V-Húnavatnssýsla

Karríkjúklingur og marengskökur með sérrílegnum rúsínum

Elín Ása Ólafsdóttir frá Hvammstanga var matgæðingur Feykis í 26. tölublaði ársins 2012. Hún gaf lesendum uppskriftir af karríkjúkling og marengskökum með sérrýlegnum rúsínum.
Meira

Viljayfirlýsing um rekstur náttúrustofu

Fjögur sveitarfélög á Norðurlandi vestra hafa samþykkt viljayfirlýsingu um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra, en starfsemi hennar hefur legið niðri undanfarin misseri. Samþykktir Húnaþings vestra og Skagastrandar voru gerðar með því skilyrði að hluti starfseminnar yrði í þeim sveitarfélögum.
Meira

Húnaþing vestra aðili að samkomulagi við Klappir Development

Á sveitarstjórnarfundi Húnaþings vestra samþykkti á sveitarstjórn að gerast aðili að samkomulagi sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og Klappa Development ehf. Jafnframt var á fundinum lögð fram bókun um atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi vestra.
Meira

„Mikið framfaraár hjá lögreglunni“

Um áramót gengu í gildi einar umfangsmestu breytingar í sögu lögreglunnar þegar fullur aðskilnaður varð á milli sýslumanna og lögreglunnar. Lögreglan á Blönduósi og Sauðárkróki voru sameinaðar í Lögregluna á Norðurlandi vestra með aðalaðsetur á Sauðárkróki. Páll Björnsson var skipaður í embætti lögreglustjóra en hann á langan starfsferil að baki sem sýslumaður á Höfn í Hornafirði.
Meira

Fundir um vegamál á Norðurlandi

Markaðsstofa Norðurlands er nú orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Markaðsstofunni gefur þetta samkomulag, sem gert var við Vegagerðina, ferðaþjónustunni tækifæri á að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins.
Meira

Réttir helgarinnar

Framundan er enn einn réttarhelgin, þar sem réttað verður í nokkrum fjár- og stóðréttum á Norðurlandi vestra. Stóðréttir í Skrapatungurétt verða á sunnudaginn, 20. september, og fjárréttir í Hvalsárrétt í Hrútafirði á laugadaginn kemur, 19. september.
Meira

Beinar rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar næsta vor

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur ákveðið að hefja beinar áætlunarferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar næsta vor. Í apríl og maí verður ekið þrisvar í viku en daglega yfir sumarið fram í miðjan september.
Meira

Hver er þín uppáhalds hreyfing? – Hreyfivika í næstu viku

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.
Meira

Spánverjavíg og skólabúðakennsla

Á fésbókarsíðu Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði er vakin athygli á því að í sumar var sett upp sýning í anddyri safnsins í samvinnu við Baskavinafélagið á Íslandi. Sýningin fjallar um Spánverjavígin sem framin voru á Vestfjörðum fyrir 400 árum. „Baskarnir stunduðu hvalveiðar og sagan tengist Ströndunum sem eru á okkar safnasvæði,“ segir á fésbókarsíðu safnsins.
Meira

Víðidalstungurétt og Hamarsrétt í myndum

Blíðskaparveður var síðastliðinn laugardag þegar réttað var víða um landshlutann. Meðfylgjandi myndir tók Anna Scheving í Víðidalstungurétt og Hamarsrétt á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra, eins og myndirnar bera með sér var bjart yfir mönnum og skepnum þennan fallega dag.
Meira