Úrslitin voru sætari á leik Íslands og Portúgals
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
25.06.2016
kl. 17.27
Guðjón Loftsson og Ingibjörg Jónsdóttir frá Hvammstanga voru stödd fyrstu tveimur leikjum Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, þ.e. gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þau segja leikinn á móti Ungverjalandi hafi verið skemmtilegur þó svo að úrslitin hafi verið svekkelsi. „Leikurinn á móti Portúgal skemmtilegri þar sem að stemningin var betri sem og úrslitin sætari. Leikvangurinn var auk þess minni og var maður því í meiri nánd við leikinn,“ sagði Guðjón í samtali við Feyki.
Meira
