V-Húnavatnssýsla

Opið hús í Farskólanum við Faxatorg – leiðrétt dagsetning

Á morgun, föstudaginn 2. október, býður Farskólinn gesti velkomna á milli kl. 17:00-18:00 til að kynna sér námskeið og námsleiðir, raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf, fræðslusjóði stéttarfélaga og fleira. Fram kemur í Sjónhorninu í dag að opið hús sé 29. september, það mun ekki vera rétt og leiðréttist það hér með.
Meira

Sextán sóttu um stöðu framkvæmdastjóra SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) auglýstu í upphafi mánaðarins eftir framkvæmdastjóra og rann umsóknarfrestur út þann 21. september. Samkvæmt fréttatilkynningu sóttu 16 um starfið og eru þeir eftirfarandi:
Meira

Þrjú sveitarfélög á NLV tóku þátt

Hreyfiviku UMFÍ lauk sl. sunnudag. Komst Ísland á topp tíu lista í Evrópu yfir fjölda viðburða en um fimmhundruð viðburðir fóru fram víðs vegar um landið. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að viðburðir þar hafi verið vel sóttir og alls hafi um þúsund manns lagt leið sína í Íþróttamiðstöðina þar.
Meira

Tilraunir með hitamyndavél

Selasetrið á Hvammstanga hefur í sumar unnið að frumtilraun þar sem hitamyndavél er fest á flygildi (drone) sem flogið er yfir sellátur til að taka myndir, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu setursins. Stofnstærðartalningar á landsel fara yfirleitt fram úr lofti, en þar sem stundum getur verið erfitt að greina seli frá umhverfinu. Því er nú gerð tilraun til að ná fram nákvæmari niðurstöðum með því að gera bæði hefðbundnar talningar og talningar með hjálp hitamyndavélar.
Meira

„Fullt starf að vera eldri borgari“

„Hérna er fullt starf að vera eldri borgari, sagði Anna Scheving í Húnaþing vestra í skeyti sem fylgdi þessum skemmtilegu myndum. Anna hefur verið iðin við að gauka skemmtilegum myndum að okkur hjá Feyki og láta vita af skemmtilegum viðburðum í Húnaþingi vestra.
Meira

Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi

Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi föstudaginn 9. og laugardaginn 10. október. Á borðum verða ný, strjúpasöltuð og reykt svið. Að ógleymdum sviðalöppum, kviðsviðum ásamt gulrófum og kartöflum.
Meira

Markaðsstofa boðar til funda um vegamál

Markaðsstofa Norðurlands er nú orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Markaðsstofunni gefur þetta samkomulag, sem gert var við Vegagerðina, ferðaþjónustunni tækifæri á að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins.
Meira

Tindatríó og Sveinn Arnar á Norðurlandi

Feðgarnir í Tindatríóinu, þeir Atli Guðlaugsson, Bjarni Atlason og Guðlaugur Atlason, ásamt Sveini Arnari Sæmundssyni píanóleikara og söngvara, leggja land undir fót og skemmta Norðlendingum um næstu helgi.
Meira

Reidmenn.com - nýr kennsluvefur í bígerð

Reidmenn.com er verkefni sem unnið er hörðum höndum að því að klára þessa dagana. Um er að ræða kennsluvef fyrir hestamenn sem hefur verið í vinnslu nú í töluvert langan tíma en nú líður að útgáfudegi.
Meira

Fundur um tollasamning á Hótel Borgarnesi

Bændur á Vesturlandi boða til fundar um nýgerðan samning við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur á Hótel Borgarnesi þriðjudagskvöldið 29. september kl. 20:00. Á fundinn mæta Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra landbúnaðarmála og Erna Bjarnadóttir landbúnaðarhagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.
Meira