V-Húnavatnssýsla

Framhaldsskóli í tónlist

Ríkisstjórnin hefur að tillögu mennta- og menningarmálaráðherra samþykkt að settur verði á laggirnar framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist. Skólanum er ætlað að bjóða upp á framhaldsskólanám með áherslu á hljóðfæraleik og söng samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla, þannig að nemendur ljúki stúdentsprófi af tónlistarbraut.
Meira

Drög að flokkun virkjanakosta kynnt í Miðgarði á morgun

Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir drög að tillögu sinni að flokkun virkjunarkosta í Menningarhúsinu Miðgarði, þann 12. apríl nk. milli kl 20-22, samkvæmt fréttatilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Meira

Pilturinn er látinn

Pilturinn sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi á Holtavörðuheiði sl. laugardag er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Vesturlandi. Pilturinn var á átjánda aldursári.
Meira

Veðurklúbburinn Dalbæ spáir í veðurfari aprílmánaðar

Þriðjudaginn 5. apríl 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:05. Fundarmenn voru tólf talsins. Fundinum lauk kl. 14:26. Farið var yfir spá fyrir síðasta mánuð, en þá reiknuðu menn með stuttum veðurhvelli, sem gekk eftir þó svo að hans gætti ekki verulega hér.
Meira

Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki úr Sprotasjóði

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2016-2017. Alls bárust 129 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 300 milljónir króna. Veittir voru styrkir til 38 verkefna að upphæð rúmlega 60 milljónir króna. Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki, annars vegar verkefni á vegum FNV og hins vegar verkefni á vegum Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu og Fræðsluskrifstofa Austur-Húnvetninga.
Meira

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar vill kosningar strax

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi var haldinn í Landnámssetrinu í Borgarbyggð á laugardaginn. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun en í henni segir m.a. að verkefni stjórnmálanna á komandi mánuðum og misserum sé að endurreisa velferðarkerfið, tryggja samfélagslegan arð af auðlindum landsins, og endurvekja traust í samfélaginu eftir áföll í efnahags- og stjórnmálalífi frá efnahagshruninu 2008 og fram á þennan dag.
Meira

Alvarlega slasaður eftir umferðaslys

Pilt­ur á tví­tugs­aldri ligg­ur al­var­lega slasaður á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi. Samkvæmt heimildum Mbl.is var hann flutt­ur þangað í morg­un með þyrlu Land­helg­is­gæslu Íslands eft­ir bíl­slys á Holta­vörðuheiði.
Meira

Karlatölt Norðurlands

Karlatölt Norðurlands verður haldið miðvikudagskvöldið 20. apríl nk. í Þytsheimum og hefst kl. 19:00. Keppt verður í þremur flokkum, minna vanir (í keppni), meira vanir (í keppni) og opinn flokkur. Minna vanir keppa í T7 en í hinum tveimur flokkunum verður keppt í T3.
Meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra í dag

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra verður haldinn á Hótel Varmahlíð klukkan 15 í dag. Efni fundarins er venjuleg aðalfundarstörf. Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunamálum aðila í ferðaþjónustu og samræmingu hennar á Norðurlandi vestra.
Meira

Þórarinn sigurvegari KS Deildarinnar 2016

Sigurvegari KS Deildarinnar 2016 er Þórarinn Eymundsson. Í öðru sæti varð Mette Mannseth og Ísólfur Líndal í því þriðja. Lið Hrímnis sigraði liðakeppnina 2016, eftir frábæra frammistöðu í vetur, eins og segir á fésbókarsíðu deildarinnar.
Meira