V-Húnavatnssýsla

Hvað gera Ellert, Hrafnhildur og Sigvaldi í The Voice?

Sjónvarpsþátturinn The Voice Ísland á SkjáEinum hefur vakið verðskuldaða athygli en þar hafa fjórir hressir dómarar verið að velja sér lið úr sterkum hópi söngvara. Nú þegar búið er að velja í liðin þá er Feykir fullviss um að minnsta kosti þrír söngvaranna 32 eru ættaðir frá Norðurlandi vestra.
Meira

Höfðingleg gjöf frá hjónunum á Tannstaðabakka

Á mánudaginn var Tónlistarskóla Húnaþings vestra afhent vegleg peningagjöf frá þeim hjónum Skúla Einarssyni og Ólöfu Ólafsdóttur á Tannstaðabakka. Fjárhæðin nam 404.000 kr. og er afrakstur söfnunar í sameiginlegri 120 ára afmælisveislu hjónanna sem haldin var í október.
Meira

Tölvuleikjamiðstöðin Kollafossi heimsótt í þriðja þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í þriðja þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla heimsækjum við Jóhannes Gunnar Þorsteinsson tölvuleikja- og hljóðhönnuð og sambýliskonu hans, Arnfríði Hönnu Hreinsdóttur, á Kollafossi í Miðfirði. Í Kollafossi reka þau leikjamiðstöð, þar sem þau bjóða öðrum tölvuleikjahönnuðum í sveitasæluna, svo þeir geti einbeitt sér að vinnu sinni í friði og ró.
Meira

Varað við flughálku á Norðurlandi vestra

Á Norðvesturlandi er varað við ísingu á vefsíðu Vegagerðarinnar. Flughált er því frá Hrútafjarðarbotni í Varmahlíð, eins á Þverárfjalli, Skagastrandavegi og frá Hofsós í Ketilás.
Meira

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts 2015 verður haldin laugardagskvöldið 31. október í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Í boði verður matur, gleði og gaman og hefst skemmtunin klukkan 20:00 stundvíslega en húsið opnar klukkan 19:30.
Meira

Þægileg og fjölbreytt skótíska

Sækið ykkur kaffi og smá súkkulaði, ég ætla að ná mér í gos og hlaup því ég drekk ekki kaffi og finnst súkkulaði ekkert gott. Ég veit, ég er glötuð! En hér er ég á heimavelli og ætti mögulega að geta skorað nokkur mörk. Því ég var verslunarstjóri og seinna meir rekstrarstjóri yfir skóversluninni Focus skór í Kringlunni og sá þar að leiðandi um skóinnkaup í sjö ár og fylgdist mjög vel með öllu sem var að gerast í skótískunni fyrir kvenfólk.
Meira

Gunnar Ríkharðsson kominn til starfa hjá RML á Blönduósi

Gunnar Ríkharðsson hóf störf hjá RML í september og verður með starfsaðstöðu á Blönduósi til áramóta. Hann mun starfa í faghópi nautgriparæktar og sinna fóðurráðgjöf.
Meira

Ferðaþjónustufyrirtæki fara í vaskinn

KPMG á Sauðárkróki stendur fyrir námskeiði á Kaffi Krók þann 29. október ætlað aðilum í ferðaþjónustu. „Það hefur vart farið fram hjá aðilum í ferðaþjónustu að skattumhverfi þeirra er að breytast töluvert nú um áramótin. Undanfarið hefur KPMG staðið fyrir námskeiðum um virðisaukaskatt fyrir þessa aðila,“ segir í fréttatilkynningu frá KPMG.
Meira

„Eins og að stíga inn í gamla tímann“

Við Suðurgötu á Sauðárkróki stendur Ártún, 125 ára gamalt hús. Það hefur þó ekki alla tíð staðið á sama stað heldur var það flutt á stokkum utan af Aðalgötu árið 1919, þangað sem það stendur nú. Húsið hefur lengst af verið í eigu sömu fjölskyldunnar, nú síðast Björns Ásgrímssonar. Þegar hann lést, 94 ára að aldri þann 29. júlí sl., eignaðist bróðursonur hans Gísli Einarsson húsið.
Meira

Norðurland vestra og Vestfirðir einu landshlutarnir með íbúafækkun 1998 til 2015

„Búsetubreytingar og breytt aldursskipting íbúanna hafa áhrif á afkomu sveitarfélaga. Sveitarstjórnir ættu að gefa þessari þróun gaum,“ sagði Gunnlaugur Júlíusson, í erindi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í síðasta mánuði. Í máli hans kom m.a. fram að Vestfirðir og Norðurland vestra eru einu landshlutarnir þar sem íbúum hefur fækkað síðan árið 1998.
Meira