V-Húnavatnssýsla

Kanna á dekkjakurl á sparkvöllum

Byggðarráð Húnaþings vestra hefur falið rekstrarstjóra að kanna hvort dekkjakurl á sparkvöllum í sveitarfélaginu sé heilsuspillandi. Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að á gervigrasvöllum sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði það endurnýjað, í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.
Meira

Sýnishorn af vetri í lok mánaðarins

Þriðjudaginn 6. október 2015 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar og voru fundarmenn sjö talsins, sem er óvenju fátt, enda veður gott og að ýmsu að hyggja hjá veðurspámönnum. Farið var yfir spá síðasta mánaðar og voru fundarmenn að vonum ánægðir með tíðarfarið og ekki síður hversu vel hefði tekist til með veðurspá septembermánaðar.
Meira

Komu ferðamönnum til aðstoðar á Vatnsnesi

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga brugðust við aðstoðarbeiðni frá lögreglu seinni partinn í gær við að aðstoða ferðamenn sem lentu í hremmingum við Geitafelli á Vatnsnesi. Á Facebook síðu Húna segir að ferðamennirnir, sem voru á bílaleigubíl, höfðu lent utan vegar og gott að ekki fór verr.
Meira

Stemningsmyndir frá stóðréttum í Víðidal

Um helgina var mikil stemning í einni stærstu stóðrétt landsins, í Víðidal í Húnaþingi vestra. Á föstudeginum kom stóðið af Víðidalstunguheiði og því smalað til byggða þar sem mikill fjöldi fólks sem fylgir því jafnan síðasta spölinn til réttar.
Meira

Vilja göng undir þjóðveg 1

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra þann 1. október sl. var rætt um nauðsyn þess að Vegagerðin láti gera undirgöng undir þjóðveg 1, þar sem umferð hefur aukist gríðarlega.
Meira

Menningarkvöld NFNV á föstudaginn

Hið árlega Menningarkvöld NFNV verður haldið föstudaginn 9. október í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Kynnir kvöldsins er Jóhannes Haukur, á dagskrá kvöldsins er body paint, dragshow, BMX bros og tónlistar atriði.
Meira

Stóðréttir í Víðidalstungurétt á morgun

Stóðréttir fara fram í Víðidalstungurétt á morgun, laugardaginn 3. október, og er það mikið tilhlökkunarefni fyrir þá sem sækja ár hvert. Réttarstörf hefjast kl. 10:00.
Meira

Það var kannski ekkert að þessu sumri?

Á nýjum vef Feykis gefst lesendum kostur að taka þátt í netkönnunum – í það minnsta svona annað veifið. Kannanirnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem skemmtiefni á vefnum, enda ekki verulega áreiðanlegar til að komast að lýðræðislegri niðurstöðu. Í fyrstu könnuninni vildum við komast að því hvað lesendum hefði fundist um sumarið sem var að líða.
Meira

Af gefnu tilefni

Þar sem Feykir er til umræðu á öðrum stað í blaðinu vil ég koma á framfæri nokkrum atriðum og svara gagnrýni sem fram kemur í aðsendri grein Arnar Ragnarssonar framkvæmdastóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Meira

Komu kvígu til aðstoðar

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga aðstoðuðu við að draga kýr sem hafði fallið í haughús. „Það er ekki hægt að vera með neinn pempíuskap þegar belja fellur í haughús,“ segir á vef Landsbjargar.
Meira