V-Húnavatnssýsla

„Sóknarfærin eru víða en hver er vilji ríkisvaldsins?“

„Við sveitarfélögum blasir að rekstrarafkoman versnar, framlegð frá rekstri þeirra minnkar og fjárfestingargetan sömuleiðis. Ástandið kallar á auknar tekjur og enn frekari hagræðingu í rekstri að óbreyttu,“ sagði Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, í erindi sínu á Fjármálaráðstefna sveitarfélaga í Hótel Nordica fyrir helgi.
Meira

FNV í þriðja sæti í sínum flokki í Hjólað í skólann

Átakið „Hjólað í skólann“ var haldið í þriðja sinn í ár dagana 9.-22. september. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafnaði í þriðja sæti í flokki 400-999 nemenda og starfsmanna. Alls 19 framhaldsskólar tóku þátt í ár, en það er sami fjöldi og árið 2014.
Meira

Samþjöppun í mjólkurframleiðslu

Mikil þróun og framfarir hafa verið í kúabúskap og mjólkurframleiðslu undanfarin ár. Búin hafa stækkað og tækniframfarir orðið miklar og mörg bú hafa tekið róbóta í sína þjónustu og er það ánægjulegt og mikilvægt að greinin geti þróast og vaxið svo hún geti orðið sem best samkeppnisfær við aukinn innflutning og aukið vöruúrval og þjónað neytendum sem best. Sá hluti búvörusamningsins sem snýr að mjólkurframleiðslunni rennur út í lok næsta árs og undirbúningur að gerð nýs samnings er hafinn. Í því ljósi vakna ýmsar spurningar um hvernig stuðningi við greinina verði háttað í nýjum búvörusamningi þar sem miklar breytingar hafa verið í greininni undanfarin ár.
Meira

Fjárheimildir standa ekki undir áætluðum kostnaði

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2016 kemur fram að áætlaðar fjárveitingar til Fjölbrautaskólaskóla Norðurlands vestra næsta árið séu 496,5 m.kr. og til Hólaskóla – Háskólans á Hólum 329,1 m.kr. Árið 2015 fékk Hólaskóli 353,3 m.kr. fjárveitingu en skólinn hlaut 40 m.kr. aukafjárveitingu fyrir vegna framkvæmda.
Meira

Hvar er allt fallega fólkið? Jú, það er í Rabbinu...

Hvað væri Rabb-a-babb án Feykis og hvað væri Feykir án Rabb-a-babbs? Ja, þegar stórt er spurt. Lesendur Feykis sem hafa pínu gaman af að kíkja á hvað sveitungar þeirra nær og fjær eru að sýsla við geta nú lagað stöðuna í gleðibankanum því 18 nýleg Röbb voru færð inn á Feykir.is í vikunni.
Meira

Frumkvöðlasjóður auglýsir eftir umsóknum

Íslandsbanki auglýsir eftir umsóknum í Frumkvöðlasjóð Íslandsbanka en hann styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlegrar orku og sjálfbærs sjávarútvegs.
Meira

Aðalfundur Landsbyggðin Lifi

Aðalfundur Landsbyggðin Lifi – LBL verður haldinn laugardaginn 10. október 2015, klukkan 13:30 í húsnæði Skjálftasetursins (skólahúsinu) á Kópaskeri. Landsbyggðin lifi - LBL, er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Samtökin eru regnhlífarsamtök félaga og einstaklinga sem áhuga hafa á landsbyggðamálum.
Meira

Sjóðheitir fyrirlestrar og stofnun Hollvinasamtaka á dagskránni

Fjölbreytt dagskrá er á næstunni á vegum Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna. Með sunnudagskaffinu fyrirlestraröðin heldur áfram í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju sunnudaginn 27. september 2015 kl. 14. Þar verða haldnir tveir sjóðheitir fyrirlestrar sem báðir tengjast okkar safnasvæði.
Meira

Landsbyggðargleraugun og þjóðarkakan

Fjárlögin liggja nú fyrir, fyrsta umræða hefur farið fram og frumvarpið komið til fjárlaganefndar. Nú þegar afrakstur erfiðra aðgerða sem gerðar voru vegna efnahagshrunsins er að skila ríkissjóði góðum tekjuafgangi mætti ætla að fjárlögin bæru þess vitni og veruleg innspýting væri í málaflokka sem höfðu tekið á sig skerðingar og nú væri komið að því að setja verulega fjármuni í innviðauppbyggingu samfélagsins.
Meira

Hreyfivika í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra tekur nú í fyrsta sinn þátt í Hreyfiviku (Move Week) sem fer fram um alla Evrópu dagana 21.-27. september. Tilgangurinn er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Boðið verrður upp á fjölbreytta hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Það er von sveitarfélagsins að íbúar þess kynni sér það sem í boði er í Hreyfivikunni, taki þátt í einhverjum viðburðanna og skilji jafnvel bílinn eftir heima og gangi eða hjóli í vinnuna.
Meira