Nýr framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands á Hvammstanga
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
05.11.2015
kl. 08.52
Sigurður Líndal Þórisson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Síðastliðin 4 ár vann Sigurður við gæða- og verkefnastjórnun hjá Expedia Inc, einu stærsta ferðaþjónustu- og tæknifyrirtæki heims. Þar á undan starfaði Sigurður m.a. við leikhússtjórnun, sem sjálfstætt starfandi leikstjóri með á sjötta tug leikverka að baki, og sem kennari við marga virtustu leiklistarskóla Lundúna. Sigurður er með MA gráðu í listastefnu og -stjórnun frá Birkbeck College, leikarapróf frá Arts Educational London School of Drama, og kennarapróf frá Strode's College.
Meira