Kanna á dekkjakurl á sparkvöllum
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
08.10.2015
kl. 09.13
Byggðarráð Húnaþings vestra hefur falið rekstrarstjóra að kanna hvort dekkjakurl á sparkvöllum í sveitarfélaginu sé heilsuspillandi. Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að á gervigrasvöllum sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði það endurnýjað, í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.
Meira