Sameiginlegt úrtökumót Þyts, Neista, Glæsi og Skagfirðingi fyrir komandi Landsmót hestamanna var haldið á Hólum um helgina, enda styttist óðum styttast í mótið. Á vef Hestamannafélagins Þyts kemur fram að mikil skráning hefur verið á mótið, helgin var því hálfgert maraþon og tekin tvö rennsli.
Meira

Mjótt á mununum í Húnvetnsku liðakeppninni

Þá er lokamóti Húnvetnsku liðakeppninnar lokið. Fjólubláliðið sigraði liðakeppnina að þessu sinni en mjög mjótt var á munum. Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi:
Meira

Ráslistar fyrir úrtökumótið um helgina

Það ríkir mikil spenna vegna úrtökumóts fyrir komandi Landsmót hestamanna á Hólum enda óðum að styttast í það. Eins og fram kom í viðtali við Lárus Á. Hannesson, framkvæmdastjóra LH, í nýjasta tölublaði Feyki, gengur undirbúningur vel og búist er við feikna sterku og skemmtilegu móti.
Meira

Óskað eftir tillögum að nafni

Grunnskóli Húnaþings vestra óskar eftir tillögum að nafni á skólann og eru allir þeir sem áhuga hafa hvattir til að koma með tillögur sem eru lýsandi og þjálar fyrir skólann, samfélag og umhverfið skólans.
Meira