V-Húnavatnssýsla

Nýr framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands á Hvammstanga

Sigurður Líndal Þórisson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Síðastliðin 4 ár vann Sigurður við gæða- og verkefnastjórnun hjá Expedia Inc, einu stærsta ferðaþjónustu- og tæknifyrirtæki heims. Þar á undan starfaði Sigurður m.a. við leikhússtjórnun, sem sjálfstætt starfandi leikstjóri með á sjötta tug leikverka að baki, og sem kennari við marga virtustu leiklistarskóla Lundúna. Sigurður er með MA gráðu í listastefnu og -stjórnun frá Birkbeck College, leikarapróf frá Arts Educational London School of Drama, og kennarapróf frá Strode's College.
Meira

„Víðidalstungubók“ komin heim

Flateyjarbók er nú að koma út á norsku í fyrsta skipti. Er útgáfan afar vegleg og hefur enda hlotið fádæma góðar undirtektir meðal Norðmanna. Það var stórbóndinn Jón Hákonarson í Víðidalstungu sem upphaflega lét gera bókina og kostaði hana, en skrifarar hennar voru prestarnir Magnús Þórhallsson og Jón Þórðarson.
Meira

Greiðfært á Norðurlandi vestra

Allir vegir á Norðurlandi vestra eru nú greiðfærir, samkvæmt upplýsingasíðu Vegagerðarinnar en hálkublettir eru á Öxnadalsheiði. Þá er blíðuveður og vindur víðast hvar um 2-5 metrar á sekúndu.
Meira

Málstofa um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og sagnfræðideild Háskóla Íslands efna til málstofu um byggð og samfélag í Húnavatnssýslu á 18. öld. Málstofan er hluti af námskeiði í sagnfræði og segja sjö sagnfræðinemar frá rannsóknum sínum um efnið.
Meira

Efling frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni

Hafinn er undirbúningsvinna að Evrópuverkefninu FREE hjá Vinnumálastofnun en það er samstarfsverkefni fimm landa þ.e. Íslands, Króatíu, Bretlands, Litháens og Búlgaríu. Verkefnið hlaut 40 milljónir í styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins síðastliðið sumar. Norðurland vestra er meðal þriggja landhluta sem sjónum er sérstaklega beint að í verkefninu.
Meira

Tíu barna móðir í Hrútafirði

Sigrún Elísabet Arnardóttir á Eyjanesi í Hrútafirði er yngsta núlifandi íslenska konan sem eignast hefur tíu börn. Fjallað var um fjölskylduna í Eyjanesi í fyrsta þætti vetrarins af Ísþjóðinni sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi.
Meira

Mun gleðja augu gesta staðarins

Stytta eftir Guðmund frá Miðdal, sem Jósefína Helgadóttir gaf kvenfélaginu Björk á Hvammstanga árið 1960, hefur nú verið fundinn nýr staður á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Þykir hún fara vel þar og falla vel inn í sjávarþema staðarins og hönnuðu arkitektar staðarins undirstöðu undir hana sem Ágúst Þorbjörnsson, stálsmiður á Hvammstanga, smíðaði.
Meira

Framlengd vegabréf teljast ekki gild ferðaskilríki

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra vill vekja athygli á eftirfarandi tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands, dagsettri 26. október 2015: Vegabréf sem hafa verið framlengd teljast ekki gild ferðaskilríki frá 24. nóvember 2015.
Meira

Grundvallarforsenda árangursríkrar uppbyggingar fjölbreytts atvinnulífs

Vinstrihreyfingin – grænt framboð ályktaði um mikilvægi þess að komið verði á reglubundnu millilandaflugi um Norður- og Austurland á landsfundi VG sem haldinn var á Selfossi um sl. helgi. Í ályktun fundarins segir að beint millilandaflug sé ein grundvallarforsenda árangursríkrar uppbyggingar fjölbreytts atvinnulífs í landshlutanum.
Meira

Lögreglan minnir á notkun ljósa og glitmerkja

Lögreglan á Norðurlandi vestra vill koma þeirri beiðni til foreldra og eða forráðamanna barna að sérstök ástæða sé til að fara yfir ljósabúnað reiðhjóla barnanna í skammdeginu. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla segir í 4. grein:
Meira