V-Húnavatnssýsla

Vilja aukin framlög til málaflokka mikilvæga fyrir byggðaþróun

Landshlutasamtök á öllu landinu, þar á meðal Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, hafa sent áskorun til ráðherra og alþingismanna að tryggja við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 að aukin framlög verði til nokkurra málaflokka sem samtökin telja
Meira

Ástand mannsins óbreytt

Ástand karlmanns á sjötugsaldri, sem fluttur var þyrlu á Landspítalann á fimmtudagskvöld eftir bílveltu í Hrútafirði, er óbreytt samkvæmt frétt Rúv.is. Manninum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Meira

Haförn á flugi í Húnaþingi

Þessi haförn varð á vegi blaðamanns Feykis á dögunum á ferð um Miðfjörð í Húnaþingi vestra. Hann lét eftirför blaðamanns ekki trufla sig, gaut augunum annað slagið aftur, en hélt áfram flugi sínu inn fjörðinn þar til hann hvarf inn í þokuna. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrustofu Vesturlands er um að ræða fullorðinn fugl en undanfarin ár hafa þrjú arnarpör orpið við Húnaflóa. „Vonandi fjölgar þeim og varpútbreiðslan færist áfram til austurs,“ segir Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofunnar.
Meira

Fundi um vegvísi í ferðaþjónstu frestað

Vegna forfalla ráðherra verður því miður að fresta boðuðum kynningarfundi um vegvísi í ferðaþjónustu, sem halda átti á komandi mánudag 16. Nóv. kl 12 í Eyvindarstofu á Blönduósi. Nýr fundartími verður tilkynntur á allra næstu dögum.
Meira

Alvarlegt umferðarslys í Hrútafirði

Ökumaður slasaðist alvarlega í bílveltu skammt frá Staðarskála í Hrútafirði um tíuleitið í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra var ökumaðurinn einn í bílnum en verið er að rannsaka orsakir slyssins.
Meira

Hrafnhildur Ýr keppir í The Voice í kvöld

Söngspírurnar hljómfögru munu taka raddbönd sín til kostanna í sjöunda þætti The Voice Ísland í kvöld. Þættirnir hafa vakið verðskuldaða athygli en margir sitja spenntir yfir sjónvarpinu sínu og heyrst hefur að fólk jafnvel tárist yfir örlögum og gleði söngvaranna. Í kvöld mun Húnvetningurinn Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir syngja um áframhaldandi þátttöku.
Meira

Hanna og framleiða stóla úr flotholtum - fimmti þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í fimmta þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla er rætt við Hólmfríði Ósmann Jónsdóttur arkitekt og Einar Daníel Karlsson smið. Þau eru að fara af stað með framleiðslu á stólalínu sem þau kalla Floating Fender Chair og þau hanna og smíða í samstarfi við Hrefnu Björg Þorsteinsdóttur arkitekt og Ágúst Þorbjörnsson málmsmið. Verkefnið Floating Fender Chair er sprottið úr samstarfi við veitingastaðinn Sjávarborg á Hvammstanga.
Meira

Fjögurra ára styrktarsamningur vegna Elds í Húnaþingi

Í gærmorgun var undirritaður samningur milli unglistahátíðarinnar Elds í Húnaþingi og stærstu styrktaraðila hátíðarinnar. Samningurinn felur í sér árlegan styrk til hátíðarinnar næstu fjögur árin, eða tímabilið 2016-2019. Frá þessu var sagt á vefnum Norðanátt.
Meira

Útivistarfélög mótmæla skertum almannarétti í breytingum á náttúruverndarlögum

SAMÚT, samtök útivistarfélaga, Ferðaklúbburinn 4x4, Ferðafélag Íslands, Íslenski Alpaklúbburinn og Ferðafélagið Útivist mótmæla hugmyndum um skerðingu á almannarétti og umferðarétti sem fram kemur í frumvarpi um breytingu á náttúruverndarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SAMÚT, samtökum útivistarfélaga.
Meira

„Minni mengun en frá öðrum álverum í Evrópu“

Eins og greint var frá í Feyki á dögunum var Ingvar Skúlason, framkvæmdastjóri Klappa ehf., gestur ársþings SSNV og fjallaði hann þar um áform um uppbyggingu álvers á Hafurstöðum í Skagabyggð. Greindi Ingvar frá því að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra, að undanskyldum Akrahreppi sem ekki hefur verðið boðin þátttaka, og stjórnvöld hefðu undirritað samstarfssamning um uppbyggingu orkufreks iðnaðar á svæðinu.
Meira