V-Húnavatnssýsla

Gandur framleiðir smyrsli úr minkafitu - Fyrsti þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Nú er kominn í loftið fyrsti þátturinn í röð nýrra netþátta á FeykirTV sem bera yfirskriftina Fyrirmyndarfrumkvöðlar. Í þættinum er rætt við þau Ásdísi Sigurjónsdóttur, Einar E. Einarsson og Sólborgu Unu Pálsdóttur á Syðra-Skörðugili í Skagafirði.
Meira

Kostnaður við refa- og minkaveiðar óvíða meiri

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra kynnti oddviti fundargerð landbúnaðarráðs frá 1. október sl. Beiðni ráðsins um einnar milljónar króna fjárveitingu vegna vetrarveiða á ref árið 2016 var vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs en jafnframt samþykkt tillaga þar sem lögð er áhersla á að sveitarfélögum verði endurgreiddur virðisaukaskattur af refa-og minkaveiðum.
Meira

Fundur um framtíð landsmóts hestamanna

Landssamband Hestamannafélaga og Bændasamtök Íslands standa fyrir vinnufundi um framtíð Landsmóta hestamanna. Markmið vinnufundarins er að félagsmenn komi saman til að móta stefnu varðandi Landsmót. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (sal E), laugardaginn 17. okt. nk. kl. 10.00 – 15.00
Meira

Aðalfundur sameinaðra deilda Rauða krossins

A-Húnavatnssýsludeild og Húnaþingi vestra hefur auglýst aðalfund deildanna en hann verður haldinn þriðjudaginn 20. október nk. í norðursal íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi klukkan 17:00.
Meira

Fyrirmyndarfrumkvöðlar í loftið í vikunni

Á fimmtudaginn fara í loftið nýir netþættir á FeykirTV sem bera yfirskriftina Fyrirmyndarfrumkvöðlar. Eru þeir framleiddir af Feyki og Skottu kvikmyndafjelagi, sem njóta styrkjar frá Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra til þáttagerðarinnar.
Meira

Gleði og gaman á Sviðamessu

Hin árlega Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi var haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi um síðustu helgi. „Þetta var bara frábært,“ sagði Bára Garðarsdóttir, ein af húsfreyjunum, þegar Feykir hafði samband við hana og grennslaðist fyrir um hvernig til hefði tekist.
Meira

Fundað um vegaúrbætur sem eru brýnar að mati heimamanna

Markaðsstofa Norðurlands er orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Af því tilefni var boðað til funda um vegamál um allt Norðurland. Þann 1. október voru fundir haldnir á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga og voru ferðaþjónustuaðilar og sveitarstjórnarfólk hvatt til að mæta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Meira

Stórkostlegt sjónarspil í háloftunum

Þau voru ótrúlega falleg norðurljósin sem blöstu við íbúum Norðurlands vestra í vikunni, eins og meðfylgjandi myndir frá Blönduósi, Lýtingsstöðum í Skagafirði, Skagaströnd og Víðidalstungu bera með sér. En Norðurljósin sáust með afbrigðum vel.
Meira

Ársþing SSNV á Blönduósi 16. október

23. ársþing SSNV verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi 16. október nk. Þingið sækja 30 fulltrúar sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, stjórn SSNV, stjórnendur sveitarfélaganna og gestir.
Meira

„Höfum alltaf verið áræðin og látið slag standa“

Bæjarnafnið Tannstaðabakki lætur kunnuglega í eyrum úr veðurfregnum fyrri ára. Bærinn stendur við Hrútafjörð og er sá fyrsti sem komið er að þegar beygt er áleiðis inn á Heggstaðanes. Þar er rekinn fjölbreyttur búskapur, meðal annars eina kjúklingabúið á Norðurlandi vestra.
Meira