V-Húnavatnssýsla

Netverslanir með tískufatnað á Íslandi

Það að búa í litlu bæjarfélagi hefur bæði kosti og galla en með tilvist internetsins stækkaði heimurinn mjög mikið fyrir þá sem hafa lært að kveikja á tölvunni og tengjast netinu. Það að kaupa vöru og láta senda sér heim varð allt í einu mjög auðvelt. Mikið úrval er að erlendum netverslunum og flesir kannast við hann Alí vin minn (www.aliexpress.com) og það getur verið mjög skemmtilegt að versla frá honum, allt svo ódýrt, en þeir sem hafa prófað að panta fatnað geta eflaust komið með fyndnar sögur, því í flestum tilvikum er hann hannaður á asískt fólk sem passar auðvitað enganvegin á okkur Íslendinga.
Meira

Landsnet tilbúið til viðræðna um orku fyrir álver á Hafurstöðum

Ágætur gangur er í viðræðum um orkuöflun fyrir álver á Hafursstöðum í Skagabyggð, að því er haft er eftir Ingvari Unnsteini Skúlasyni, framkvæmdastjóra Klappa Development ehf. í Morgunblaðinu í dag. Einnig kemur fram í fréttinni að Landsnet sé tilbúið til viðræðna við sveitarfélögin á svæðinu, svo skýra megi flutningsþörf raforku og þar með staðsetningu háspennulína.
Meira

Góður sigur Kormáks gegn Grundarfirði

Kormákur fékk Grundarfjörð í heimsókn sl. sunnudag en liðin leika bæði í 3. deild. Samkvæmt vef Umf. Kormáks var jafnræði með liðunum í leiknum, gestirnir leiddu naumlega nær allan leikinn en Kormáksmenn sem báru þó sigur úr býtum. Ágætis mæting var á pallana og þar á meðal var heil hersveit af trommurum, sem heldur betur lét heyra í sér, samkvæmt vefnum.
Meira

Ísgel framleiðir gelmottur á Blönduósi - sjötti þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í sjötta þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla er rætt við Zophonías Ara Lárusson , einn eiganda Ísgels á Blönduósi. Fyrirtækið framleiðir gelmottur sem viðhalda kælingu ferskra matvæla á meðan á flutningi stendur, frystipoka, margnota kæli- og hitagelpoka og einnota kælipoka sem eru góðir fyrir íþróttafólk og í sjúkrakassann.
Meira

Ástin er diskó – Lífið er pönk

Í gærkvöldi frumsýndi Leikfélag NFNV Ástin er diskó – Lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason, í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Leikritið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2008 en það fjallar, eins og nafnið bendir til, um hina ólíku heima tísku, tónlistar og lífsstíls þeirra sem aðhylltust diskó annars vegar og pönk hinsvegar.
Meira

Messuheimsókn úr Húnaþingi vestra

Góðir gestir heimsóttu Sauðárkrókskirkju þegar messað var þar síðastliðinn sunnudag. Sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, predikaði og sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki, þjónaði fyrir altari.
Meira

Að leita langt yfir skammt

Á Norðurlandi vestra hafa þó nokkrir forystumenn í sveitarstjórnum lagt í miklar langferðir, þeir hafa farið alla leið til Kína, til þess að biðla til þarlendra um að koma upp iðjuveri við Skagaströnd. Auðvitað er rétt að skoða alla möguleika til atvinnusköpunar, en þá er nánast kjánalegt að rýna ekki í nærtækasta kostinn áður en heimdraganum er hleypt svo langar leiðir.
Meira

Ástin er diskó, lífið er pönk frumsýnt í kvöld

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn Ástin er diskó, lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason í Bifröst á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Meira

Vel heppnuð árshátíð í Húnaþingi vestra

Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra fór fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga s.l. föstudagskvöld, þann 13. nóvember. Íslenskar ofurhetjur í 7. bekk sáu um kynningar á atriðum kvöldsins.
Meira

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, fagnað í tuttugasta sinn í dag, en hann fæddist árið 1807. Efnt er til ýmissa viðburða í dag undir merkjum hátíðisdagsins en þess má geta að Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur.
Meira