V-Húnavatnssýsla

Fjölmargir í vandræðum á vegum landsins

Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn hjálpuðu fjölda vegfarenda í ófærð og illviðri um norðan og vestanvert landið fram á nótt, að því er fram kemur í frétt á Vísi.is.
Meira

Góð frammistaða Húnvetninga og Skagfirðinga í Meistara meistaranna

Í fyrrakvöld fór fram í Sprettshöllinni keppnin Meistari Meistaranna en þar er sigurvegurum í deildum vetrarins vítt og breitt um landið boðið þátttaka. Þeirra á meðal voru fulltrúar úr KS Deildinni og Húnvetnsku mótaröðinni sem náðu góðum árangri í þessari keppni.
Meira

Friðrik Snær sigraði Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar

Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar fór fram í FNV í gær en keppnin hefur nú verið haldin árlega í 19 ár. Í fyrsta sæti var Friðrik Snær Björnsson, Varmahlíðarskóla, í öðru sæti var Þorri Þórarinsson, Árskóla og í þriðja sæti var Jón Örn Eiríksson, Grunnskólanum austan Vatna.
Meira

Handbendi - Brúðuleikhúsi hleypt af stokkunum á Hvammstanga

Handbendi er leikfélag sem framleiðir brúðuleikhússýningar, auk hefðbundins leikhúss, og hefur bækistöðvar sínar á Hvammstanga. Leikhúsið mun framleiða nýjar sýningar, ætlaðar til leikferða um Ísland og heim allan; mun halda vinnusmiðjur og fyrirlestra sem virtir sérfræðingar á sviði brúðuleikhúss munu leiða; og vinna með skólum og kennurum á Norðurlandi vestra.
Meira

N4 hlýtur Hvatningarverðlaun bænda í Eyjafirði

Búnaðarsamband Eyjafjarðar (BSE) veitir árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framtak tengt landbúnaði og/eða úrvinnslu landbúnaðarafurða. Viðurkenningin getur verið fyrir vel unnin störf, athyglisverða nýjung eða einstakan árangur. Á aðalfundi félagsins í vikunni voru þessi verðlaun veitt sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri.
Meira

Ársfundur Byggðastofnunar á föstudaginn

Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn föstudaginn 15. apríl 2016 í Miðgarði í Skagafirði. Á ársfundinum er fjölbreytt dagskrá og þar verður meðan annars veitt hin árlega viðurkenning Landstólpinn.
Meira

Úrslitakeppni Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar

Föstudaginn 15. apríl fer lokakeppni stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar fram. Alls taka 17 keppendur þátt að þessu sinni og eins og áður eru vegleg verðlaun í boði. Fjöldi styrktaraðila kemur að keppninni, en henni er ætlað að vekja áhuga ungs fólks á námi í stærðfræði og tæknigreinum.
Meira

Stór áfangi í sögu Selaseturs

Stórum áfanga í sögu Selaseturs Íslands var náð með undirritun samnings setursins við Hafrannsóknastofnun í gær. Samningurinn hljóðar upp á 40 milljónir króna.
Meira

Annir í umferðaeftirliti hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Alls voru 54 ökumenn verið stöðvaðir vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra í síðustu viku, þar af voru tólf erlendir ferðamenn. Þá er einn ökumaður, stöðvaður í Skagafirði, grunaður um ölvun við akstur en hann mældist á 113 km/klst. „Verkefni síðastliðinnar viku eru af ýmsum toga en þar spila umferðarmálin stærstu rulluna samkvæmt venju. Veður og aðstæður hafa verið mjög góðar og þá hættir mönnum til að aka of hratt,“ segir í færslu lögreglunnar á Facebook.
Meira

Sögulegt samkomulag um vinnustaðaeftirlit

Sögulegt samkomulag hefur náðst á milli 14 stéttarfélaga sem eru starfandi í Eyjafirði og á Norðurlandi vestra um stóraukið vinnustaðaeftirlit með því að ráða einn sameiginlegan verkefnastjóra fyrir vinnustaðaeftirlit á svæðinu, eins og greint er frá á vef Stéttarfélagsins Samstöðu.
Meira