Netverslanir með tískufatnað á Íslandi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
24.11.2015
kl. 12.05
Það að búa í litlu bæjarfélagi hefur bæði kosti og galla en með tilvist internetsins stækkaði heimurinn mjög mikið fyrir þá sem hafa lært að kveikja á tölvunni og tengjast netinu. Það að kaupa vöru og láta senda sér heim varð allt í einu mjög auðvelt. Mikið úrval er að erlendum netverslunum og flesir kannast við hann Alí vin minn (www.aliexpress.com) og það getur verið mjög skemmtilegt að versla frá honum, allt svo ódýrt, en þeir sem hafa prófað að panta fatnað geta eflaust komið með fyndnar sögur, því í flestum tilvikum er hann hannaður á asískt fólk sem passar auðvitað enganvegin á okkur Íslendinga.
Meira