V-Húnavatnssýsla

Vörumiðlun 20 ára - myndband

Flutningafyrirtækið Vörumiðlun á Sauðárkróki bauð til afmælisgleði í tilefni af 20 ára afmæli sínu á laugardaginn. Opið hús var hjá fyrirtækinu auk þess sem bílar Vörumiðlunar, um 35 tæki óku frá Blönduósi yfir Vatnsskarð og gegnum Sauðárkróki og voru svo til sýnis á útisvæði á Eyrinni.
Meira

Veðurklúbburinn spáir skánandi veðri eftir hvítasunnu

Þriðjudaginn 3. maí 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. „Fundarmenn voru sautján talsins, sem er óvenju fjölmennt og því meira lýðræði í veðurvæntingum eins og nú er haft í hámælum í þjóðmálaumræðunni,“ segir í fréttatilkynningu frá veðurklúbbnum.
Meira

Efnt til prófkjörs í haust

Aðalfundur Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var haldinn í Borgarnesi á laugardaginn. Þar var samþykkt að haldið yrði prófkjör fyrir Alþingiskosningarnar á komandi hausti, til að stilla upp á framboðslista flokksins í kjördæminu.
Meira

Nota 60 ára gamla búninga á sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur á Hvammstanga sl. fimmtudag með hefðbundnum hætti. Vel viðraði til skrúðgöngu en það eru Sumardísin og Vetur konungur sem leiða skrúðgönguna á Hvammstanga, samkvæmt 60 ára gamalli hefð. Af því tilefni sló blaðamaður Feykis á þráðinn til Ingibjargar Pálsdóttur (Lillu), sem hefur umsjón með hátíðarhöldunum og er ein þriggja kvenna sem saumuðu búninga sem notaðir hafa verið frá upphafi.
Meira

Akureyri og Húnaþing vestra í átak í eldvörnum

Akureyrarbær og Húnaþing vestra hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum og í stofnunum sveitarfélaganna. Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Þá verður fræðslu um eldvarnir beint að umsækjendum um húsaleigubætur en rannsóknir sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði.
Meira

Útivist og náttúruupplifun fyrir ferðamenn í tæpa fjóra áratugi

Á Brekkulæk í Húnaþingi vestra rekur Arinbjörn Jóhannsson ferðaþjónustufyrirtæki sem gerir út á að bjóða upp á fjölbreyttar ferðir um land allt, með áherslu á útivist og náttúruupplifun auk þess að veita ferðamönnum innsýn í lífstíl fólks í dreifbýlinu. Fyrirtækið hlaut á dögunum verðlaun frá þýska Nordis forlaginu sem gefur út tímarit um málefni Norðurlandanna og hefur um áratuga skeið verið eitt það virtasta sinnar tegundar á þýsku málsvæði. Blaðamaður Feykis leit í heimsókn til Arinbjarnar og fjölskyldu á fallegum vordegi.
Meira

Ný stjórn Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins

Stjórn Bændasamtaka Íslands skipaði á fundi þann 20. apríl síðastliðinn nýja stjórn RML en stjórnin hefur að mestu leyti verið óbreytt frá stofnun fyrirtækisins. Fyrirkomulagi varafulltrúa í stjórn var einnig breytt en fram til þessa hafa verið varamenn fyrir hvern og einn stjórnarmann. Nú verður því háttað þannig að varamenn verða tveir, 1. og 2. varamaður.
Meira

Brúðuverkið Engi sýnt á Hvammstanga

Engi er frumsamið brúðuverk fyrir börn 3+, skapað af Gretu Clough. Það verður sýnt þann 1. maí í Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 14 og kl. 18. Sýningin er 45 mínútur að lengd, ekkert hlé er sýningunni og ekkert er talað.
Meira

Vor í lofti hjá Lillukórnum

Hinir árlegu vortónleikar Lillukórsins verða að þessu sinni í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 30. apríl n.k. og hefjast klukkan 14. Kórstjóri er Ingibjörg Pálsdóttir og stjórnandi og undirleikari Sigurður Helgi Oddsson.
Meira

Áskorun um margföld framlög til byggðamála

Aðalfundur Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila fór fram 16. apríl sl. að Hraunsnefi í Borgarbyggð. Í upphafi fundar flutti gestur fundarins, Elfa Björk Sævarsdóttir frá Rauðabergi á Mýrum, stutt erindi um hugmynd sem hún er með og gengur út á að veita faglega aðstoð við uppsetningu á gæðakerfi í heimavinnslum. Elfa er matvælafræðingur að mennt og hefur unnið hjá Actavis síðustu 18 ár við gæðastjórnun.
Meira