V-Húnavatnssýsla

Atvinnuþróun og byggðamál í forgrunni

Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, var haldinn í félagsheimilinu á Blönduósi á föstudaginn í síðustu viku. Þingið sátu kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna sjö á svæðinu, ásamt starfsmönnum SSNV, þingmönnum og fleiri gestum, alls um 40 manns. Blaðamaður Feykis var á staðnum og fylgdist með þingstörfum.
Meira

Úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt

Landssamtök sauðfjárbænda rituðu í dag undir samning við RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, um sérstaka fræðilega Úttekt á stöðu kvenna í sauðfjárrækt, í þeim tilgangi að kanna hvort halli á konur í greininni og ef svo er, hvaða leiðir megi finna til að bæta þar úr.
Meira

Annar þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla í kvöld

Annar þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla fer í loftið á Feyki.is í kvöld. Þættirnir verða sjö talsins og er rætt við forsvarsmenn frumkvöðlafyrirtækja á Norðurlandi vestra, í þetta sinn er Lilja Gunnlaugsdóttir heimsótt en hún rekur handverksfyrirtækið Skrautmen.
Meira

Opið fyrir umsóknir í AVS rannsóknarsjóð

Á nýrri heimasíðu SSNV er vakin athygli á því að opið er fyrir umsóknir í AVS rannsóknasjóð, sem hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis.
Meira

Leður, loð og dúnmjúkar ullaryfirhafnir í hausttískunni

Það er svo margt sem mig langar til að skrifa um í fyrsta blogginu að það væri efni í heilt tímarit en ætli niðurstaðan verði ekki tengt haustinu fallega sem er að birtast okkur hægt og rólega þessa dagana. Þetta er uppáhalds tíminn minn á árinu því ég er vog sem þolir illa hita og raka og er örugglega ein af fáum sem vældi ekkert á facebook yfir sumrinu okkar og var bara mjög þakklát fyrir það sem við fengum.
Meira

Sigga startar tískuþætti á Feyki.is og miðlar reynslu sinni úr tískuheiminum

Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með tísku og lífsstílsbloggum þá er spurning hvort þú átt eftir að hafa áhuga á að fylgjast með mér. Ég var spurð að því hvort ég hefði áhuga á að skrifa eitthvað inn á Feykir.is og ég verð nú að viðurkenna að ég hugsaði strax nei - það get ég aldrei gert. En þar sem ég er ekki nei mannekja fór hausinn á fullt og jaaa kannski ég geti mögulega sett saman eitthvað skemmtilegt þrátt fyrir að vera staðsett á Sauðárkróki þar sem úrvalið og fjölbreytnin er ekki mikil. En hver veit kannski gæti þetta orðið áhugaverð lesning fyrir einhverja en best væri nú að byrja á að kynna sig og hvað ég hef verið að gera undanfarin ár þessu tengt.
Meira

Vilja snúa byggðaþróun til sóknar að nýju

„Sú þróun að áfram verði dregið úr þjónustu við landsmenn með samdrætti í starfsemi í byggðarkjörnum er að okkar mati mjög andstæð fyrri stefnu um að viðhalda og efla byggð í landinu.“ Þetta segir í ályktun aðalfundar hreyfingarinnar Landsbyggðin lifi, sem haldinn var á Kópaskeri þann 10. október síðastliðinn.
Meira

Sárast hversu stutt sumarið var

Í síðustu netkönnun Feykis var spurt hvað fólki finndist sárast við haustið og gefnir fimm mis gáfulegir möguleikar á svari. Niðurstaðan reyndist sú að nærri því helmingur þeirra sem tók þátt fannst sárast hversu stutt sumarið var. Sem bendir til þess að ansi margir hafi svarað sannleikanum samkvæmt.
Meira

Björn Líndal Traustason ráðinn framkvæmdastjóri SSNV

Björn Líndal Traustason á Hvammstanga hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SSNV. Var tilkynnt um ráðningu hans í morgun á ársþingi SSNV, sem nú stendur yfir á Blönduósi. Áformað er að Björn taki til starfa um miðjan nóvember.
Meira

Tekist á um rammaáætlun

Gríðarleg átök urðu um rammaáætlun á síðasta þingi þegar meirihluti atvinnuveganefndar gerði það að tillögu sinni að farið yrði í fleiri virkjanakosti en verkefnastjórn þriðja áfanga hafði lagt til við ráðherra að yrðu nýttir. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, hafði áður sett átta virkjunarkosti í flýtimeðferð og tók með því fram fyrir hendur verkefnisstjórnarinnar sem lagði einungis til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk. Meiri hluti atvinnuveganefndar kom með breytingartillögu þar sem lagt var til að fjórir kostir færu í nýtingu án lögformlegrar meðferðar í verkefnastjórninni. Áður hafði meiri hlutinn gert munnlega tillögu um að sjö virkjanakostir færðust í nýtingarflokk en hraktist undan andstöðu niður í fjóra í endanlegri tillögu sinni. Þar var meðal annars lagt til að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðri Þjórsá, sem báðar eru í biðflokki og hafa verið mjög umdeildir virkjunarkostir, yrðu byggðar en virkjanasinnar hafa lagt mikla áherslu á að koma allri neðri Þjórsá í nýtingarflokk í því skyni að útvega orku til nýrra stóriðjuframkvæmda.
Meira